blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 blaðið gfSH.j; Á tuttugustu öld urðu miklar og örar breytingar á búsetuháttum þjóðarinnar. í byrjun aldar- innar bjuggu flestir íslendingar í dreifbýli en í lok aldarinnar höfðu þeir nær allir safnast fyrir í þéttbýli. Meirihluti þjóðarinnar býr nú á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og því má með nokkuð góðum rökum haJda þvífram að flestir íslendingar hafi hreint malbik í æðunt og séu btinir að missa öll tengsl við tslenska sveita- menningtt. Eða Jtvað? Blaðið spurði fintm borgarbörtt hvort þau hefðu verið í sveit og hefðtt einhverja reynslu af hefð- bundntim sveitastörfum. Birna Þórðardóttir, fylgdarmær og miðborgarunnandi Mynd/Brynjar Oauti mjolka Lærði snemma að Ég ólst upp í litlu þorpi út á landi og lærði snemma að mjólka kýr og sinna helstu störfum sem unnin eru til sveita. Reyndar vann ég miklu meira í fiski en við sveitastörf en kynntist þó flestum hliðum landbúnaðarins. Dýr voru eðlilegur hluti lífsins, það var jafn eðlilegt að vera innan um þau eins og að borða þau. Maður tengd- ist dýrum á allt annan hátt í sveitinni, þetta var ekki líkamlegt samband eins og verður stundum á mölinni þegar fólk teng- ist gæludýrum sínum. Kálfurinn var alinn í stuttan tíma í sveitinni og svo hékk hann dauður á snúrustaurnum nokkru siðar. Maður kippti sér ekkert upp við það. Það þarf mikla þekkingu til þess að sinna bústörfum almennilega og við höfum frábæra bændur í þessu landi. Ég myndi ekki treysta mér til að etja kappi við þá í dag enda er ég orðin svo mikil miðbæjarrotta, hvort sem um er að ræða hér í Reykjavík eða Róm. En ég er tilbúin til þess að borga meira fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og kæri mig ekki um verksmiðjuframleiðslu á mat eða erfðabreyttar landbúnaðar- vörur. Mér finnst skipta miklu máli að þær góðu tilraunir sem bændur eru að gera hér til að framleiða góða vöru séu metnar að verðleikum. Komst til manns í sveitinni Fimm ára gamall fór ég í sveit á Rauðanesi á Mýrum og kom þaðan aftur 12 ára með stuttum skólahléum í borginni. Þar lærði ég að reyta dún, veiða lunda, verka sel, ganga til kinda, mjólka kýr og vitja um laxanet. Hafi ég á annað borð komist til sæmilegs manns, sem ekki eru reyndar allir sammála um, þá er það þeim góðu Framsóknarmönnum, sem kenndu mér til verka í sveitinni, að þakka Ég bý í Reykjavík en gæti svo sannarlega hugsað mér að búa í sveit og útiloka ekki að ég muni gera það einhvern tímann í framtíð- inni. Ég tel sjálfan mig vera hálfgerðan sveita- mann, eru ekki allir Islendingar sveitamenn í sér að einhverju leyti? Allavega er ég af bændum og landbúnaðarverkafólki kominn og lít á mig sem Dýrfirðing, enda á ég ættir að rekja þangað og fer árlega í heimsókn á gamlar heimaslóðir. Starfs míns vegna ferðast ég mikið um landið og hef því heimsótt flestar sveitir þess. Uppáhaldsstaðurinn minn á landinu er þó Keldudalur í Dýrafirði en þaðan er obbinn af mínum genum. Það er líka skemmst frá því að segja að það er fallegasti staður landsins. Sveitastelpa að hluta Ég hef gríðarlega reynslu af sveitamennsku þar sem ég var alltaf í sveit þegar ég var krakki. Amma og afi bjuggu á Byggðarholti í Flóa þótt ég hafi reyndar ekki verið í sveit þar sumar- langt. Ég dvaldist hins vegar sumarlangt á Kirkjubóli í Steingrímsfirði og á Víðum og Máskoti í Reykjardal fyrir norðan. Þar var ég yfirleitt yfir allt sumarið og þó ég hafi bara verið krakki vann ég öll sveitaverkin, lærði til dæmis að rýja og sækja eggin, reka kindurnar og fleira í þeim dúr. Verkefnin sem ég sinnti tengdust aðallega kindum en ég lærði þó líka að umgangast beljur og fleira hjá ömmu minni og afa, þannig að það má segja að ég hafi mikla reynslu af sveitastörfum. Ég bý í borginni en myndi segja að ég væri að hluta til sveitastelpa. Ég segi stundum að ef ég væri ekki söngkona væri ég innanhúss- arkitekt. En ef ég væri ekki innanhússarkitekt væri ég örugglega bóndakona. Ég á alltaf eftir að eiga afdrep, og á afdrep, í litlum sveitabæ fyrir norðan ásamt fjölskyldu minni. Mér þykir ákaflega vænt um það og fyrir mitt ley ti má íslenskt sumar ekki líða án þess að ég fari eitthvað út í sveit og njóti íslenskrar náttúru. Góður og gegn framsóknarmaður Eins og góðum og gegnum framsóknar- mönnum sæmir hef ég verið í sveit. Ég hef bæði dvalist á hefðbundnum bóndabæ og eins hef ég starfað í félagsheimili úti í sveit. Þetta var á Vestfjörðum og síðan í Húnavatnssýsl- unni. Að auki hef ég starfað sem dýrahirðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þannig að ég hef unnið sveitastörf bæði í sveit og borg. En þó svo að ég hafi búið á sínum tíma úti á landi þá hef ég reyndar aldrei verið búsettur í sveit. Þegar ég dvaldist í sveit fór ég í öll störf tengd sveitamennskunni, en þar voru kindur, hestar og hænsni. Reyndar var ég ekki mjög gagnlegur að því að ég var alfarið andsnúinn þeim störfum sem fóru fram í sláturhúsum og því var sláturtíminn ekki minn uppáhalds- tími. Mér fannst sannarlega ekki skemmtileg sjón að sjá fulla pallbíla fara með lömbin og þótti það vera sísti hlutinn af þessu. Ég held að ég geti óhikað sagt að ég sé að vissu leyti sveitamaður í mér og held reyndar að við séum það öll. Mér finnst stórkostlegt að komast í sveitina og á mér draum eins og örugglega margir aðrir um að geta með ein- hverjum hætti átt athvarf í sveitinni seinna. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi: Kann best við mig í borginni Já, ég var í sveit öll sumur í æsku minni. Þegar ég var lítill strákur var ég fyrst um sinn á sumrin hjá frændfólki á Snorrastöðum og síðar var ég hjá venslalausum í Þórukoti í Víðidal. Og að sjálfsögðu gekk ég í öll verk sem þurfti að vinna í sveitinni, en þau verk urðu alltaf stærri og meiri eftir því sem ég varð stærri og meiri sjálfur. Þá er ég að tala um verk á borð við það að reka beljurnar yfir í það að gera allt sem gera þurfti í fjósinu og stunda heyskap. Ég get þó ekki sagt að ég líti sérstaklega á mig sem sveitastrák. Þó tek ég fram að mér finnst alltaf gott að koma í sveitina. Ég kann alltaf best við mig í borginni þar sem ég bý og starfa en held ég búi að því að hafa dvalist í sveit. Það er alveg nauðsynlegt að hafa prófað hvort tveggja, sveitasæluna og borgarlífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.