blaðið - 10.03.2007, Síða 38

blaðið - 10.03.2007, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 blaðið Spaugstofan hefur verið með vinsælustu þáttum landsins undanfarin ár þráttfyrir að hafa verið sýnd í rúmlega tuttugu ár. Randver Þorláksson er einn afþessum mætu mönnum sem hefur séð um að skemmta þjóðinni á laug- ardagskvöldum í öll þessi ár. Að sama skapi hló Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir dátt þegar hún ræddi við Ran- dver um ástina, leiklistina og lífið sjálft. tlimérhafiekki alltaf langað til að verða leik- ari? Ég er að minnsta kosti búinn að vera leikari síðan árið 1970 þótt ég muni svo sem ekki eftir að það hafi verið æskudraumur. Faðir minn vann í Þjóðleikhúsinu og ég var mikið þar. Svo lék ég í einhverjum skólaleikritum í gamla daga og líklega hef ég fengið áhuga á leiklist smátt og smátt. Þetta varð eitthvað sem ég ákvað að gera og ég fór í leiklistarskóla árið 1967 en þá var ég nýkominn frá Bandaríkj- unum sem skiptinemi. Þetta var á þeim árum sem Þjóðleikhúsið rak leiklistarskóla." Gaman að vinna i leikhúsi Randver á góðar minningar frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, enda segir hann skólann hafa verið ágætan og kennarana skemmtilega. „Ég minnist þessa tíma með gleði enda ánægjuleg dvöl. Þetta var mis- jafnlega erfiður tími og misjafnt hvað var erfitt og hvað ekki en þetta tók á. í þá daga var skólinn eftirmið- dagsskóli, hann hófst um miðjan dag og stóð til átta á kvöldin. Við lékum líka í sýningum í Þjóðleik- húsinu sem aukaleikarar," segir Ran- dver og rifjar upp að sennilega hafi hann leikið á milli 150-200 hlutverk í Þjóðleikhúsinu um ævina. „Það er fyrir utan vinnu mína í sjónvarpi, bíómyndum og útvarpi. Það er nú ekkert eitt hlutverk sem stendur upp úr, enda er ég ekki einn af þeim sem held sérstaklega upp á eitthvað fremur en annað. Mér finnst gaman að vinna í leikhúsi og hefur alltaf þótt. Auðvitað eru verkefnin misjöfn en oftast nær er þetta mjög skemmti- leg vinna. Ég á mér draumahlutverk en það er sennilega orðið of seint að leika það núna en það er hlutverk ungs og sjarmerandi manns,“ segir Randver og hlær. Mikið af hæfileikafólki gefst upp Randver hefur verið í leiklistinni í tæplega fjörutíu ár og segir að ansi margt hafa breyst á þessum tíma. ,Ég held að það sé erfiðara að vera leikari í dag en það var áður. Fólk þarf fyrst og fremst að komast á svið til að sýna sig og því miður hefur það reynst mörgum erfitt. Ég er hræddur um að mikið af hæfileika- ríku fólki hafi gefist upp. Samt sem áður eru fleiri leikhús starfandi og það er verið að leika viðs vegar um landið auk þess sem sviðum í Þjóð- leikhúsinu hefur fjölgað. Markaður- inn hefur því stækkað talsvert en það hefur líka fjölgað gríðarlega mikið í stéttinni. Það hefur lítið verið gert fyrir leikara í sjónvarpi, það hefur verið lítið leikið efni en ég ætla að vona að það lagist við þessa nýju breytingu sem hefur orðið þar. Útvarpsleikhúsið hefur verið starf- rækt auk þess sem leikarar vinna við talsetningar og lestur í auglýsingum. Það er því víða leitað fanga en sann- leikurinn er sá að störfin eru of fá fyrir svona marga leikara. Sem er synd því við eigum gríðarlega mikið af ungu hæfileikafólki og ég er stoltur af því hvað leiklistardeildin framleiðir mikið af góðu fólki." Kannski heppni Aðspurður hver sé galdurinn við að eiga farsælan fjörutíu ára feril að baki segist Randver hreinlega ekki vita það. „Ætli maður hafi ekki reynt að gera það sem maður getur og reynt að gera það eins vel og maður getur. Ég held að það ásamt því að starfa af einlægni og vera duglegur við vinnuna skili þessum árangri. Ég get ekki ímyndað mér að það sé annað. Án þess að ég viti það, „Ætli maður hafi ekki reynt að gera það sem maður getur og reynt að gera það eins vel og maður getur. Ég held að það ásamt því að starfa afeinlægni og vera duglegur við vinnuna skili þessum árangri." kannski er þetta bara heppni. Það skiptir oft máli að vera á réttum stað á réttum tíma,“ segir Randver sem á erfitt með að velja á milli hvort sé skemmtilegra, útvarpið, sviðið eða sjónvarpið. „Mér þykir voða- lega vænt um útvarpið og þykir það skemmtilegur miðill. Ég vann tals- vert á Rás 1, fjallaði um óperur, söng- leiki og annað slíkt auk þess sem ég var einn af stofnendum Klassík FM þar sem spiluð var klassísk tónlist. Mér finnst gaman að þessu öllu og tek ekkert fram yfir annað.“ Launin ekki nógu há Randver hefur alltaf látið kjör leikara sig varða, hefur margsinnis verið í stjórn Félags íslenskra leikara og unnið mikið í félagsmálum leik- ara. Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem formaður félagsins en í félaginu eru auk leikara dansarar, söngvarar og leikmynda- og bún- ingahöfundar. „Þetta er 430 manna félag en meirihluti félagsmanna eru leikarar. Félag íslenskra leikara sér til dæmis um samningagerð, enda er þetta stéttarfélag. Staðreyndin er að laun leikara hafa aldrei verið nógu há. Þetta er vinna sem fólk vinnur þegar aðrir eiga frí og það segir sig sjálft að það er mikið álag að vera leikari. Hver maður sem horfir á leiksýningu getur séð að það þarf að leggja mikið á sig við vinnuna. Sú vinna hefur að sumu leyti ekki verið metin til fjár. 1 félaginu reynum við að berjast fyrir því að ná bættum kjörum og þetta á ekki bara við leikhúsin heldur vinnu við kvikmyndir, sjónvarp og annað slíkt.“ Hógværir menn Talið berst fljótt að Spaugstofunni en sá þáttur hefur verið í loftinu nær óslitið frá árinu 1986 og Randver segir að enginn þeirra hafi búist við því. „Þetta er með ólíkindum og þáttur númer 300 verður gerður innan nokkurra vikna. Ég man satt að segja ekki alveg hvernig þetta byrj- aði en ég, Karl Agúst Úlfsson, Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) vorum beðnir um að gera fjóra þætti fyrir Lambafile Hafðu það Ijúft um helgina ICJÖT Opiðvirkadagafrákll0-19 Laugardaga frákl 11 -17 Grensásvegi48 gallerikjot.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.