blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 26
HVAÐ SÁSTU Fór síðast á tónleika i bíó „Síöast þegar ég fór í bíóhús fór ég reyndar að sjá tónleika. Það voru tón- leíkar með Emile Simone sem haldnir voru í Háskólabíói. Þeir voru frábærir og mjög sjónrænt fallegir þannig að kannski má flokka það sem bíóupp- lifun," segir Unnur Andrea Einarsdóttir myndlistarmaöur. „Það er orðið mjög langt síðan ég fór siðast í bíó að sjá bíómynd og ástæðan er kannski sú að ég get verið nokkuð snobbuð þegar kemur að því að velja bíómyndir til að horfa á. Ég þoli til dæmis ekki týpískar Hollywood- myndir og forðast að fara á slíkar myndir. Ég er samt á leiðinni að fara í bíó þar sem nú er margt að gerast i bíómenningu í borginni með tilkomu Græna Ijóssins og Fjalakattarins og ég fagna þeirri þróun að það sé hægt að velja um ólíkar og fjölbreyttar myndir til að sjá í bíó.” Það sem þótti töff á 8. aratugnum „Ég fór síðast á mynd sem heitir Music and Lyrics með þeim Hugh Grant og Drew Barrymore í aðalhlutverkum," segir Sigurður Hrannar Hjaltason leikari. „Mérfannst myndin mjög skemmtileg og fyndin. Þetta er ekta paramynd, létt og skemmtileg og af- þreying í anda fyrri mynda Hugh Grant. Hugh stendur sig mjög vel í myndinni og persóna hans er mjög góð. (mynd- inni fær maður líka góða innsýn í það sem þótti töff á 8. áratugnum en þykir kannski ekki eins töff í dag heldur er aðallega fyndið." Sigurður segir að hann reyni að fara sem oftast í bíó og helst einu sinni í viku. „Ég reyni að sjá flest sem bíóhúsin hafa upp á að bjóða og næst á dagskrá er að sjá The Last King of Scotland, aðallega til að sjá Forest Whitaker í hlutverki sínu.” Suðurlandsbraut 32 • 577 5775 Latkjargata 8 • 577 5774 • Nýbylavegur 32*577 5773 o Qluiztios Sub MMMM...GLOÐAOUH Lambakjöt meö Bearnaise eöa BBQ sósu FORÐIST eða hvað? M/OKIE) jiK'k iJiaiK' Something’s GollaGive Stundum getur verie> gamar, að horfa a ; °™J®g II Shoot Catwoman Anaconda sviutsTiRsnmoNi [smuotm BRTMflN I poBirJ Kvikmyndin Stop! Or My Mom Will Shoot er frá árinu 1992 og er með þeim Sylvester Stallone, Estelle Getty og JoBeth Williams í aðalhlutverkum en myndin vann til fjölda verðlauna fyrir ömurlegan leik, enda kannski ekki við miklu að búast af Sylvester Stallone og háaldraðri konu. Catwoman var leikin af Michelle Pfeiffer í Batman Returns og þótti hún skila hlutverkinu ágætlega frá sér. Hið sama er ekki hægt að segja um Halle Berry sem varð fyrst til þess að hljóta bæði Óskarinn sem besta leikkona og verðlaun fyrir verstan leik í aðalhlut- verki en það fékk hún fyrir hlutverk sitt í Catwoman. Þessi mynd er svo leið- inleg að það er nánast ótrúlegt. Jennifer Lopez og Ben Affleck eru arfaslæm og það lítur út fyrir að þau hafi verið að berjast um verðlaun fyrir versta leik kvikmyndasögunnar. Atriðið þar sem J-Lo sýnir leikni sína í jóga er eitt það hallærislegasta sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Fjöldi leikara á að baki leik í slæmum myndum og er Óskarsverðlaunahafinn George Clooney þar engin undantekning. Hann leikur Batman í þessari mynd sem var talin eiga stóran þátt í því að Batman-veldið leið undir lok. J-Lo kemst hér aftur á lista fyrir að leika í ömurlegri mynd en Anaconda þykir í besta falli góð B-mynd. Anacondur eru einar og sér frekar óhugnanlegar skepnur úti í náttúrunni en það skilaði sér bara ekki í þessari mynd. Það er þó hægt að skemmta sér yfir ofleiknum atriðum og ein- staka sniðugri línu. Hostel HixwmautmtD hii Kevin Costner er í sama flokki og Jennifer Lopez en þau hafa bæði lag á að leika í leiðindamyndum. Waterworld er ein dýrasta mynd sögunnar og er vert að horfa á hana fyrir þær sakir. Það er hægt að pirra sig yfir því að svo miklum peningum hafi verið kastað á glæ í eitthvað sem heppn- aðist ekki betur. Þetta er mynd sem er til- valin fyrir þá sem vilja horfa á ógeð en það er spurning hvort gengið hafi verið aðeins of langt þannig að ógeðið missi marks. Heil mynd af viðbjóði kallar aðeins á viðbrögð fyrstu mínúturnar og svo nennir fólk ekki að horfa meira. Var ekki nóg að gera bara eina Grease-mynd? Efnivið- urinn var nú ekki upp á það marga fiska að nota mætti hann í tvær slíkar. í Grease 2 er búið að snúa dæminu við og stúlkan í myndinni hefur töglin og hagldirnar en strákurinn er njörðurinn. Ekki nóg með það heldur er tónlistin í myndinni ótrú- lega leiðinleg. Diane Keaton og Jack Nicholson eru í aðalhlut- verkum í þessari mynd sem lofaði góðu þó ekki sé nema vegna þeirra. En svo fjallar myndin um mann á sjötugsaldri sem vill bara vera með tvítugum stelpum en verður svo ástfanginn af móður einnar af þessum barnungu kær- ustum. Hrikalegt. Svona mynd er nauðsyn- legt að horfa á af því að hún er svo mikil þvæla að það er engu lagi líkt. Þóttu mönnum kryddpíurnar virki lega efni í heila kvikmynd? Maður spyr sig. Þessi mynd er af mörgum talin versta mynd allra tíma Það er af nógu að taka þegar kemur að klisjum í kvikmyndum. Þessar hérna eru mjög vinsælar og liggur við að þær sjáist í annarri hverri formúlumynd frá Hollywood. ■ Þegar ung stúlka er stödd ein í húsi einhvers staðar þá eru alltaf þrumur og eldingar úti. ■ ( öllum myndum sem fjalla um bandaríska táninga þá eru vinsælu stelpurnar með stór brjóst og illa innrættar og þær óvinsælu eru svo gott sem brjóstalausar. Ljóta, óvin- sæla stelpan nælir sér þó alltaf í vin- sæla kúl gaurinn sem áttar sig ekki á fegurð hennar fyrr en hún tekur hárið niður og fjarlægir gleraugun. ■ Ef snæddur er kínverskur matur í kvikmynd þá eru allt- af notaðir prjónar og borðað beint úr boxinu. Ef sú sem er borðandi er sæt stelpa þá situr hún oftast uppi á borði og sveiflar fótunum á meðan hún borðar. ■ Þrjóturinn er alltaf með þó nok- kra menn með sér sem þjást af mikilli minnimáttarkennd. karate, sparkbox og fimleika og allt þetta gera þær á meðan þær eru í háhæluðum skóm og níðþröngum leðurgöllum. ■ ( hverri borg má sjá að minnsta kosti eina gamla konu sem keyrir allt draslið sitt um í barna- eða inn- kaupakerru. ■ Ef persóna flytur á nýjan stað, sérstaklega ef um þorp er að ræða, þá er næsta víst að helmingur íbú- anna er flæktur í eitthvað undarlegt sem aðalpersónan þarf að átta sig á. ■ ( hvert skipti sem einhver skríð- ur í gegnum loftræstikerfi er þar hvorki of kalt né of heitt þannig að leiðin verður alltaf sú besta sem við- komandi finnur til þess að koma sér út eða koma þrjótunum á óvart. En þeim dettur heldur aldrei í hug að sá sem þeir leita að leynist í loft- ræstistokkunum. ■ Það er alltaf fullt tungl þegar fólk leggst til hvílu og tunglskinið lýsir upp herbergið. ■ ( kvikmyndum er alltaf það sem fólk sér horfið þegar það snýr sér við til þess að athuga betur hvað það var sem bar fyrir augu. ■ Kvenmannshetjurnar geta hlaupið eins og hlé- barðar, þær kunna ■ Ef persóna í kvikmynd starfar við eitthvað tengt brúðkaupum þá er víst að ástarlíf viðkomandi er alveg í molum þó að allir aðrir haldi annað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.