blaðið - 17.03.2007, Page 2

blaðið - 17.03.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaAið VEÐRIÐ í DAG Vægt frost Hvessir á Vestfjörðum eftir hádegi. Hiti 0 til 4 stig, en víða vægt frost til landsins. - ÁMORGUN Bjart Norðanátt, víða 13 til 18 m/s og él um landið norðanvert, en bjartviðri syðra. VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 11 Barcelona 17 Berlin 11 Chicago 6 Dublin 9 Frankfurt 14 Glasgow 8 Hamborg 10 Helsinki 8 Kaupmannahöfn 9 London 13 Madrid 18 Montreal -11 New Vork 1 Orlando 20 Osló 6 Palma 22 París 12 Stokkhólmur 10 Þórshöfn 4 Á FÖRNUM VEGI HEFUR ÞÚ SÉÐ FRÆGAN HOLLY- WOOD-LEIKARA Á LANDINU? Einar Örn Gissurarson Ég hitti einu sinni Juliu Stiles þeg- ar hún var aö leika í myndinni A Little Trip to Heaven hér á landi. María Skúladóttir, nemi Nei, aldrei. Sigríður Tinna Einarsdóttir, nemi Nei, ekki ennþá. Ómar Ingi Guðmundsson, nemi Nei, alveg pottþétt ekki. Salmann Héðinn Árnason, sölumaður Nei, það hef ég ekki gert. Sorglegt Það er ætíð sorglegt þegar mann- eskja lætur lífið í bilslysi. Myndin ' tengist ekki efni 'j gremarmnar. Aldrei fleiri látið lífið vegna ölvunaraksturs en á síóasta ári: Þriðjungur bana- slysa vegna ölvunar Mikil fjölgun Átta síðasta ár 34 síðustu tíu árin Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Átta létu lífið í umferðinni á síð- asta ári vegna slysa sem rekja má beint til áfengis- eða vímuefna- neyslu. Er það tæplega þriðjungur allra banaslysa á síðasta ári. Áfengi og eða fíkniefni komu við sögu í 34 dauðsföllum í umferð- inni síðasta áratuginn. Sjaldan hafa fleiri látist í bana- slysum en á síðasta ári en þá létust 31 einstaklingur. Aðeins þrisvar áður hefur tala látinna í umferð- arslysum verið hærri. Fjöldi bana- slysa sem rekja má beint til neyslu áfengis eða fíkniefna hefur hins vegar aldrei verið meiri. Sex bana- slys vegna vímu urðu árið 2005 og þrjú árin 2004 og 2003. Árið 2002 lést einn undir áhrifum. Tölurnar koma frá Umferðar- stofu. í þeim er ekki gerður grein- armunur á ökumönnum sem látast í slysum undir áhrifum vím- efna eða fórnarlömbum þessara ökumanna. Rannsóknir benda til að um tvö prósent þeirra er láta lífið í umferðinni geri það af ásettu ráði og þá gjarnan undir áhrifum en ætíð er erfitt að meta slíkt og slá föstu og miðað við fjölda látinna árlega gerist slíkt ekki árlega hér á landi. Sævar Helgi Lárusson, sérfræð- ingur hjá Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa, staðfestir að nokkur dæmi séu um að rannsakendur banaslysa hérlendis komist að slíkri niðurstöðu. Umrædd fjölgun banaslysa er í takt við fjölgun mála hjá lögreglu vegna ökumanna sem keyra undir áhrifum. Meira hefur borið á ölvunarakstri undanfarin ár en nokkru sinni áður og vart líður sólarhringur án þess að lögregla einhvers staðar á landinu hafi afskipti af ökumönnum í mis- jöfnu ástandi. f verstu tilfellum stöðvar lögreglan á höfuðborgar- svæðinu för tuga einstaklinga á sólarhring um helgar. Alls óvíst er þó hvort slíkum tilfellum fer fjölgandi eingöngu vegna vax- andi eftirlits lögreglu eða hvort beinlínis algengara sé en áður að fólk setjist undir stýri undir áhrifum áfengis og vímuefna. BANASLYS VEGNA ÖLVUNARAKSTURS 2006 fttttttt 2005 tttt+t 2004 ttt 2003 ttt 2002 t 2001 ttt 2000 ttttt 1999 t 1998 tttt Fjármálaráðuneytið: Vesturfarasetrið fær 90 milljónir Forsætisráðuneytið gerði á síðasta ári samning við Vesturfarasetrið á Hofsósi um greiðslur til ársins 2010 upp á 90 milljónir króna. Er það töluvert hærri upphæð en menntamála- ráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og land- búnaðarráðuneytið til samans skuldbundu ríkissjóð á síðasta ári að greiða til ársins 2010. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar, um skuldbindandi samninga ráðuneyta og styrkveitingar ríkissjóðs á árinu 2006. Lang- mestar voru skuldbindingar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis fyrir ríkissjóð á árinu, eða 337 milljónir króna. Var meirihluti þeirrar upphæðar vegna samn- inga við sveitarfélög. Samræðisaldur: Úr fjórtán í fimmtán Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir hækkun sam- ræðisaldurs einstaklinga um eitt ár, úr fjórtán árum í fimmtán. „Einstaklingar á þessum aldri eru að taka sín fyrstu skref á þessu sviði. Rannsóknir sýna að skynsamlegt sé að hækka aldurinn og mörg nágrannaríki okkar miða við sextán ár,“ segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar. Bjarni segir mikilvægt að vernda unglinga á þessum aldri og bendir á að í sumum tilvikum sé hægt að fella niður saknæmi. „Það er heimilt að fella niður refsingu ef ung- lingar á svipuðu aldursskeiði eiga samræði,“ segir Bjarni. Styrmir Gunnarsson ritstjóri um tölvupóstana: Grínið komst ekki til skila Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sagði fyrir dómi í í Baugsmálinu í gær að orðalag tölvu- póstssamskipta sinna við Jónínu Benediktsdótturhefðiverið grín sem ekki hafi komist til skila. Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, átti að bera vitni í gær en hann mætti ekki fyrir dóm. Tók saksóknari sökina á sig þar sem ekki hafi náðst að boða Kjartan í vitnatöku. f tölvupóstinum vísar Styrmir í Jón Steinar Gunnlaugsson og segir hann að tryggð hans við ónefndan mann sé innmúruð og ófrávíkjan- leg. Styrmir sagðist kannast við að hafa sent tölvupóstinn en hélt því fram að orðalag hans hafi verið sett fram í gamansömum tóni. Hins vegar eigi grín erfitt með að komast til skila í tölvupósti. Að- spurður út í aðkomu Kjartans Gunn- arssonar í málinu sagði Styrmir að hann hafi haft samband við Kjartan vegna vináttu og náinna fjölskyldutengsla. Hann hafi viljað leita álits Kjartans á Jóni Steinari sem lögfræðingi. Vitnaleiðslur hafa staðið yfir í fjórar vikur. Áætlað er að þeim ljúki á mánu- dag. Þá kann að vera að sakborningar verði kallaðir aftur fyrir dóm.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.