blaðið - 06.03.2007, Page 26

blaðið - 06.03.2007, Page 26
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2007 blaöiö Matur og menning Hollur og góður matur er yfirleítt mott- óið og þá er kjúklinga-fajitas [ miklu uppáhaldi. Vert að sjá Kertaarininn áfallegu vetrarkvöldi með heitt kakó og góðan félagsskap. Til dæmis bók, nú eða góða vini. ^ Heilsa íþróttataskan, skór, sokkar, buxur, handklæði, sund buxur, peysa, ólar, heyrnartól, Hydroxi-Cut, vatnsbrúsi og i snyrtitaskan. Dýralíf Er ekki mikið sökum ofnæmis, en ákveðinn villiköttur er samt alltaf að reyna að brjótast inn um gluggann HELGIN? LIUERPOO! Sigurður H. Hjaltason leikari opnar heimili sittfyrir lesendum Blaðsins að þessu sinni. Heimili hans er á besta stað í Kópavogi en þar skín sólin oftar en annars staðar. Það eina sem menn þurfa að varast séu þeir á leið heim til Sígurðar er kræfur villiköttur sem reynir ítrekað að brjótast inn sem og tíma- þjófar sem leynast víðs vegar um íbúðina. „Ef ég geri ekki allt vitlaust, þá er ég ekki Pop.“ lggyPop »Vegvisir að heimili minu Allt small saman á Killer Joe Unnur Ösp Stefánsdóttir, leik- kona og verðandi móðir, stendur í stórræðum þessa dagana. „Helg- in byrjaði ansi vel á fimmtudag- inn með frumsýningu á leikrit- inu Killer Joe í Borgarleikhúsinu. Það small bókstaflega allt saman og við fengum frábærar viðtökur. Eftir það varð að sjálfsögðu visst spennufall. Að sýningu lokinni slógum við upp partíi og þar var mikil gleði og gaman. A laugar- daginn varð annað spennufall þegar gagnrýni á verkið birtist í fjölmiðlum en við fengum einróma lof og 4 stjörnur hvar- vetna. Þess vegna var farið inn í 2. sýningu um kvöldið með gleði í hjarta." Hugleikur Dagsson, rithöfundur Öskruðu í lok forsýningar Legs Hugleikur Dagsson, sem frum- sýnir leikrit sitt Leg næstkomandi fimmtudag, kemur sterkur inn í vikuna með góða helgi að baki. „Á föstudagskvöld fór ég í afmælis- veislu hjá Steini Þorkeli, stjúp- frænda mínum, og það var sko gaman. Á laugardagskvöld ldkti ég á 3. forsýningu á leikriti mínu Legi. Það var einnig mjög gaman. Á sýningunni var nefnilega mikið klappað og mikið hlegið, jafnvel öskrað í lokin og það gladdi mig. Sunnudagskvöldið var svo helgað vídeóklúbbi nokkrum sem ég er í ásamt góðum vinum. í þetta skipti horfðum við á Dark Angel sem og einn þátt úr 1. seríu Star Trek. Það var afbragðsendir á góðri helgi.“ Samfélag og menning Hér er alltaf mlklð stuð og fjör, bæði hvað varðar tónlist og annars konar list, einnig geta menn ef vel er hlustað heyrt fagran söng óma úr sturtuklefanum. Hvenær er hentugast að ferðast Þar sem ég er mikill B-maður og nátthrafn þá myndi ég segja að eftir miðnætti væri hentugasti tíminn. Staðhættir Það er gott að búa í Kópavogi, hér er stutt í allar helstu verslanir og veitingastaði Fjarstýringin Finnur er þjófur af verstu gerð Hættur Sófinn, sjónvarpið og fjarstýringin Finnur, þetta eru tÍB tímaþjófar af allra verstu gerð. * f Hvað þarf að hafa með g d Bjór, einn brandara, trefil í trefla tMI safnið og að sjálfsögðu mikinn hressleika. og her er alltaf gott veður. Staðhættir Það er gott að búa í Kópavogi, hér er stutt í allar helstu verslanir og veitingastaði og hér er alltaf gott veður. Allt um Stínu Kristín Pétursdóttir er alltaf kölluð Stína. Hún getur eytt góðum stundum í bygginga- vöruverslunum, gleðst þegar hún fær gott sushi og dreymir um að stunda líkamsrækt á Netinu. Hvað ertu að gera núna? Ég er að taka upp sumarvörurnar hér í búðinni en ég er verslunarstjóri í Birnu á Skólavörðustíg. Hvaða flík langar þig mest I? Það er ekki erfitt að velja en mig langar í alla sumarlínuna eins og hún leggur sig frá Birnu. Síðan eru nokkrar óraunverulegar fantasíur eins og skór sem nudda á mér lappirnar sem eru ofarlega á óskalistanum Aukahluti? Mig langar alltaf í eyrnalokka en það er einn hængur á þar sem ég er ekki með göt í eyrunum. Annars er ég alltaf sjúk í töskur og belti og skó. Hvernlg lætur þú gott af þér leiða? Með því að vera jákvæð og hrósa fólki. Síðan gef ég líka alltaf ákveðna upphæð í góðgerðastörf í hverjum mánuði. Hvað er mest áberandi i fata- skápnum? Plássleysi, plássleysi, plássleysi og svo auðvitað föt frá Birnu. Uppáhaldsverslanir? Mér finnst mest gaman að fara í hús- gagna- og byggingavöruverslanir og góðar marvöruverslanir eru líka í uppáhaldi. Netverslanir? Finnst mér æðislegar og ég versla á Net- inu ef ég get. Ég versla þar til dæmis allar snyrtivörur, það er alger lúxus. það vantar bara alvöru matvöruverslun á Netið og síðan online-líkamsrækt. Ertu með ör? Já, ég er með stórt ör á maganum sem hefur fylgt mér nánast alla æfi. Annars er ég öll í örum frá barnæsku af því að mér fannst þara gaman að klifra og vera úti. Fegurðarráð? Brosa, drekka mikið vatn og borða hollan mat. Taka vítamín og verja alltaf húðina fyrir sól og kulda. Uppáhaldsveitingastaður? Rauöa húsið á Eyrabakka er frábært fyrir humar og huggulegheit. Argentína fyrir góða steik. Nonni reddar alltaf málunum á tímum þegar allt annað er lokað. Síðan er hægt að draga mig á alla staði sem bjóða upp á gott sushi. Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna? Ég spila aðallega róiega og auðvelda tónlist í vinnunni en annars er ég persónu- lega föst í tónlist sem ég hlustaði á fyrir rúmlega 10 árum. Það er smá nostalgía í gangi, allt frá triphoppi upp í algert popp. Uppáhaldsstaður í Reykjavík? Vesturbærinn eins og hann leggur sig. Hvaða bókum mælir þú með? Hljóðbókum, alger snilld, hægt að gera allt sem maður þarf að gera á meðan „lesið er“. Uppáhaldshlutur? Taskan mín. Ég fer ekkert án hennar og hún er svo stór að ég gæti búið í henni. Hvað hrósar fólk þér oftast fyrir? f vinnunni er mér oft hrósað fyrir góða þjónustu en vinir mínir segja að það sé mjög gott að trúa mér fyrir leyndarmálum. Hverju hefur þú áhuga á? Fyrir utan fylgihluti og fasteignir þá hef ég mestan áhuga á vinum mínum og fjöl- skyldu og mannlegum samskiptum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.