blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 06.03.2007, Blaðsíða 16
blaðiö Engar manneskjur eru eins óuppbyggilegar í umgengni eins og þær sem eru manni sammála. Þórbergur Þórðarson 16 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 Afmælisborn dagsms ELIZABETH BARRETT BROWNING SKÁLDKONA, 1806 MICHELANGELO LISTAMAÐUR, 1475 GABRIEL GARCIA MARQUEZ RITHÖFUNDUR, 1928 kolbrun@bladid.net Evróvisjón Kristján Hreinsmögur Og Verö: 50 krónur Gefið út á kostnað höfundar 1975 Hirðskáld Evróvisjón, Skerja- fjarðarskáldið og einn helsti textasmiður þjóðarinnar, Kristján Hreinsson, hóf höfundarferil sinn óvanalega ungur að árum. Að- eins sautján ára að aldri gaf hann út sína fyrstu Ijóðabók en á Stóra bókamarkaðnum í Perlunni má finna aðra Ijóðabók höfundar, Og, sem gefin var út árið 1975. Aftan á bókarkápu er mynd af ung- lingnum þar sem hann skartar miklum lubba að þeirra tíðar hætti. Hann kynnir sig og segist vera „átján ára Kópavogsbúi". Þeir sem tralla undir Eiríki Hauks- syni og drýslum hans fá örugg- lega aldrei nóg og ættu því ekki að láta Og-ið úr hendi sleppa. Eins og þessar hendingar bera með sér var unga Kópavogs- skáldið óvægið í gagnrýni sinni: „Við þessa göngugötu / á gamla grammófónplötu / hlustar hann lögreglustjórinn / á húðstrýktan lögreglukórinn." Bókamarkaður Félags íslenskra bókaút- gefenda eríPerlunni og stendur til 11. mars. Blaðið hefur leitað uppi forvitni- lega titla og visar á eina bók á dag allt til toka markaöarins. Kristján Hreinsson Haukur Dór „Ef fyllirísgenið og myndlistargenið eru ekki sama gen- ið þá eru þau náskyld. Að vinna að myndlist er eins konar fíkn. “ BhM) Algjör ástríða aga úr dýragarði er heit- ið á málverkasýningu í Galleríi Fold þar sem Haukur Dór sýnir fjór- tán málverk frá síðustu tveimur árum. Þegar Haukur Dór er spurður um heiti sýningarinnar segir hann: „Það er mikið af dýrum í myndunum mínum og auk þess finnst mér við lifa í hálfgerðum dýra- garði. Þannig er nafnið til komið.“ Afhverju finnst þér við lifa í dýra- garði? „Ég bý við Laugaveginn. Það er ansi líflegt þar þegar seinni nætur- vaktin hefst.“ Hvaða dýr eru þetta? „Þetta eru heimasmíðuð dýr. Ætli þetta séu ekki þau dýr sem ég finn í mannskepnunni. Kvikindi á milli dýrs og manns. Ég hef alltaf verið fíg- úratívur og hef glímt við mannslík- amann alla mína tíð. Stöku sinnum hef ég leyft mér að vera algjörlega abstrakt en það heyrir til undantekn- inga.“ Fyrst og fremst teiknari Hvaðgeturðu sagt mér um litanotk- un þína? „Eg nota liti mjög sparlega. Ég kann ekkert á liti. Ef ég nota liti mik- ið þá fer allt úr skorðum. Ég er fyrst og fremst teiknari, finnst mér. Ég byrjaði að teikna sem barn og man enn þegar ég fann fyrir fyrstu ham- ingjutilfinningunni vegna myndar sem ég teiknaði þegar ég var sex ára gamall. Þetta er svipað og fyrsta fyll- iríið hjá manni. Ef fyllirísgenið og myndlistargenið eru ekki sama gen- ið þá eru þau náskyld. Að vinna að myndlist er eins konar fíkn.“ Ferðu oft á málverkasýningar? „Með árunum hef ég minna gam- an af því að fara á sýningar. Að vísu fæ ég mjög mikið út úr því að fara á góða sýningu. En það er margt gert undir formerkjum myndlistar í dag, sumt mjög skrýtið. Það er mikið um skussa en fólk má gera það sem það vill mín vegna. Ég hef bara takmark- að gaman af því en fordæmi það ekki.“ Get ekki gert neitt annað Hvernigfinnstþér að vera mynd- listarmaður á íslandi? „Það er ekki auðvelt. Ég hóf ferilinn sem keramiker og það gekk mjög vel. En maður varð að sitja skakkur við rennibekkinn og ég þoldi ekki þá stellingu og skemmdi á mér bakið svo ég varð að hætta. Ég hafði alltaf gaman af leirnum og sé dálítið eftir hon- um.“ Þérfinnst samt gaman að mála? „Það koma tímabil þegar ekkert gengur hjá manni og þá er lítið gaman. Svo er þetta tiltölulega ein- manaleg vinna. En ég get ekkert annað. Þetta er algjör ástríða." Rosenberg-rétt- arhöldin hefjast Á þessum degi árið 1951 hófust réttarhöldin yfir Ethel og Julius Ro- senberg í New York. Hjónin voru sökuð um njósnir í þágu Rússa og að hafa komið til þeirra mikilvæg- um kjarnorkuleyndarmálum. Rétt- arhöldin stóðu í rúman mánuð og ollu gríðarlegu umtali og deilum. Hjónin neituðu sök. Vinstrisinnar um allan heim töldu að hjónin hefðu verið ákærð vegna þess að þau voru meðlimir í bandaríska kommúnista- flokknum en Julius hafði á sínum tíma verið rekinn úr vinnu vegna rót- tækra stjórnmálaskoðana sinna. Þrátt fyrir öflug mótmæli voru hjónin fundin sek og dæmd til dauða. Þau voru tekin aflífi í rafmagnsstóln- um árið 1953. Synir þeirra tveir voru settir í fóstur og skrifuðu seinna bók um málið og foreldra sína. Víst þykir að Julius Rosenberg hafi njósnað fyr- ir Rússa en dauðadómurinn var ekki í samræmi við þá dóma sem áður höfðu verið kveðnir upp í njósnamál- um. í Bandaríkjunum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.