blaðið - 17.03.2007, Side 8

blaðið - 17.03.2007, Side 8
8 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaðið UTAN UR HEIMI Fangar flýja úr bresku fangelsi Ellefu föngum hefur tekist að flýja úr Shuaiba- fangelsi breska hersins í suðurhluta íraks. Svo virðist sem meirihluta fanganna hafi tekist að skipta við gesti sem komu til að heimsækja þá í síðustu Víku. Upp komst um flóttann í gær. Samkynhneigðir mega gifta sig í kirkju Sænska kirkjan samþykkti í gær að samkynhneigðir geti gifst í kirkjum landsins, að uppfylltum sömu skil- yrðum og gagnkynhneigðir lúta. Á fréttavef Svenska Dagbladet segir að Svíþjóð sé fyrsta landið í heimi þar sem tillaga sem þessi sé samþykkt. Mótmæli í Islamabad Lögregla í Islamaþad, höfuðborg Pakistans, beitti táragasi til að leysa upp hóp mótmælenda í borginni. Fólkið mót- mælti ákvörðun Pervez Musharraf, forseta landsins, að víkja dómaranum Iftikhar Muhammad Chaudhry úr starfi eftir að hafa sakað hann um að hafa misbeitt valdi sínu. (sflheilsa Bk.8 -h*16uþ»dgott C-IOOO Extra sterkt náttúrulegt C-vitamín meö rósaberjum, rútínl og blóflavóníöum 60 töflur Sólargeislinn í skammdeginu lievKiíoTiiki rtsu licri siyrJ lŒ®[ □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUN Reykjauikurvegi 66 Hainarfirði simi 5654100 GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI FLASH Flash er vinsælt margmiðlunarforrit og notað við gerð auglýsinga og hvers kyns kynningarefnis sem þarf að vera lifandi og með hreyfimyndum. Þetta grunnnámskeið hentar fólki sem vill læra að blanda saman hljóði, myndum og texta og setja það svo saman í eina heild. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri undirstöðuatriði forritsins og verði færir um að setja saman efni til birtingar á vef, t.d. auglýsingaborða. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvuþekkingu, kostur að þekkja tii Photoshop. Lengd. 21 kennslustund. Verð kr. 28.000,- Kennt er mán. og mið. kl 18 - 21.30. Kennsla hefst 19. mars og lýkur 28. mars. Ss' TÖLVUSKÓUNN ÞEKKING FAXAFEN 10 106 REYKJAVÍK WWW.TSK.IS SKOLI0TSK.IS Traustur samningur Það er mat Evrópunefndarinnar að framtíð EES- samningsins sé trygg þótt erfiðara hafi reynst að haida uppi eftirliti á SÍðari árum. Mynd/Kristlm IngmiyM Evrópunefnd um stöðu EES-samningsins: Eftirlitið æ erfiðara ■ Tryggir hagsmuni íslands ■ Áhugi Evrópusambandsins fer minnkandi Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Samningurinn um Evrópska efnahagsvæðið (EES) stendur á traustum grunni og framtíð hans er trygg. Hins vegar hafa breyt- ingar innan Evrópusambandsins (ESB) gert eftirlit íslands með samningnumerfiðari. Kemur jafn- vel fyrir að fulltrúar ESB gleymi að taka tillit til EFTA-ríkjanna þegar kemur að mótun nýrrar löggjafar. Þetta kemur fram í skýrslu þverpólitískrar nefndar um Evrópumál. EES-samningurinn gekk í gildi í ársbyrjun 1994 og nær til allra 25 aðildarríkja ESB og EFTA- ríkjanna fslands, Noregs og Liech- tenstein. Samningurinn felur í sér gagnkvæman og óheftan aðgang einstaklinga að innri markaði ESB á þeim sviðum sem falla undir samninginn. Nokkrir mik- ilvægir málaflokkar standa utan við efni samningsins og má þar nefna sameiginlega sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu ESB sem og sameiginleg utanríkis- og öryggisstefna þess. Það er mál nefndarinnar að í meginatriðum hafi samningurinn staðist tímans tönn og tryggir hann hagsmuni ís- lendinga þrátt fyrir miklar breyt- ingarinnan ESB. EFTA-ríkin oft utanveltu Breytingar innan ESB á und- anförnum árum hafa hins vegar valdið EFTA-ríkjunum nokkrum vandræðum. Þau snúa einkum að möguleikum EFTA-ríkjanna til að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan ESB sem snýr að EES-samn- ingnum. Framkvæmdastjórn ESB er tengiliður EFTA-ríkjanna við framkvæmd samningsins og hafa völd hennar minnkað á kostnað ráðherraráðsins og Evrópuþings- ins. Þetta þýðir að framkvæmda- stjórnin getur ekki beitt sér af sama þunga gagnvart aðildar- ríkjum fyrir framgangi lausna sem um hefur verið samið við EFTA-ríkin. Einnig kemur fram í skýrsl- unni að áhugi og þekking á EES- samningnum innan ESB hefur minnkað töluvert undanfarin ár. Þetta kemur meðal annars til af því að þeir sem stóðu að gerð samningsins af hálfu ESB eru flestir horfnir á braut. EFTA- ríkin hafa takmarkaðan aðgang að mótun tillagna hjá ESB og erfitt hefur reynst að fá aðgang að nefndum og starfshópum á vegum framkvæmdastjórnar- innar. Oftar en ekki hefur það gerst að starfsmenn framkvæmda- stjórnarinnar hafa gleymt að hafa samráð við EES-ríkin við undir- búning nýrrar löggjafar, sem og við stofnun nefnda og sérfræð- ingahópa eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Framtíðin í höndum Noregs Ekkert útlit er fyrir að EES- samningurinn falli úr gildi á næstu árum. ESB mun að öllum líkindum ekki standa fyrir ein- hliða uppsögn á samningnum þar sem til þess þarf samþykki allra aðildarríkja sambandsins. EFTA-ríkin eiga of nána banda- menn innan ESB til að svo verði. Innganga Noregs í ESB myndi hins vegar setja EjES-samn- inginn í uppnám þar ísland og Liechtenstein hefðu ekki bol- magn til að halda uppi trúverð- ugu eftirliti með samningnum. Auk þess myndu framlög íslands að öllum líkindum fimmfaldast og spurning hvort það myndi yfirhöfuð borga sig að viðhalda samningnum. Þó ber að taka fram að ólíklegt er að Noregur gangi í ESB á næstu árum. Aðild er ekki á borði núverandi ríkis- stjórnar og í ljósi þess að ESB- aðild hefur tvívegis verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu verða skoðanakannanir í Noregi að sýna yfirgnæfandi fylgi við að- ild. Það hefur ekki verið raunin upp á síðkastið. WCIU IIU £../ puo. Kíktu á suzukibilar.is Skeifunni 17. Sími 568 5100.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.