blaðið - 17.03.2007, Side 20

blaðið - 17.03.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaöið Heimilisvænir og gómsætir FULLELDAÐIR OG TILBÚNIR Á PÖNNUNA EÐA f OFNINN! matfiskur - Lostæti með lítilli fyrirhöfn Illugi Jökulsson skrifar um sýndarveruleika Ruglað um stjórnarskrána „Af því þeir héldu aö það hljómaði vel i eyr- um kjósenda að fœia auðlindir í þjóðaieigu. Þó allir vissu að þetta vœri rugl ingu fyrir kjósendum en svo að bjóða ekki upp á svona þvætting hinu fræga „korteri fyrir kosn- ingar“ eins og það er alltaf orðað nútildags. Þeirvita að viðvit- um að þeirvita Svo varð náttúrlega ekki neitt úrneinu. Stjórnarflokkarnirlypp- uðust niður með þessa vitleysu sína. Þeir virtust á tímabili ætla að reyna að kenna stjórnarand- stöðunni um. Hún hefði ekki „hleypt málinu í gegn“. Rétt eins og það sé hlutverk stjórnarand- stöðu að auðvelda ringluðum ríkisstjórnarflokkum að leika sér með stjórnarskrána til þess að fiska kannski fáein atkvæði í komandi kosningum. Bæði Geir Haarde og Jón Sigurðsson klöpp- uðu þann stein í blöðunum í gærmorgun. Samt vita allir að málið stopp- aði af því það var vitleysa frá upp- hafi. Bæði Geir og Jón vita það líka. Við vitum að þeir vita það. Og þeir vita að við vitum það. Og þeir vita meira að segja líka að við vitum að þeir vita það. Það má bara ekki viðurkenna það. íslenskir stjórnmálamenn mega ekki viðurkenna að hafa hlaupið á sig. Því er haldið áfram með sjónarspilið. Og kjánaskapinn. Skömm að þessu! Ænei, það er ekkert gaman að fylgjast með þessu. Kannski finnst þeim þeir hafi sloppið vel. Þurfa ekki að standa við stóru orðin sem allir vissu að voru innihaldslaus. Og geta fram í rauðan dauðann kennt öðrum um eigið klúður. Skömm að þessu, skömm að þessu! Stundum er ekkert gaman að fylgjast með íslenskri pólitík. Þá á við þegar stjórnmálamenn vorir haga sér eins og óþroskaðir krakkar - og ég vona bara ég geri óþroskuðum krökkum ekki skömm til með þessari samlík- ingu. Segjum kannski í stað- inn: Þegar þeir haga sér eins og kjánar. Og það hafa stjórnmálamenn vorir einmitt gert nú síðustu tvær vikurnar eða svo í því sem kallað hefur verið „auðlindamálið". Það mál var augljós kjánaskapur frá upphafi til enda. Og ekkert gaman að fylgjast með þeim kjánaskap. Nei, frómt frá sagt þá skammað- ist ég mín. Ella myndi stjórnin springa! Þetta mál hefði auðvitað aldrei komið upp með þessum hætti nema af því það eru kosningar í nánd. Framsóknarflokkurinn sá sér allt í einu hag í því að láta eins og það skipti hann ógnar- miklu máli að setja í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auð- lindum. Ákvæði sem fram að því höfðu kannski verið til umræðu í stjórnarskrárnefnd en ekki hafði verið lögð nein sérstök áhersla á. Hvað sem Jón Kristjánsson segir. Og svo spanaði Framsóknar- flokkurinn sig upp í að hann mundi standa og falla með þessu ákvæði. Ella myndi stjórnin springa - á þessum síðustu metrum sínum! Heyr á endemi! Vanhugsað með öllu Sjálfstæðisflokknum var svo- lítil vorkunn þegar hann reyndist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. En í stað þess að standa gegn þessum flumbrugangi framsókn- armanna, þá lét Sjálfstæðisflokk- urinn samt hafa sig að Iokum út í sama skapinn og gripið hafði félaga hans í ríkisstjórninni. Og allt í einu átti á fáeinum klukkutímum að setja nýtt ákvæði inn í sjálfa stjórnarskrá landsins - ákvæði sem laut hvorki meira né minna en að eign- arhaldi á auðlindum þjóðarinnar - en reyndist vera vanhugsað með öllu. Það hljómaði kannski ósköp huggulega. Þjóðin á auðlindirnar - eða auðlindina - því allt í einu snerist ákvæðið í reynd bara um fiskimiðin. Gallinn bara sá að allir lögspekingar þjóðarinnar voru sammála um að eins og ákvæðið átti að hljóma þá væri það tómt húmbúk. Og myndi hafa í för með sér tómt rugl. Þó allir vissu að þetta væri rugl Samt héldu stjórnarflokkarnir í nokkur dægur áfram með þetta rugl-mál. Af því þeir héldu að það hljómaði vel í eyrum kjósenda að færa auðlindir í þjóðareigu. Þó allir vissu að þetta væri rugl. Og myndi ekki breyta neinu - nema í mesta lagi færa lögfræðingum aukna atvinnu við að reyna að túlka ósköpin, eins og einhvers staðar var sagt. Þetta var sem sagt sýndar- veruleiki. Stjórnarflokkarnir voru í sýndarstríði um sýndar- ákvæði um sýndareignarhald á auðlindunum. Hefði kannski getað verið fyndið, nema þetta snerist óvart um stjórnarskrána - sem á ekki að vera leiksoppur stjórnmála- manna í kosningaham. Þeir eiga að bera ögn meiri virð- ingu fyrir henni en svo. Ogþeireiga líka að bera ö g n meiri virð-

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.