blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 31

blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 31
blaðið FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 39 Skjár einn kl. 22.00 Óvenjulegur læknir House er bandarísk þáttaröð um lækninn skapstirða, dr. Gregory House og samstarfs- fólk hans. Ung móðir fær óstjórnlega vöðvakrampa og lendir í árekstri. House og hans lið reyna að komast til botns í málinu á sama tíma og House og Stacy reyna að átta sig á því hvað gerðist á milli þeirra í Baltimore. Cameron er hrædd við að taka alnæmispróf af ótta við niður- stöðuna. Sem fyrr er það Hugh Laurie sem fer algjörlega á kostum í hlutverki House. Stöð 2 kl. 21:40 Umsátursástand Standoff eru nýir spennuþættir með Ron Livingston úr Beð- málum í borginni og Rosemarie DeWitt úr Rescue me. Þættirnir fjalla um samningamenn í gísla- tökudeild FBI sem þykja þeir bestu í greininni. Matt (Livingston) og Emily (De- Witt) eru þjálfuð í því að tala sig út úr erfiðum aðstæðum og þau vita alltaf hvað fólk er að hugsa. Þau eiga einnig í ástarsambandi sem þau vilja fyrir alla muni halda leyndu. I kvöld skapast hættuástand á flugvelli þegar reiður flugumferðarstjóri tekur starfsfólk flugturnsins í gíslingu. Gíslatökumaðurinn var nýlega dreginn til ábyrgðapfyrir ^lvar- legt flugslys en MáÖ og Émily komast að því að liánn á við fleiri vandamál að Jftríða. Stöð 2 Bíó kl. 22:00 Blóðsjúgandi greifinn Bram Stoker's Dracula er kvik- mynd gerð af hinum magnaða leikstjóra Francis Ford Cop- pola og byggir tryggilega á sígildri sögu Brams Stokers. Þar fylgjumst með greifanum frá Transylvaníu sem sest að í Lundúnum á nítjándu öldinni. Um aldir hefur hann dvalið einn í kastala sínum en kemst nú loks í nána snertingu við mannkynið þegar lögfræðistofa sendir unga lögfræðinginn Jonathan Harker til Transylvaníu til að funda með greifanum. Svo virðist sem hinn blóðþyrsti greifi sé orðinn leiður á heim- kynnum sínum og er stefnan sett á London þar sem blóðið mun flæða. Með aðalhlutverk fara Keanu Reeves, Winona Ryder og svo fer sjálfur Gary Oldman á kostum í hlutverki hins truflaða greifa. Ómissandi mynd fyrir þá sem hafa gaman af klassískum hryllingssögum. Úr fornöld til framtíöar: Gerard Butler sem Snake Plissken íslandsvinurinn Gerard Butl- er er um þessar mundir að trylla jafnt könur og menn í nýjustu kvikmynd sinni, 300, þar sem hann bregður sér í hlutverk spart- verska konungsins og kyntröllsins Leonidas. Myndin sú hefur vakið gríðarmikla athygli kvikmynda- áhorfenda og er myndin nú þegar í ^56. sæti yfir bestu kvikmyndir sögunnar á kvikmyndavefnum IMDb.com með einkunn upp á 8.4. Margir hafa velt fyrir sér hvert næsta skref Butlers muni verða en leikarinn hefur svo sannar- lega fastneglt sig á stjörnuhimn- inum með frammistöðu sinni í 300. Nú eru farnar að berast fréttir um næsta verkefni leikar- ans og verður að segja að það er líklega það síðasta sem fólk bjóst við. Leikarinn ku vera sterklega orðaður við hlutverk Snake Plissk- en í endurgerð kvikmyndarinnar Escape from New York frá árinu 1981. í upprunalegu myndinni fór Kurt Russell með hlutverk Snake og átti það hlutverk stóran þátt í því að vekja athygli á leik- aranum. Svo er það bara spurn- ing hversu vel Skotanum sterka tekst að flýja New York-borg framtíðarinnar. FULLMÓTAÐU PERSÓNULEIKA HEIMILISINS H E I M I L I Ð HANAK 'A innréttinsar H'ÖNNUN - RÁÐGJÖF ÞJÓNUSTA Síðumúla 35 108 Reykjavlk Sfmi 517 0200 H E I L D heild@heild.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.