blaðið


blaðið - 06.03.2007, Qupperneq 11

blaðið - 06.03.2007, Qupperneq 11
blaðið Þýskaland: Takmarkanir á Autobahn Tæplega sextíu prósent Þjóð- verja eru samþykkþví að settar verði hraðatakmarkanir á þýsku hraðbrautunum til þess að draga megi úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birtust í dagblaðinu Leipziger Volkszeitung í gær. Sigmar Gabri- el, umhverfisráðherra Þýskalands, segist styðja hugmyndir um slík- ar hraðatakmarkanir, en að það sé fýrst og fremst til að minnka slysatíðni á hraðbrautunum. Loftslagsmál verða til umræðu á leiðtogafundi Evrópusambands- ins í Brussel í vikunni og segir Angela Merkel að leitast verði við að samþykkja sérstaka að- gerðaáætlun varðandi minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsríkjanna. Hraðakstur: Ungt fólk á hraðferð Tveir piltar, sautján og átján ára, voru teknir við Fisldslóð í Reykjavík langt yfir hámarks- hraða, sem er 50. Annar þeirra ók á 112 og hinn 117 kílómetra hraða. Sá eldri hefur nokkrum sinnum áður verið tekinn fyrir hraðakst- ur. Báðir piltarnir missa ökuleyfið. Annar 17 ára piltur var tekinn á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ á 123 kílómetra hraða, samkvæmt lögreglu. Tvítugur karlmaður var svo stöðvaður á Hafnar- íjarðarvegi en hann ók á 130 og á sama stað tók lögreglan konu á sama aldri á 1.20. Fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur um helgina en þeir voru stöðvaðir víðsvegar um umdæmið. Önnur tvítug kona var stöðvuð á Álfhólsvegi þar sem leyfður hámarkshraði er 30 en hún ók á 66 kílómetra hraða. Eldri borgarar: Frítt í strætó, sund og á söfn Eldri borgarar í Hafnarfirði, sextíu og sjö ára og eldri, fá afhent á næstunni sérstakt vildarkort frá bænum sem veitir þeim vildarkjör hjá stofnunum hans. Megináherslan er sú að auðvelda eldri borgurum að taka þátt í íþrótta- og félagsstarfi. Korthafar fá frítt í sund, í strætó og á söfn ásamt því að fá ókeypis bókasafnskort. Hafnarfjarðarbær mun niðurgreiða þátttökugjald eldri borgara þegar kemur að íþróttaiðkun og líkamsrækt. ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 11 Áfengisneysla eykst: Nýtt afbrigði áfengissýki á íslandi „Unglingum stafar ekki mest hætta af bjórdrykkju núna heldur eldra fólkinu sem er komið yfir fer- tugt,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Áfengissýki sem hefst eftir miðjan aldur er þekkt víða erlendis en er tiltölulega nýtt fyrirbæri hér á landi. „Það sem nú er að koma í ljós með vaxandi áfengisneyslu lands- manna er að við erum að fá nýtt afbrigði af áfengissýki en sú hefst eftir miðjan aldur,“ segir Þórarinn. Hjá fólkinu sem fer í meðferð eru fyrstu dagarnir í afeitrun erfiðir vegna aldurs, blóðþrýstingshækk- ana og hjartasúkdóma. Þórarinn segir að það sé ekki hægt að með- höndla fólkið á göngudeild því það er í dagdrykkju. „Það drekkur bjór á hverjum degi. Það er öðruvísi en þetta túra- munstur þegar menn létu renna af sér því þá var kannski hægt að hitta á þá þegar þeir voru þurrir. En það er ekki hægt með þetta fólk því það er stöðugt drukkið.“ Þórarinn segir að það þurfi að draga úr áfengisneyslu hér á landi. „Það vita allir hvernig á að draga úr henni en það er með því að hækka verð og minnka aðgengi að vör- unni. Nákvæmlega það sama og var gert við tóbak og neysla á því hefur minnkað. En það er enginn sem vill horfast í augu við það því menn Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir Unglingum stafarekki mest hætta af bjórdrykkju núna heldur eldra fólkinu. vilja drekka oftar og meira en áður. Við lifum í lýðræðislegu þjóðfélagi þar sem vilji þjóðarinnar ræður og endurspegla þingmenn það.“ BARNA VIT Náttúruleg vitamlo og iteinefnt fyrir böm til aö tyggja eöa sjúga 120 töflur Bragögóöar vítamíntöflur fyrir börn og unglinga heilsa •'■oav'Ö mr -haföu þaö gott ÞEKKIR ÞU LANDIÐ? ÞEKKIRÐU STAÐINN Á MYNDINNI? Ef svo er þá fyllir þú út mida þegar þú kemur og reynsluekur L-2Q0. Heppinn þátttakandi vinnur úttekt í Ellingsen ad verdmæti 100.000 kr. Mitsubishi L-200 er ótrúlega fjölhæfur jeppi. Hann er kraftmikill, rúmgódur, glæsilega hannadur og vel búinn. Super Select drifbúnadurinn tryggir frábæra aksturseiginleika vid allar adstædur. Beygjuradíusinn (sá minnsti í bílum í hans flokki) gerir hann lipran í öllum akstri, ekki sist innanbæjar. L-200 er fjölnota fjölskyldubíll, kjörinn til ad komast á þá áfangastadi sem þig dreymir um. 2,5 1 Common-rail vél - hljódlátari og sparneytnari Stödugleikastýring Enn aflmeiri - 163 hestöfl Spólvörn Krómpakki 17" felgur - 32" dekk MITSUBISHl MOTORS Verd 3.475.000 kr. Umbodsmann um land allt: Höldur hf., Akurayri, aimi 461 6020 • HEKLA, Borgarnaai. almi 437 2100 ■ HEKLA, íaafirdi. aimi 458 4666 HEKLA, Raydarfirdi, almi 470 5100 • HEKLA, Raykjanaabaa, aimi 420 5000 • HEKLA, Salfoaai. aimi 482 1416 HEKLA, Laugavagi 172-174, aimi 590 5000 mmJ«Ua.ii, haklaShakla.ia

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.