blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 21
blaðið FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 29 Burtfarartónleikar Önnu Helgu Björnsdóttur píanóleikara Rómantík í Salnum Anna Helga Björnsdóttir píanó- leikari heldur tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun en tónleikarnir eru liður í burtfararprófi hennar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Ég var tíu ára gömul þegar ég byrjaði að læra hjá Berglindi Björk Jónsdóttur í Hafnarfirði og var hjá henni í sex ár en þá byrjaði ég að læra hjá Svönu Víkingsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík,“ segir Anna Helga. „Mér fannst námið auðvitað misskemmti- legt og það komu erfiðir dagar. En ég hafði alltaf mikinn áhuga á því sem ég var að gera og hætti aldrei. Með þessa frábæru kennara var leið- Konur í hjóna- bandi 1560-1720 Már Jónsson sagnfræðingur heldur fyrirlestur á vegum Rannsókna- stofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 15. mars klukkan 12.15 í stofu 132 í Öskju. Eigi er það gott að maðurinn sé einsamall. Konur í hjónabandi 1560-1720. Giftum konum voru þröngar skorður settar á fyrri öldum. Ekki var skýrt kveðið á um það í lögum að samþykki þeirra þyrfti fyrir ráðahag og eiginmenn réðu að mestu yfir eignum þeirra. Allt að því óhugsandi var að konur gætu fengið skilnað, nema karlinn reyndist getulaus eða héldi fram hjá. ( erindinu verða lögformlegar forsendur hjónabands skilgreindar með tilliti til kvenna og tekin dæmi sem sýna hvernig þær tókust á við yfirvöld og eiginmenn í því skyni að ráða nokkru um eigin örlög og líðan. Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands. Kristín í Artóteki Sýning á verkum Kristínar Þorkels- dóttur myndlistarmanns verður opnuð föstutdaginn 16. mars nk. á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin sem nefnist Huglendur er sú 12. í röð sýninga á verkum lista- manna sem eiga listaverk í Artóteki - listhlöðu í Borgarbókasafni. Kristín nam myndlist í Handíða- og myndlistaskólanum og útskrifaðist þaðan árið 1955. Hún starfaði við grafíska hönnun í áratugi en hóf feril sinn sem vatnslitamálari árið 1984 og hefur einkum málað lands- lagstengdar myndir með Ijóðrænu ívafi. Einnig hefur Kristín fengist við portrettmyndir. in tiltölulega bein hjá mér.“ Anna Helga hefur setið við stíf- ar æfingar vikum saman, enda tónleikarnir stór viðburður á ferli hennar. Efnisskráin er fjölbreytt en Anna Helga mun meðal annars spila etýðu eftir Liszt, sónötu eftir Beethoven og pólónesu eftir Chop- in. Valið ber þess augljós merki að píanóleikarinn er aðdáandi rómantíska tímabilsins í tónlistar- sögunni. „Já, ég myndi segja að ég væri nokkuð rómantísk og Chopin er í miklu uppáhaldi. Liszt-etýðan sem ég ætla að spila er yndisleg og Svolítið meiri íburður í henni en Chopin-stykkinu. En mér finnst alltaf ákaflega gaman að spila rómantísk verk. Eg valdi verkin í samráði við kennara minn. Þetta eru allt stykki sem mér þykir mjög vænt um og hafa fylgt mér nokkuð lengi.“ Aðspurð hvað við taki að loknu námi hérna heima segir hún allt vera opið í þeim efnum. „Mig lang- ar til að halda áfram í námi og hug- urinn leitar óneitanlega út fyrir landsteinana.“ Anna Helga segist hlakka til tónleikanna annað kvöld enda undirbúningurinn búinn að vera langur. „Núna er ég bara að reyna að róa taugarnar og ætla að njóta þess sem best að spila þessi frá- bæru verk.“ Erla Dóra Vogler messósópran- söngkona kemur fram með Önnu Helgu í Sígunaljóði eftir Dvorak og hefjast tónleikarnir klukkan 18. Að- gangur er ókeypis. / / .0 ' fljV. w \ ' Gakktu til móts við framtíðina með fallega húð Modern Friction for the Body Nature's gentle dermabrasion Gommage dormo-abrasif trés doux net wtVpoids net 7.6oz7250 ml G Modem Friction™ for the Body Nature's gentle dermabrasion Nú fær líkaminn að njóta sömu frábæru yngingaráhrifanna og andlitið. Nýja kornakremið Modern Friction for the Body frá Origins er mildur valkostur við létta húðslípun.Þessi kremkennda, sléttandi, þykka þeyta með hrísgrjónasterkju er sérstaklega hönnuð fyrir þau svæði líkamans þar sem fyrstu merki um aldur gera oft vart við sig, á handleggjum fyrir ofan olnboga, á barmi, öxlum og sköflungum Lykilefnið er úr rauðum hrísgrjónum frá Kína, sem innihalda skilvirk andoxunarefni og stuðla einnig að jafnari áferð húðarinnar. Maískólfakjarnar mýkja húðina og bassfahnetusmjörið, sem einnig inniheldur mýkjandi efni, færir henni raka. Húð þín verður sléttari, bjartari og yngist öll upp. Árangurinn er undraverður. Taktu með þér heim prufur af A Perfect World, rakakremi og nýju andlitssermi, Dr Weil forOrigins, Plantidote Mega Mushroom Face Serum. ORIGINS The genius of naturer Á meðan birgðir endast. Origins ráðgjafi verður í Lyfju Smáratorgi í dag fimmtudag. Föstudag, Lyfju Lágmúla. Laugardag, Lyfju Smáralind. Cb LYFJA - Lifið heil

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.