blaðið - 17.03.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaAi6
INNLENT
MP FJARFESTINGARBANKI
Metár í sögu bankans
Hagnaöur af rekstri MP Fjárfestingarbanka hf. á árinu
2006 var 1,3 milljarðar króna en 613 milljónir árið áður.
Var 2006 metár í rekstri og afkomu bankans. Bankinn er
kominn í hóp veltumestu aðila kauphalla Eystrasaltsland-
anna, samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum.
STRAUMSVIK
44 prósent á móti stækkun
44 prósent landsmanna eru hlynnt stækkun álversins
í Straumsvík, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup
gerði fyrir fréttastofur Ríkisútvarpsins og Morgunblaðið.
Andstaðan er mest á meðal kjósenda Vinstri grænna.
52 prósent karla eru hlynntir en 36 prósent kvenna.
BÍLVELTA
Fór út af við Litlu kaffistofuna
Bíll valt í Svínahrauni skammt frá Litlu kaffistof-
unni um klukkan sex í gærkvöld og endaði utan
vega. Sjúkrabíll var kallaður til og var einn far-
þeganna talinn ökklabrotinn, en aðrir farþegar
sluppu með minni meiðsl.
JmmMi
&
lt:
. mrTn ■
Mynd/Frikki
Ár fyrir að þukla á sjö stúlkum:
Fór í meðferð
Héraðsdómur Vesturlands hefur
dæmt karlmann í tólf mánaða
fangelsi, þar af níu mánuði skil-
orðsbundið, fyrir að þukla á sjö
stelpum á aldrinum sex til níu ára.
Atvikin áttu sér stað síðasta sumar,
og öll þeirra nema eitt í sundlaug-
inni á Akranesi. Það átti sér stað á
heimili mannsins þar sem stúlkan
var gestkomandi.
Karlmaðurinn, sem er á fertugs-
aldri, þuklaði á rössum, lærum
og kynfærum stúlknanna, utana-
klæða. Kom það til lækkunar dóm-
inum að maðurinn hafði leitað sér
aðstoðar sálfræðings, og sýnt ríkan
vilja til að taka á vanda sínum að
sögn sálfræðings á geðdeild Land-
spítalans. Hins vegar var það virt
ákærða til refsiþyngingar að stúlk-
urnar eru mjög ungar, og talið er
ljóst að brotin muni valda þeim
vanlíðan þegar þær eldast og
þroskast.
Auk fangelsisdómsins þarf mað-
urinn að greiða stúlkunum miska-
bætur á bilinu 200 til 300 þúsund
krónur.
Blaðið greindi frá því þegar
málið kom upp að ein stúlknanna
hefði látið starfsfólk sundlaugar-
innar vita af þukli mannsins. Það
hringdi strax í lögregluna.
Umhverfisslys í Heiðmörk Flutninga-
bíll með tengivagn valt í Heiömörk í gær
og hundruð lítra af oliu láku íjarðveginn '
Mynd/Árni Sæberg
nærri vatnsbóli Reykjavíkurborgar.
Hundruð lítra af olíu láku í Heiðmörk:
Vatnsból í hættu
Flutningabíll með tengivagni
valt í Heiðmörk í gær. Bíllinn rann
til í hálku, efst í brekku, með þeim
afleiðingum að um 350 lítrar af dís-
ilolíu og fimmtíu lítrar af smurolíu
láku í jarðveginn.
„Þetta er mjög alvarlegt atvik.
Það er alltaf alvarlegt þegar meng-
unarvaldur lekur á vatnsverndar-
svæði. Tankurinn á bílnum rifnaði
í slysinu og olían lak töluverða leið
niður brekkuna," segir Lúðvík
Gústafsson, deildarstjóri mengun-
arvarna Reykjavíkurborgar.
Slysið átti sér stað inni á vatns-
verndarsvæði höfuðborgarsvæð-
isins og nálægt vatnsbóli Reykja-
víkurborgar. Flutningabíllinn var
á vegum verktakafyrirtækisins
Klæðningar, sem stýrir fram-
kvæmdum við vatnslögn Kópa-
vogsbæjar í Heiðmörk.
Lúðvík segir hreinsunarmenn
komna niður á fast og ekki hægt
að fjarlægja meiri jarðveg af
svæðinu þar sem olía lak. Hann
telur líklegt að taka þurfi sýni úr
vatnsbólinu reglulega á næstunni.
„Hættuástand mun vara næstu vik-
urnar,“ segir Lúðvík.
Tóbakssjálfsalar:
Auðvelda eftirlit
„Við höfum margoft óskað eftir
því að fá að selja tóbak í gegnum
þar til gerða sjálfsala," segir Sig-
urður Jónsson, formaður Samtaka
verslunar og þjónustu.
Eitt af þeim málum sem bíða
afgreiðslu á Alþingi er tillaga þess
efnis að leyfa sölu tóbaks í sér-
stökum sjálfsölum sem notast við
kreditkort. í öllum kreditkortum
er nú að finna örgjörva sem inni-
heldur kennitölu korthafa og því er
hægt að koma því þannig fyrir að
sjálfsalarnir hafni korti þess sem
ekki hefur náð leyfilegum aldri til
að kaupa tóbak.
Sigurður ítrekar mikilvægi
þess að sjálfsalarnir verði leyfðir
því það leysi tvö af meginvanda-
málum verslana þegar kemur að
tóbaki. „Annars vegar þá náum
við að koma i veg fyrir gífurlega
mikla rýrnun á tóbaki í verslunum
og hins vegar tryggir þessi leið að
kaupandinn sé búinn að ná til-
skildum aldri,“ segir Sigurður.
■Wtt k-
Vín í verslanir Allsherjarnefnd Alþingis
4 hefur afgreitt frumvarp um afnám einka-
Ííj j sölu ÁTVR á léttvínum og bjór. Lýðheilsu-
•%■.»*? stöð mælirgegn breytingunni en þing-
'■ heimur fjallar um málið í fjórða sinn.
‘ ' ........ .
|| Mynd/Áfii Sæberg
Þingfrumvarp um sölu léttvína og bjórs í matvöruverslunum:
Fjórða tilraun til að
koma víni í verslanir
■ Ekki rekstrargrundvöllur áfram fyrir vínbúðir ■ Áfram ströng skilyrði
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Ef léttvín og bjór fer í matvöruversl-
anir teljum við ekki grundvöll fyrir
því að reka áfram vínbúðir. Þetta er
auðvitað ákvörðun þingsins. Ef sett
verða ný lög þá hljótum við að fá nýjar
starfsreglur en að öðru leyti sinnum
við því hlutverki sem okkur hefur
verið falið,“ segir Sigrún Ósk Sigurð-
ardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
ÁTVR.
Allsherjarnefnd Alþingis hefur
afgreitt úr nefndinni þingfrumvarp
um að leyfa sölu léttvína og bjórs í
matvöruverslunum, áfengis sem er
22 prósent eða minna að styrkleika.
Nú bíður það þingheims að greiða
atkvæði um frumvarpið en málið
hefur þrisvar áður verið lagt fram.
Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR
er sala á sterku víni í kringum fimm
prósent af heildarsölu vínbúðanna og
þar á bæ ríkja efasemdir um að ÁTVR
gæti áfram rekið vínbúðir með létt-
víni í samkeppni við einkaaðila.
Minna eftirlit
Rafn Jónsson, verkefnisstjóri
áfengis- og vímuvarna Lýðheilsu-
stöðvar, mælir gegn þessari tillögu og
vill sjá frumvarpið líka fara fyrir heil-
brigðisnefnd. Hann hefur áhyggjur
af því að neysla áfengis aukist í kjöl-
farið, sér í lagi meðal ungs fólks. „Ég
er smeykur við breytinguna og þetta
þarf að skoða betur. Aukið aðgengi
Keppt að verklokum í aðrennslisgöngum:
Krökkt af fólki í göngunum
segir allt kapp lagt á að ljúka verkinu
sem allra fyrst. Hann bendir á að
búið sé að fjölga umtalsvert starfs-
mönnum í göngunum. „Það er verið
að leggja mikla áherslu á þetta núna.
Búið er að bæta við vélum og mann-
skap. Frá því fyrir áramót myndi ég
segja að fjölgað hafi verið um helm-
ing (göngunum," segir Oddur.
Porta leggur áherslu á að hver
og einn starfsmaður leggi sitt af
mörkum til að verkið klárist á til-
settum tíma. „Árangurinn er svo
nærri að nánast er hægt að teyja
sig í hann. Ég treysti því að þið
skiljið mikilvægi þess verkefnis
sem framundan er og séuð tilbúnir
til að leggja ykkur fram til að ljúka
verkinu. Ykkar frammistaða dregur
línuna milli árangurs eða hnign-
unar,“ segir Porta.
„Ég vil þakka starfsmönnum fyrir
hollustu sína og dugnað. Þeir hafa
náð mikilvægum áföngum í þessu
verki og mætt erfiðum verkefnum
á leiðinni. Nú blasir við lokaátakið
innan afar þröngs tímaramma," segir
Gianni Porta, yfirmaður Impregilo.
Borun aðrennslisganga Kára-
hnjúkavirkjunar er fimm mánuðum
á eftir áætlun. Landsvirkjun mun
þurfa að útvega rafmagn með byggða-
línu svo hægt
sé að keyra
upp fyrstu
kerskála ál-
versinsáReyð-
arfirði. Nú er
allt kapp lagt
á að klára
göngin fyrir(
28. maí svo
nuTl a fáum viicnm
i að frekari tafir verði ekki og máls-
aðilar lendi ekki í fjárhagslegu tjóni
af völdum tafanna.
Oddur Friðriksson, trúnaðar-
maður starfsmanna við Kárahnjúka,
getur leitt af sér aukna drykkju og
það hefur sýnt sig í löndum þar sem
þetta hefur verið reynt. Einnig hef ég
áhyggjur af aðgengi ungs fólks í versl-
unum þar sem eftirlit yrði minna,"
segir Rafn.
Ströng skilyrði
Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður alls-
herjarnefndar, er þeirrar skoðunar að
mikilvægt sé að auka frelsi á þessu
sviði. Hann hefur ekki áhyggjur af því
að neysla aukist til muna. „Eg hef ekki
stórar áhyggjur af þessu. Markmiðið
er að færa þetta alfarið frá ríkisrekstri
og þetta er skref í þá átt. Efasemda-
raddir eru eðlilegar í þessu sambandi
og fram til þessa hefur verið ákveðin
hagræðing fólgin í því að hafa þetta
á einni hendi,“ segir Bjarni. „Þó til
þessara breytinga kæmi yrðu áfram
ströng skilyrði fyrir áfengiskaupum
og sölu. Gert er ráð fyrir aldurstak-
marki þeirra sem mega afgreiða.
Menn eru mjög meðvitaðir um öflugt
forvarnarstarf og við viljum reyna að
finna gott jafnvægi."
Engin venjuieg vara
Bjarni telur einkaaðilum vel treyst-
andi fyrir sölu á áfengi í verslunum.
„Einkaaðilum er vel treystandi enda
treystum við þeim fyrir ýmsum
öðrum mikilvægum hlutum, til
dæmis að selja lyfseðilsskyld lyf og
framreiða mat. Við viljum auka
frelsið án þess að slaka á ströngum
Ekki grundvöllur
fyrír þvi að reka
áfram vibúðir
Sigrún Ósk Siguröardóttir,
aðstoðarframkvæmda-
stjóri ÁTVR.
Égersmeykur
við breytinguna
Rafn Jónsson,
verkefnisstjóri
áfengis- og vímuvarna
Lýðheilsustöðvar.
Einkaaðilum er
vel treystandi
Bjarni Benediktsson,
þlngmaður
Sjálfstæðisflokks.
skilyrðum ( áfengislögunum,“ segir
Bjarni.
Aðspurður segir Rafnþessaleið vera
öfuga þróun við umræðuna ( Evrópu.
„Nú þegar hefur drykkja hér á landi
aukist með auknu aðgengi, fleiri versl-
unum og rýmri opnunartíma undan-
farin ár. í þeim löndum þar sem þetta
hefur verið reynt hefur reynslan verið
slæm fyrir óvirka alka, það er erfitt
að hafa freistinguna sífellt í augsýn.
Áfengi er engin venjuleg neysluvara
og umræðan (Evrópu er í þá veru að
minnka aðgengið," segir Rafn.