blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 blaðið INNLENT HÉRAÐSDÓMUR Tveggja mánaða fangelsi Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi fyrir að hafa skallað og slegið annan mann. Hann marðist í andliti og hlaut brot á hægri augntóft fyrir utan skemmtistaðinn Vegamót í miðbæ Reykjavíkur í nóvembersíðastliðnum. HEIÐMÖRK Óvíst með kærur Óvissa ríkir um hvort úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingamála fjalli efnislega um kæru Náttúruverndarsamtaka íslands og Landverndar vegna vatnslagna í Heiðmörk. For- maður nefndarinnar, sagði við RÓV að kannað verði hvort samtökin eigi kærurétt sem þau ættu almennt ekki. SVÍÞJÓÐ Ráðist á íslending Ráðist var á Björgu Sigurðardóttur, sem ekur leigubíl í Borás í Svíþjóð, og hún kjálkabrotin á laugardags- kvöldið. Þetta kemur fram á vef blaðsins Borás Tidning. Árásarmaðurinn er 24 ára og hafði verið hent út af krá eftir að hafa hótað gestum staðarins með hnífi. Markaðurinn: Hlutabréf lækka íslensk hlutabréf lækkuðu um 2,13 prósent í gær. Lækkunin er sambærileg við lækkun í Sví- þjóð, Danmörku og Finnlandi, en heldur lægri en í flestum löndum Evrópu. Lækkanirnar í Evrópu stafa af fréttum af hugsanlegum gjaldþrotum og fjármálamisferli húsnæðislánastofnana í Bandaríkj- unum, og hafa þær áhrif á íslenska markaðinn. Þá er líklegt að mögu- legendurskoðunlánshæfismatsfyr- irtækisins Moody’s á aðferðafræði sinni, sem sagt var frá í Blaðinu á þriðjudaginn, hafi neikvæð áhrif á íslensk hlutabréf. jónas Gauti Friðþjófsson hjá greiningardeild Glitnis sagði 1 samtali við Blaðið að líklega væri um tímabundna lækkun að ræða. Inniheldur hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur ÓRTÚLEGUR ÁRANGUR POLAROLÍU!!!!! "Eftir að hafa verið of þungur í mörg ár og þjáðst af verkjum í liðum og stoðkerfi tók ég mig til og létti mig um 65-70 kg. Ég sat eftir með þessar þjáningar og reyndi allt til að mér liði betur. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði POLAROLÍU að þjáningar mínar hurfu og nú get ég þess vegna hlaupið 100 m grindarhlaup." -------------N Polarolje Selolía einstökolía Gott fyrir: * Liðina • Maga- og þarma- starfsemi * Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið Polarolían fæst í apótekum, heilsuhúsum og Fjarðarkaupum L J Jónína Benediktsdóttir vitnar í Baugsmálinu: Baugsmenn hlógu að trúgirni Davíðs ■ Ætluðu að ná tökum á ríkisstjórninni ■ Áttu bátinn saman Eftir Heiöu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Jónína Benediktsdóttir var ein af sjö vitnum sem voru yfirheyrð í Baugs- málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sagði hún að tengsl Davíðs Oddssonar við Baugsmenn hefðu verið afgerandi og kvaðst hafa orðið vitni að fundi þeirra. Að sögn Jónínu ætluðu Baugsmenn að ná tökum á ríkisstjórninni. Jónína sagðist hafa litið á það sem siðferðilega skyldu sína að láta vita af viðskiptaháttum Baugsmanna og hafi hún meðal ann- ars átt samskipti við Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur vegna þessa. Jónína sagðist hafa orðið vitni að því þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefðu komið hlæjandi af fundi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í stjórnarráðinu. Fannst þeim hann mjög trúgjarn að hafa trúað því að álagning á mat- vöru væri átta prósent þegar hún væri í raun og veru mun hærri. Jónína sagðist hafa kynnst Jóni Gerald Sullenberger á Flórída og að hann hafi ávallt verið með þeim Jó- hannesi þegar þau fóru þangað. Sagðist hún ekki hafa átt þátt í því að Jón Ger- ald hafi leitað til lög- reglu í ágúst 2002 og hafi ekki vitað af því fyrr en daginn áður. Kvaðst hún frekar hafa dregið úr honum varðandi það heldur en hvatt. Jónína sagðist hins hafa átt þátt í því að fá Jón Gerald til að tala við Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmann. Styrmir Gunnars- son, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi bent henni á að hann væri góður lögfræðingur en einnig hafi verið haft samband við aðra. Jón Gerald var að sögn Jónínu hikandi við að leita til lögmanns á íslandi þar sem hann hafi vitað, eins og hún sjálf, af tengslum Tryggva Jónssonar og Hreins Loftssonar í samfélaginu. Átjándi ákæruliður snýst um fjár- drátt í tengslum við fjármögnun og rekstur á skemmtibátnum Thee Vik- ing. Jónína sagði að Jón Gerald og feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir ættu bátinn saman. Sagði hún að kaupin hefðu verið fjármögnuð að mestu með lánum sem hefðu verið á nafni Jóns Geralds þar sem hann hafði tengslin við bankann. Hafi alltaf verið ákveðið að Baugur borgaði af bátnum en það hafi hún meðal ann- ars heyrt heima hjá sér. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, kom með ljósrit af frétt úr Fréttablaðinu frá 24. september 2004 sem ber heitið „Eyddu fingra- förum Morgunblaðsins". í fréttinni er vitnað í tölvupósta Jónínu til Styrmis um Jón Gerald en þar spyr hún meðal annars Styrmi hvort hann haldi að Davíð væri til í að hringja í Jón Gerald. Jónína sagði að í fréttina vant- aði mjög alvarlega hluti sem voru framar og aftar í póstinum. Sagði hún að það hafi ekki þótt hagur eig- enda Fréttablaðsins að birta póstinn í heild sinni. lMIJCiS Siglingar Landhelgisgæslunnar til Færeyja eftir olíu á varðskipin: Spara skattfé í Færeyjum „Þetta er eingöngu sparnaðarað- gerð svo að við getum veitt almenn- ingi betri þjónustu. Það kostar pen- inga að sigla þetta, ríkið er ekki að verða af neinum tekjum heldur kostar þetta ríkið. Það óeðlilega er að við þurfum að eyða opinberu fé til þess að spara,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan siglir til Fær- eyja til að taka olíu á varðskipin þrátt fyrir að hægt sé í sumum til- fellum að finna lægra grunnverð hjá íslenskum söluaðilum. Ástæðan er sú að gæslan þarf að greiða virð- isaukaskatt af olíunni og nær stofn- unin að spara í kringum tuttugu milljónir með þessum hætti. Meðan á siglingu stendur eru varðskipin óhjákvæmilega ekki tiltæk hér við land og þónokkur kostnaður hlýst jafnframt af þessum siglingum. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur lýst því yfir að ef það ætti að und- anþiggja Landhelgisgæsluna því að greiða þennan skatt, væri rökrétt að lækka fjárveitingar til stofnunar- innar sem því næmi. Georg ítrekar að Landhelgis- gæslan sé innan allra laga og reglna með þetta. Hann telur mikilvægt að fella niður ákvæði um að fyrirtækið þurfi að greiða virðisaukaskatt af olíu. „Það væri þó skömminni skárra að draga af fjárveitingum til okkar, við værum þó meira til taks hér við land og ekki bundin með skip fyrir utan lögsöguna marga daga á ári,“ segir Georg.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.