blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 blaðið rHVAÐ Birtist stillimyndin ef farið er með FIT^NST símann utan þjónustusvæðis? folk@bladid.net ÞER? „ Nei, reyndar ekki, en það er góð hugmynd. Utan þjónustusvæðis nærðu einfaldlega engu sjónvarpi í símann. Það er bara svo mikil ferð á Vodafone að orðið stillimynd finnst ekki i okkar orðabók." * - f Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Vodafone ■•ssr Vodafone boðaði í dag nýja tækni sem gerir notendum kleift að horfa á fréttir frá Sky-sjónvarpsstöðinni og allt fréttatengt efni Stöðvar 2 í GSM símum sínum. HEYRST HEP"3 FÉLAGSMÁLARÁÐ- HERRA fékk aðsvif í pontu Alþingis á dögunum. Hann fékk aðstoð þingmanna við að jafna sig og spurði Siv Friðleifs- dóttir hann hvað 2+2 væru til að athuga ástand hans. Svaraði hann kankvíslega „sex“ og varð mönnum þá ljóst að toppstykkið var í lagi, að minnsta kosti húmor- inn. Annars segja gárungar fram- sóknarmenn vonsvikna yfir því að Siv hafi ekki spurt hann hver hann væri, því þá hefði hann getað sagst vera forsætisráðherra... BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSONer sem stendur í 249. sæti Forbes listans yfir auðugustu menn heims. Hann er kom- inn upp fyrir sjálfan Donald Trump, sem lengi hefur verið holdgervingur og ímynd bandaríska auðjöfursins, en hann situr í 314. sæti. Björgólfur er holdgervingur og imynd hins islenska auðjöfurs en hvort honum hugnist að reka menn úr raunveruleikasjónvarpi og hneigist til skallayfirgreiðslu, likt og Trump, verður tíminn að leiða i ljós... FORSETIÍSLANDS mætir á margar frumsýningar leikhúsanna. Slíkt fylgir jú starfinu. Ólafur mætir gjarnan með þeim síðustu inn í salinn og labbar sem leið liggur virðulega að fremsta bekk þar sem hann situr oft- ast. Hins vegar, að sýningum loknum, þegar allir standa upp og ryðjast að íslenskum hætti í átt að hurðinni, er fátt annað í stöð- unni fyrir Ólaf en að troðast vandræða- lega með almúg- anum.. Plokkfiskur hjá Papamug Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Örn Elías Guðmundsson, eða Mugi- son, heldur árlega tónlistarhátíð á ísafirði um páskana. Hún heitir Aldrei fór ég suður og skartar fleiri hljómsveitum og stærra húsnæði en nokkru sinni áður en þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin. Blaðið heyrði í piltinum. „Þetta er allt að smella hjá okkur. Það er komin staðsetning á tónleik- ana, við verðum á bryggjunni. Við fengum brettaverksmiðju til að hýsa okkur og staðurinn verður stærri en áður og útsýnið betra. Þetta er mjög flott og rómantískt.“ Færri hljómsveitir komast að en vilja. Er erfitt að velja oghafna? „Já, þetta er svakalegt. Við erum búnir að bóka 33 bönd en okkur berast enn fyrirspurnir. Samtals hafa um 80-90 bönd sótt um. Við brugðum á það ráð að safna öllum tóndæmum í einn graut og síðan gekk fjögurra manna nefnd í að hlusta á allt draslið og velja úr. Það er hellingur á listanum sem við vildum hafa með en það er bara ekki pláss, því miður. Aðalnúm- erið verður BG og Ingibjörg að sjálf- sögðu. Síðan flutti bæjarstjórinn í Bolungarvík inn til landsins hljóm- sveitina Blonde Redhead sem spilar líka fyrir sunnan. Honum tókst að ljúga þau vestur einhvern veginn sem kemur okkur mjög vel. Þetta er þrusuband." „Annars mælist ég til þess að fólk finni gamlar frænkur og fyrrverandi hjá- svæfur til þess að hýsa sig. Það hafa allir gott afþví að koma vestur." Fœr þá hver hljómsveit knappari tíma til að athafna sig? „Nei, það er nú ekki svo. Við ákváðum að hafa tvö kvöld í stað eins langs dags. Við byrjum um 8- 9 leytið á föstudagskvöldinu langa eftir að liðið hefur fengið sér plokk- fisk hjá Papamug. Það er betra að djamma eftir að hafa fengið sér eitthvað heitt í mallakútinn. Síðan heldur veislan áfram daginn eftir“ sagði Mugison. Er hægt að áœtla um fjölda gesta? „Úff, ég veit ekki. Ég hvet bara sem flesta til að koma. Það er kannski óábyrgt af mér en það fer hver að verða síðastur að útvega gistingu á hótelum og slíkt. Annars mælist ég til þess að fólk finni gamlar frænkur og fyrrverandi hjásvæfur til þess að hýsa sig. Það hafa allir gott af því að koma vestur.“ Mugison hefur einnig verið viðr- iðinn kvikmyndatónlist að undan- förnu. En er plata vœntanleg? „Já, já. Ég er reyndar í þessum töl- uðu orðum að kaupa efni til að flota gólfið í bílskúrnum en þar er ég að smíða mér hljóðver. Annars hef ég verið að vinna plötu allt síðasta ár og þetta ár líka. Ég nýt samvinnu Hadda, Guðna, Péturs Hallgríms og Davíðs Þórs, snillings sem spilar á allt með nótnaborði. Síðan fer ég til Memphis eftir mánuð í pílagríms- ferð til að taka upp gospelkór en ég tek græjurnar með ef maður skyldi rekast á flotta karla til að djamma með. Ég hlakkar til að heyra hana í heild sinni, held hún sé fjölbreytt og fín. Þetta er svona tónlist sem hægt er að rúnta með og eitthvað hægt að dansa við. Síðan er líka hægt að hella sig blindfullan og grenja eitt- hvað líka. Þá er ég að vinna með leikstjóra Motorcycle Diaries, Walt- ers Salles, að nýrri heimildarmynd. Reyndar hef ég ekki heyrt í honum í tvær vikur þannig að hann gæti verið búinn að reka mig!“ BLOGGARINN... Óhamingjusama klámstjarnan... „... eftir að klámferli lýkur kemur oftast íljós að hamingjusama klámstjarnan var ekki svo hamingjusöm eftir allt saman. Það sem leiðir til þess að þessi leið er fetuð eru ytri aðstæður, þættir eins og fíkniefnaneysla, kyn- ferðisofbeldi, erfiðar uppeld- isaðstæður auk annara atriða. (...) Hér í lokin eru tölur úr alþjóðlegum rannsóknum: 65 - 90% kvenna fklámiðnaði hafa verið kynferðis- lega misnotaðar. 90% kvenna í klámiðnaði glíma við eiturlyfja- fikn. Ekki er allt sem sýnist." Ösp Árnadóttir truno.blog.is ... rökvilla kvenna- hreyfingar... „[...] Rökvilluna kýs ég að kalla rökvillu vandræöalega spámannsins. 1: Hlutur X sem eitt sinn þótti ótækur og fáránlegur þykir i dag sjálfsagður hlutur. 2: Hlutur Y þykir i dag ótækur og fáránlegur hlutur. 3: Þeir sem stóðu gegn framgangi X þykja í dag kjánalegir; þeir hafa tapað. 4: HluturX og Y tengjast á einhvern hátt. Afþvíieiðir: a: Hlutur Y mun iframtið- inni þykja sjálfsagður hlutur b: Þeirsem standa gegn Y munu þykja kjánalegir í framtiðinni. Hér vil ég þó tiltaka eitt dæmi þar sem þetta erað sönnu rökvilla eða órökKrafa íslenskrar kvenna- hreyfingar nútímans um stjórnar- skrárbindingu jafns hlutfalls karla og kvenna á Alþingi gæti þótt jafnsjálf- sögð upp úr næstu alda- mótum og kosninga- réttur kvenna þykir í dag. Og hvað ætli hafi þá orðið um klámið?" Gylfi Ólafsson wwwxj^Lf^ ... kjötklónun „Já, það verður skrítið að borða klónað kjöt innan tíðar. Bandarisk stjórnvöld sögðu idesemberað hættulaust væri að neita kjöts og mjólkur innræktaða dýra. Mérfinnst það hálfóhugnanlegt að hugsa til þess að fara að borða klónað dýr og drekka mjólk. Þetta verður senniiega framtíðin að fólk fari að borða klónað- an mat. Það verður skrítið að fara á skyndibitastað og biðja um klónaðan ostborgara og franskar. Hvað finnst ykkur um þetta?" Kristln Katla katlaa.blog.is MiLriA i'm/al af hoílci icknm r\nr t/innnfafnaAÍS Síðumúli 13 sími 5682878 www.praxis.is Auglýsingasíminn er Su doku 4 6 7 2 9 1 7 6 2 1 3 5 4 7 9 8 2 6 6 5 7 2 1 9 5 4 3 5 4 6 2 7 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftirJim Unger Þetta er doktor Burkni, sérfræðingur okkar í hitabeltissjúkdómum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.