blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 10
Vantar þig leið til þess að koma jafnvægi á líkamsstarfssemina? Zhena's Gypsy Tea gæti hjálpað Prófaðu Fireside Chai Koffínlausa kraftaverkið TILBOÐ 20% afsláttur hjá næsta söluaðila Englatár - www.englatar.is - 551 8686 10 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 blaðið UTAN ÚR HEIMI KÍNA *■ Utgjöld til hernaðar aukast Stjórnvöld í Kína hafa tilkynnt að útgjöld til hernaðarmála í ár verði átján prósentum hærri en á síðasta ári. Stjórnarher Kína er sá stærsti í heimi en hermenn eru um 2,3 milljónir. Útgjöld kínverskra stjórnvalda til hersins hafa aukist um að minnsta kosti tíu prósent á ári síðustu fimmtán árin. Ansip sigurvegari kosninganna Víst er talið að Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands, haldi embætti sínu eftir að Umbótaflokkur hans hlaut 27,8 prósenta fylgi í þingkosningunum um helgina. Ansip hyggst jafnvel leita til þjóðernisflokksins IRL í stað Miðflokksins, samstarfsflokks Umbótaflokksins, við stjórnarmyndunina. Tæmið póstkassa reglulega Við hjá Póstinum biðjum landsmenn um að tæma póstkassa sína regtulega. Bréfberar eiga stundum (vandræðum með að setja póst í yfirfutta póstkassa og þá verða þeir að endursenda póstinn, sendanda og viðtakanda til verulegra óþæginda. Aðstoð ykkar og tiltitssemi auðvelda okkur að koma póstinum til skita, hratt og örugglega. Þjónustuver | símí 58012001 postur@postur.is | www.postur.is vöauutis eftirlit Heimsóknir verka- manna af virkjunarsvæðinu hafa orðið til aukins eftirlits í verslun- um vegna aukinna gripdeilda. Mynd/Steinwm Ásmundsdóttir Mannmergð í Kaupfélagi Héraðsbúa: Stuldur eykst á sunnudögum ■ Sækja í raftækin ■ Ekki bara útlendingar Við fylgjumst sérstaklega með þessum heimsóknum og er ekki van- þörf á. Við höfum tekið eftir því að vörur hverfa úr hillunum hjá okkur. Þetta eru margir sem koma í einu og á dögum þegar við erum fáliðuð," segir Gunnar Sigbjörnsson, verslun- arstjóri Kaupfélags Héraðsbúa. Á sunnudögum koma margir starfsmenn ofan af virkjunarsvæð- inu við Kárahnjúka í heimsókn til Egilsstaða og fjöldi hefur vanið komur sínar í kaupfélagið. Þar á bæ hafa menn tekið eftir auknum búðarþjófnaði á þeim tíma sem heimsóknin stendur yfir og hafa því aukið eftirlit hjá sér. Aðspurður segir Gunnar eftirlitið einkum hafa beinst að raftækja- deildinni. Hann segir fjárhagslegt tjón ekki hafa verið tekið saman. „Það hefur svolítið verið að fara úr þeirri deild og því höfum við fylgst sérstaklega vel með því. Þetta er meira áberandi og hefur aukist í kringum þessar heimsóknir,“ segir Gunnar. „Það má ekki gleyma því að flestir þessara manna eru strang- heiðarlegir. Þetta er bara eitthvað sem gerist þegar svona mikill fjöldi kemur í búðina í einu.“ Starfsmaður í Bónus á Egils- stöðum kannast við gripdeildirnar en segir trúlegt að þetta bitni frekar á kaupfélaginu þar sem þar sé boðið upp á dýrari sérvöru. Hann telur líkur á því að heimamenn notfæri sér ástandið. „Vegna þess hversu illa er talað um starfsmennina sem hingað koma gæti ég alveg eins trúað því að óheiðarlegir heima- menn steli meira á þessum tímum. Ég hef sterkan grun um það. Mér finnst því ekki hægt að skella skuld- inni eingöngu á útlendingana,“ segir starfsmaðurinn. SETTU ÞAÐ SAMAN Ml Af hverju að borga meira? HTH er leiðandi I framleiðslu innréttinga á Norðurlöndum og býður besta verð sem völ er á fyrir þá sem vilja sjálfir taka þátt í uppsetningu á eigin eldhúsi. Gerðu verðsamanburð og þú munt komast að því að Settu það saman línan frá HTH kostar minna en sambærilegar innréttingar á markaðinum. Einfalt og þægilegt. Fagleg útsjónarsemi og markviss hönnun fagmanna HTH er lykillinn að þessum glæsilegu innréttingum. Settu það saman er kerfi sem auðvelt er að raða saman og fella að hvaða plássi sem er - og að þeim kröfum sem gerðar eru til geymslurýmis í eldhúsinu. HTH býður ókeypis teikniforrit með þessu kerfi sem gerið þér auðvelt að máta hina ýmsu stærðir og útlit inn í þitt eldhús. Stíllinn og áferðin skipta sköpum. \ Settuþað saman kerfinu eru 11 mismunandi litir, áferðir ög efni á skúffum og skápahurðum einnig er mikið úrval af höldum. Gegnheilar hillur úr beyki og mahogni bjóða upp á skemmtilega möguleika - einfalt, stílhreint og nútímalegt. Borðplatan setur svo punktinn yfir i-ið. Við bjóðum upp á úrval borðplatna í hæsta gæðaftokki og i ýmsum munsturlitum. Borðplötur úr gegnheilu beyki og mahogni eru mjög vinsælar og setja glæsilegan svip á eldhúsið. Einnig á lager og til afgreiðslu strax úrval fataskápa, baðinnréttinga og rennihurða. TtlAÐVWSlA ÁRVIRKINN, SELFOSSI • Sími 480 1160 AKUREYRI • Sími 461 5003 ORMSSON SMARALIND • Sími 530 2907 / 530 2908 Túrkmenistan: Stúdentar þurfi ekki að skúra Stúdentar í Túrkmenistan þurfa ekki lengur að skúra gólf á sjúkra- húsi eða vinna á ökrum í tvö ár til að fá inngöngu í háskóla landsins. Gurbanguly Berdymuchammedov, nýskipaður forseti landsins, kynnti þessar breytingar í gær. Saparmurat Niyazov, fyrrum for- seti landsins, setti á sínum tíma lög um að nemendur neyddust til að vinna tveggja ára verkamannavinnu í þeim geira sem þeir ætluðu sér að læra til. Þannig hafa verðandi lækn- ar neyðst til að skúra gólf á sjúkra- húsum í tvö ár áður en þeir byrjuðu að læra sjálfa læknisfræðina. Forsetinn kynnti einnig að tíu ára skyldunámi barna í landinu verði aftur komið á, en það var fellt niður í stjórnartíð Niyazovs, sem einnig gekk undir nafninu Túrkmenbashi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.