blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007
blaöiö
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árogdagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Árið 2050
Hvert verður helsta viðfangsefni stjórnmálanna árið 2050? Það er
ekki auðvelt að svara þessari spurningu en þvi miður þá er afar lik-
legt að það verði umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsbreytingar
tengdar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum. Vissulega eru umhverf-
ismál í umræðunni í dag en þau eru langt frá því að vera efst á baugi
stjórnmálanna. Sérstaklega þegar þau eru skoðuð á heimsvísu. Vand-
inn felst einmitt í því að loftslagsbreytingarnar og gróðurhúsaáhrifin
eru heimsvandamál. Gróðurhúsaáhrifin hafa ekki bara áhrif á líf íbúa
í Lúxemborg. Þau virða engin landamæri þó áhrifin geti orðið mismun-
andi eftir svæðum heims.
í nýlegri skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna er því spáð að
við lok aldarinnar verði meðalhitastig jarðar 1,8 til 4 gráðum á Celsius
hærra en það er í dag. Ef spáin gengur eftir þá verður þetta mesta hlý-
indaskeið jarðarinnar í 125 þúsund ár. Þessar loftslagsbreytingar munu
hafa gríðarlega mikil hnattræn áhrif. Því er meðal annars spáð að yfir-
borð sjávar kunni að hækka um tæpan hálfan metra á næstu 93 árum.
Það þarf engan kjarneðlisfræðing til þess að átta sig á því að þetta
kallar á tafarlausar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda. Það þarf samstillt átak allra ríkisstjórna heims, og i raun allra
íbúa jarðar, ef takast á að koma böndum á vandann. Setningin „ekki
er ráð nema í tíma sé tekið” á kannski sérstaklega vel við núverandi
aðstæður.
Það voru einkar jákvæðar fréttir sem bárust frá heimspressunni í
fyrradag. Þá kynnti breska ríkisstjórnin nýtt lagafrumvarp sem ætlað
er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Bretlandi um sextíu pró-
sent fyrir árið 2050. Gríðarleg notkun jarðefnaeldsneytis (kola) í Bret-
landi veldur mikilli mengun. Til þess að minnka mengunina hyggjast
bresk stjórnvöld gefa út sérstaka kolefniskvóta.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í Blaðinu í gær að íslensk
stjórnvöld hefðu skýra stefnu í þessum málum. Stefnt væri að því að
minnka losun gróðurhúsalofttegunda á íslandi um 50 til 75 prósent
fyrir árið 2050.
Öll þessi umræða vekur hinsvegar upp áleitnar og viðkvæmar spurn-
ingar um virkjanagerð á íslandi. Það er vitað að vatnsorkan er endur-
nýjanleg og mengar ekki. Beislun hennar kostar aftur á móti röskun
landsins. Þá vaknar upp sú spurning hvort íslendingar eigi að hætta að
einblína á miðhálendið og færa hugsunina út fyrir vel skilgreind landa-
mæri þessarar eyju? Með tilliti til heildarhagsmuna eða öllu heldur
heimshagsmuna, hvort vegur þá þyngra, vatnsaflsvirkjun með endur-
nýjanlegri orku eða jarðvegsröskun og sjónmengun á miðhálendinu?
Þessum spurningum verður ekki svarað hér en hins vegar má alveg
benda á að umræðan á alþjóðavettvangi er á þá leið að nýta eigi betur
þá sjálfbæru orkugjafa sem fyrir hendi eru.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hljóðfaerahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavfk ujujui.hljodfaerahusid.i8 info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340
Fermingargjafir
fyrir poppara, rappara og rokkara
Tama Sujingstar
trommusett med
statífum og diskum
Fermingartilbod 79.900 kr.
ÓNfcFjVPift LlrPAR
Um FR IWáLÍ^ m STELTUK?
V^LJA AlLTAF Gr/tjAN^ MEP SLÆMA
0KÍ5T0RTO ^TE^eK.ÍMURHeFiJR.Þ/VP fi
SAMYiSKv/VNi /H> THAPA VeRíí? n Mótt
EE5/ E5B,
AfNÁMT ViíSKiPP
H/TfTA (TGSKATTA-j
L ÆKKUIVI/M
5AMT VEL3A
HAMN
Æ... MER. Hucsa
Bara um lírirTfr
06 Mauh tFL 5Kc>
MEf> íjmHVeRPíS-
MÁLitf Á TÆRU
víkur fyrir LÍÚ
Þjóðin
Formenn stjórnarflokkanna
freista þess á lokadögum Al-
þingis að ná fram umdeildum
breytingum á stjórnarskrá lýð-
veldisins. Þess finnast vart
dæmi síðustu hálfa öldina að
tveir stjórnmálaflokkar reyni
að breyta stjórnarskránni eftir
eigin höfði og án samráðs og
samkomulags við aðra stjórn-
málaflokka. Ég veit aðeins um
eitt dæmi þess að forsætisráð-
herra hafi flutt frumvarp til
stjórnskipunarlaga í nafni ríkis-
stjórnar. Það var fyrir 12 árum,
en þá var málið aðeins lagt fram
til kynningar og var ekki tekið
til umræðu í þinginu.
Þá eins og nú var tilefnið það
sama, að kveða á um að auðlindir
hafsins væru sameign þjóðar-
innar. En þrátt fyrir að yfirlýstur
tilgangur frumvarpanna tveggja
sé sá sami, þá eru þau mjög ólík
þegar að er gáð, bæði texti frum-
varpsins og greinargerðin sem
því fylgir. Það er mjög fróðlegt
að draga fram muninn á mál-
unum tveimur, vegna þess að
það varpar ljósi á róttækar breyt-
ingar sem hafa orðið á afstöðu
ríkisstjórnarinnar á þessum 12
árum. Fyrri ríkisstjórnin var
samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks og sat frá 1991
til 1995 og þá tók við núverandi
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, sem situr
enn.
í fyrra frumvarpinu er kveðið
skýrt á um að nytjastofnar á haf-
svæði því sem fullveldisréttur
íslands nær til séu sameign
þjóðarinnar og rökstuðningur-
inn er alveg ótvíræður. Lögð
er áhersla á mikilvægi þess að
varðveita fullt forræði íslend-
inga yfir auðlindinni og tekið
fram að þrátt fyrir að aflamarks-
kerfi hafi orðið fyrir valinu hafi
Kristinn H. Gunnarsson
aldrei staðið til að óafturkall-
anlegt og stjórnarskrárvarið
forræði einstakra aðila yfir auð-
lindinni myndaðist á grundvelli
einkaeignarréttar. Forræði þjóð-
arinnar er í fyrirrúmi, en ekki
eignarréttur útvegsmanna.
Óðru máli gegnir um frum-
varpið sem nú er til meðferðar
á Alþingi. Þar er orðalag frum-
varpstexta frekar til þess fallið
að draga úr forræði þjóðarinnar
en þeim mun meiri áhersla lögð
á eignarréttindi. Mat margra
þeirra sem hafa verið beðnir um
að gefa álit sitt á frumvarpinu er
á þann veg að það muni styrkja
eignarrétt útgerðarmanna að
veiðiheimildunum og veikja
ákvæði í gildandi lögum um
stjórn fiskveiða, sem segir að
úthlutun veiðiheimilda myndi
ekki óafturkallanlegt forræði
viðkomandi yfir þeim. í grein-
argerð frumvarpsins er einmitt
lögð sérstök áhersla á stöðu út-
vegsmanna og að ekki standi
til að hagga við eignar- eða af-
notarétti þeirra. Því til viðbótar
fullyrðir forsætisráðherra í fram-
sögu fyrir málinu að þegar í
dag séu verulegar takmarkanir
á möguleikum Alþingis til þess
að breyta kerfinu.
Með því er ráðherrann að
leggja sitt af mörkum til þess
að draga úr möguleikum á breyt-
ingum. Þá hefur því verið haldið
fram, m.a. af öðrum ráðherra,
að eignarrétturinn að veiðiheim-
ildunum sé að óbreyttum lögum
smám saman að færast til út-
vegsmanna og muni að lokum
leiða til þess að þeir eignist rétt-
indin. Þetta er mjög alvarlegur
málflutningur af hálfu ráðherra,
þar sem það er þeirra hlutverk,
öðrum fremur, að túlka og fram-
kvæma lögin, en lýsir kannski
vel þeirri breytingu sem er á
frumvörpunum tveimur. Fyrir
12 árum var áherslan á forræði
þjóðarinnar, en nú er hún á for-
ræði útvegsmanna. Þá voru al-
mannahagsmunir í fyrirrúmi, en
nú eru það sérhagsmunir. Pólit-
ísku áherslurnar hafa greinilega
breyst. Þjóðin hefur vikið fyrir
LÍU.
Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins
Klippt & skorið
Forsvarsmenn lcelandair hafa verið
duglegir við að kynna áform sín um
fjölgun flugferða frá
íslandi. Finnur Ingólfsson,
stjórnarformaður lcelandair
Group, sagði á aðalfundi fé-
lagsins í gær að til stæði að
fjölga ferðum í 160 á viku og
bjóða upp á morgunflug frá Evrópu til (slands
og frá íslandi til Bandaríkjanna. Minna hefur
hins vegar farið fyrir hagræðingaráformum
félagsins innan flugflotans. Meðal annars
stendur til að fækka áhafnarmeðlimum í far-
rými á völdum leiðum úr fimm í fjóra auk þess
sem skorið verður niður í veitingum handa
farþegum. Þetta mun óneitanlega koma
niður á þjónustu við farþega félagsins. Tala
menn um að lcelandair beri orðið öll einkenni
lággjaldaflugfélags... að lágu fargjöldunum
undanskildum.
w
aðalmeðferð Baugsmálsins í gær kom fram
að Tryggva Jónssyni er gefið að sök að hafa
keypt töluvert magn
Bítladiska á kostnað Baugs.
Sagði leikstjórinn Ragnar
B. Árnason sem bar vitni i BAUGUR
gær að diskarnir hefðu verið
skildireftiríbátnum þarsem
þeir hljómuðu iðulega. Talað hefur verið um að
gerð verði kvikmynd um Baugsmálið og má ef-
laust búast við að þar verði tónlist Bítlanna fyr-
irferðarmikil. Má þar nefna titla eins og Cant
buy me love, Taxman, Helþi, Baby you're a rich
man, With a little help from my friends, A hard
day's night og að sjálfsögðu Devil in her heart.
ónas Kristjánsson heldur úti hárbeittum
pistium á heimasíðu
sinni jonas.is. Greini-
legt er á orðum Jónasar
að honum er ekki vel við
almannatengslamenn sem
hann segir vinna við aö
Ijúga. „Eg sé í mílu fjarlægð, hvaða blaða-
menn muni enda sem spunakerlingar. Á
þessu er grundvallarmunur, þótt sjaldgæfar
undantekningar kunni að leynast. f nánast
hvert sinn sem blaðamaður fer úr rýrum
högum blaðamennskunnar í grænni haga
almannatengsla og spuna, hækkar meðaltal
siðferðis i báðum stéttum." Það er ekkert
annað.
magnus@bladid.net