blaðið - 10.03.2007, Side 14

blaðið - 10.03.2007, Side 14
LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Launin þín og mín Á sumum vinnustöðum þurfa starfsmenn að skrifa undir loforð þess efnis í ráðningarsamningi að þeir gefi ekki upp laun sín við aðra starfs- menn. Þess konar launaleynd ýtir undir leiðindi og óróa á vinnustöðum en ekki afnám launaleyndar, eins og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt fram í Blaðinu í gær að. Að vísu vilja margir atvinnurekendur hafa þessa launaleynd til þess að halda niðri launum og láta fólk halda að það sé betur statt í launastiganum heldur en starfsmaðurinn við hliðina. Með launaleynd er nefnilega ekki síður verið að halda niðri launum en að mismuna fólki í sömu störfum. Það er staðreynd að kona sem kemur í starfsviðtal biður um 30% lægri laun en karlmaður. Þessu verða auðvitað konur sjálfar að breyta og gera hærri launakröfur þegar þær ráða sig til starfa á nýjum vettvangi. Öðru- vísi ná þær ekki sömu launum og karlar fyrir sömu störf. Með því að af- nema launaleynd atvinnurekanda gæti orðið breyting á. Það veltur þó fyrst og fremst á því að karlarnir vilji segja konunum hvað þeir hafi í laun. Frekar ólíklegt reyndar! Eftir því sem haft var eftir Bjarnheiði Gautadóttur, lögfræðingi hjá félags- málaráðuneytinu, í Blaðinu í gær er ekki verið að opna launabókhaldið ef þessi nýju lög komast til framkvæmda heldur verði þá ekki hægt að banna launamanni að greina frá því hvað hann hafi í laun. „Launamönnum er þó heimilt að halda sínum launum út af fyrir sig,“ sagði lögfræðingurinn. Fólki er það sem sagt í sjálfsvald sett hvort það skýri öðrum frá launum sínum og það er í rauninni ágætt. Það er jafnan farsælast að fólk ráði sér sjálft en fái ekki einhver boð og bönn frá stjórnmálamönnum yfir sig. Hitt er fínt að atvinnurekendur geti ekki þvingað fólk til launaleyndar því það er slæm þróun. Það er ánægjulegt að Jón Kristjánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hafi skipað nefnd sl. sumar til að endurskoða jafnréttislögin og að þessi nefnd hafi nú lokið starfi sínu. Að vísu fer þetta jafnréttisfrumvarp ekki fyrir Alþingi á þessu vori sem er auðvitað enn eitt platið. Framsóknar- flokkurinn ætlar sér að öllum líkindum að nota þetta frumvarp til að ná sér í nokkur atkvæði í vor með loforð um jafnrétti í einu og öllu upp á vasann. Kjósendur sjá í gegnum slíkt. Framsóknarflokkurinn gæti fremur veitt nokkur atkvæði með því að koma þessu frumvarpi í gegn strax. Það yrði plús fyrir flokkinn. Konur eru duglegar um þessar mundir að láta í sér heyra, hvort sem þær kalla sig femínista eða jafnréttissinna. Konur eiga heldur ekki að sætta sig við 30% lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu, séu þær með sambærilega menntun, jafnlangan starfsferil og vinni jafnlangan vinnudag. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði á blaðamannafundi að launa- munur á milli karla og kvenna væri núna 15,7% og sagðist hún vona að hann yrði horfinn innan tíu ára. Það er allt of langur tími. Konur ætla ekki að bíða svo lengi og munu án efa halda áfram að láta í sér heyra um þessi mál á næstunni. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefur unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana PENZIM KtjtntfMintf <A\ WlTMAli KA WHA PHNZItd i ... ■‘9Sks PENZIM i.nnoK wiih .au uiuui nvn « Aívnvr MAKIVI CKZVWK I PENZIM PENZIM er hrein, tær og litarlaus náttúruvara byggð a vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndursem geta smitað ogeyðilagi flíkur eða rúmföt. Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is 14 blaAid §TT1NG1ÍÍM\JR I I/ >U ERT CT&ÍW Svo .V nv fiLLAn MiSSkiLMí\16- 5KAL H, KoLgEiws 'a Aí> / WNPTEXTA PR VE/ti-P VDÁ T/L GoVZAr OtKoMU ViNSTKi-Gil/ENNA 'i HA \CaHUUNUM. Vér landlausir og þjóðlendufarsinn Þjóðlendulög voru samþykkt árið 1998 og síðan þá hefur samfélagið kostað til hundruðum milljóna í flókin og erfið réttarhöld um eign- arhald á landi á íslandi. Einsdæmi mun vera í vestrænu lýðræðisríki að gengið sé með þessum hætti skipulega fram í þjóðnýtingu og vé- fengingu eignarréttar. Mannréttindabrot og ófriðarvilji Þeir menn eru til sem halda að flan þetta sé til hagsbóta fyrir okkur meirihluta landsmanna sem ekkert land eigum. Ekkert er fjær sanni. Vér landlausir verðum það jafnt sem áður þótt svo að ríkið skelli hrammi síns eignarhalds yfir. Fólk sem gengur með grillur um að rík- iseign sé eign þjóðarinnar hefur að líkindum lesið yfir sig af Maó Tse- tung eða öðrum óhroða pólitískra bókmennta. Það er aftur á móti okkur öllum borgurum þessa lands, bæði land- eigendum og landlausum, áhyggju- efni þegar ríkisvaldið virðir ekki ágreiningslaust eignarhald manna á þinglýstum eignum. í sumum til- vikum eignir sem sama riki eða for- veri þess í Kaupmannahöfn seldi íslenskri alþýðu. Það skilur raunar milli þeirra landa þar sem ríkir hagvöxtur og velsæld og hinna þar sem það gerir það ekki að mannréttindi eru þar yfirleitt í góðu fari. Grundvallar- atriði þessara mannréttinda og kannski það mikilvægasta fyrir við- gang hagkerfisins er virðing fyrir eignarrétti og vilji stjórnvalda til að halda frið við þegna sína. Það er vissulega svo um allt eignar- hald og yfirleitt öll réttindi manna að þau má draga í efa. Sjálfur lúri ég miklu af margskonar lausafé sem ég get engan veginn fært sönnur á að ég eigi með réttu. Sama gildir til dæmis um lóðaréttindi í þéttbýl- iskjörnum landsins, þau eru mörg harla óviss. Forverum okkar á þessum lóðum var bent á að byggja hér eða þar og fengu að stika út skika af ekki mikilli nákvæmni. Ef Bjarni Harðarson menn vilja þá gætu þeir fyrirskipað öllum lóðareigendum að láta reyna á sín í milli með illskeyttum mála- ferlum og leiðindum hvar hin rétta lína er. En það hefði engan tilgang. Ekki meðan friður ríkir. Líkt er með þjóðlendurnar. En aðeins meira um hag okkar hinna landlausu. Hagsmunir okkar landlausra Fyrir utan að eiga litla lóð á Sel- fossi er ég einn hinna landlausu íslendinga. A mér ekki einu sinni arfs von í þeim efnum. Og við erum í miklum meirihluta þó að það færist vissulega í vöxt að ríkir þétt- býlisbúar kaupi sér jarðir. Og við landlausir eigum svo sannarlega hagsmuni gagnvart landinu sem skerpa þarf á. I dag er staðan sú að fjölmargir landeigendur leyfa sér að loka fyrir umferð almennings um lönd sín. Gamlar þjóðleiðir eru eyðilagðar, klofa þarfyfir rafmagnsgirðingar til að ganga á þekkta fjallatoppa og ár- bakkar eru eyðilagðir með óbrúðum framræsluskurðum. Merkir sögu- staðir eru afgirtir og eina merking þeirra er nöturlegt skilti þar sem á stendur: Allur aðgangur bannaður. Svo kuldalegar kveðjur til útivistarf- ólks og ferðalanga eru alls ekki al- gild regla en alltof algengar. Þetta sést á löndum bæði heimamanna og burtfluttra, nýríkra jarðeigenda og þetta sést meira að segja í löndum sem eru í eigu ríkisins og stofn- ana þess. Þar er okkur lítil hjálp í „þjóðareigninni". Þeim milljarði sem eytt er í þjóð- lendumálin hefði mikið betur verið varið í að skýra og skilgreina þau hagsmunamál sem hér eru nefnd. Þá vantar enn gríðarlega mikið á að fyrir liggi skilgreiningar á því hvaða slóðar í óræktarlandi á ís- landi eru heimilir vélknúnum öku- tækjum og hverjir þeirra eru það ekki. Meðan mokað er hundruðum milljóna í þjóðlendumál fást örfáir þúsundkallar til þess að koma upp stígum og bæta aðgengi á vinsælum stöðum. Svo mætti lengi telja hin raunverulegu hagsmunamál okkar landleysingjanna. Höfundur er frambjóðandi á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, landlaus útivistarmaður og bóksali. Klippt & skorið Djuiyuii»un 1 1 • ; - M Auglýsingar eru oft og tíðum jafn kostu- legarog þær erufáránlegar. Ríkasti íslend- ingurinn Björgólfur Þór Björgólfsson ræðst á stjórnvöld fyrirhaftastefnu þá er kynnt var á dögunum. Mikill vill meira og klippari man ekki til þess að hann hafi þakkað neitt sér- staklega fyrir ríflegar skattalækk- anir á fyrirtæki hérlendis undanfarin ár né heldur þakkir til stjómvalda fyrirað skapa þvílíkar kjörað- stæðurfyrirreksturþeirra hérá landiað ísland ber af öðrum þjóðum hvað það snertir. Mörg fyrirtæki hans hérá landi hafanotið góðs af og gert honum kleift að safna saman þeim mikla auði sem hann nú á. Hótanir hans um að hverfa með fyrirtæki sín af landi brott fái hann ekki sínu framgengt bera vott um bamalegan hroka. Hroka sem sæmir ekki manni sem á meira fé á bankabók sinni en margar þriðja heims þjóðir. Síðasta útspilið í harðri rimmu þeirra sem eru með eða á móti stækkun álversins í Straumsvík er oþnun sérstakrar upplýs- ingamiðstöðvar af hálfu Alcan (verslunarmið- stöð þeirri er Fjörður kallast. Auglýsir álrisinn ennfremur að almenningi bjóðist að skoða álverið í fylgd á fimmtudögum og laugardögum. Hljómar auglýs-| ingin á þá leið að fólk sé velkomið í skoðunarferð um BETRA ÁLVER. | Undrast klippari þessa yfirlýsingu þar sem fram hafa stigið að undanförnu hver fræðingurinn af fætur öðrum að lýsa þvi yfir að álverið í Straumsvík sé fyrsta flokks að öllu leyti. Aðstaða góð og örugg fyrir starfsfólk, ítarlegri mengunarvarnir en kröfur séu gerðar um og ekk- ert geti betur farið. Nema nú er talað um betra álver? Er núverandi álverþá aðeins sæmilegt? Er það ekki lengur fyrsta flokks? Skrifandi um auglýsingar þá er margt kostulegt sem leynist í hinum og þessum auglýsingunum sé vel að gáð. Auglýsing ein um nýtt kaffi hér á mark- aði hefur sést víða í blöðum. Er það náttúru- ræktað eins og það er kallað og þykir móðins í dag. Hitt vekur hins vegar athygli að í litla letr- i inu í auglýsingunni um kaffiö k| segir: Búgarðurinn okkar, Car- — men býlið, hefur hlotið viður- kenninguna ECO-OK frá samtökum um vernd regnskóga í New York. Nú eru klippari áhuga- maður um bæði kaffirækt og regnskóga og þekkir örlítið til í New York en sé regnskógur þar er um stórmerk vísindaleg tíðindi að ræða. albert@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.