blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 35
blaðið
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 35
burt. Hann gekk Lindargötuna
og þegar hann kom að Franska
spítalanum gekk hann að húsinu.
Hann fór inn um opinn kjallara-
glugga. Hann settist á sófagarm
og kveikti sér í sígarettu. Svo
kveikti hann á eldspýtu og bar
að trosnuðu áklæðinu. Brátt tók
að loga í sófanum. Guðmundur
gekk út og hélt heimleiðis. Þegar
þangað var komið sá hann út um
gluggann mikinn reyk vestur í
bæ og taldi víst að hann kæmi frá
netagerðinni. Hann læddist inn í
herbergi foreldra sinna sem voru
sofandi og tókst að ná bíllyklum
foreldra sinna án þess að vart
yrði við hann. Hann ók vestur
í bæ og lagði bílnum ekki langt
frá brunastaðnum. Hann gekk
að netaverkstæðinu og fylgdist
með erfiðri baráttu slökkviliðs-
manna. Að því loknu ók hann
heim. Guðmundur háttaði sig og
þegar hann var að fara að sofa
varð hann var við að slökkvilið
var á leið að Franska spítalnum.
Ekki fór hann út aftur heldur
sofnaði værum blundi. Talsverð-
ar skemmdir urðu á spítalanum
en íbúar komust út án þess að þá
sakaði.
Bílstuldur og leit
Viku eftir þessa atburði kveikti
Guðmundur í húsi á Vesturgötu
en slökkvilið kom í veg fyrir
stórbruna. Eftir að hafa kveikt
í húsinu stal Guðmundur ólæst-
um bíl. Þegar hann var kominn
rétt vestan við Blikastaði missti
hann stjórn á bílnum, ók út af
og rakst á hitaveitustokk. Hann
yfirgaf bílinn og gekk upp fjallið
fyrir ofan.
Tveir menn sem voru saman á
ferð í bíl sáu reyk framundan og
flýttu sér að sjá hverju þetta sætti.
Þegar þeir komu að sáu þeir bíl-
inn í ljósum logum. í þessu bar
að annan bíl. Farið var á honum
að Reykjum og slökkviliði gert
viðvart.
Lögregla sá strax að maður
hafði gengið frá bílnum og upp
fjallið. Vélstjóri í rafstöðinni við
Elliðaár sá til ferða manns sem
honum þótti grunsamlegur. Lög-
regla var látin vita. Leit var hert
í nágrenni rafstöðvarinnar en
nokkru síðar voru tveir lögreglu-
þjónar á ferð á Sogavegi þar sem
þeir sáu Guðmund. Ekki var nóg
með að lýsingin á eftirlýsta mann-
inum ætti við Guðmund, lögreglu-
þjónarnir þekktu hann að auki.
Þeir handtóku hann mótþróal-
aust. Við yfirheyrslur játaði hann
bílstuldinn. Eftir nokkra stund
játaði hann allar þær íkveikjur
sem hér hefur verið sagt frá.
Geðlæknir taldi að Guðmundur
hefði ekki verið sjálfráður gerða
sinna. Guðmundur var dæmdur
til að sæta öryggisgæslu á viðeig-
andi stofnun.
mm
'MÍÍÉ
, ‘ a «
£'? fcl
•A'T.WrV’ipw.
Slökkvilið Reykjavík-
urborgar hafði sann-
arlega nóg að gera í
maímánuði 1948.
að veta
et
Vtvtv
að hafa kveikt sér í sígarettu sá
Guðmundur trékassa með bréfa-
rusli á gólfinu. Hann henti log-
andi eldspýtu í kassann og strax
tók að loga. Eftir að hafa horft á
eldinn nokkra stund gekk hann
út.
Ibúi á Holtsgötu var að koma
heim laust fyrir klukkan hálf-
fimm um morguninn þegar
hann sá rjúka undan þakskeggi
netaverkstæðisins. Hann flýtti
sér inn og hringdi á slökkvilið.
Slökkvistarf hófst skömmu síð-
ar en ekki fékkst við neitt ráðið.
Netaverkstæðið brann til kaldra
kola og allt sem í því var eyði-
lagðist.
Af Guðmundi er það að segja
að á leið heim kom hann að
brunaboða á horni Spítalastígs
og Bergstaðastrætis. Hann braut
brunaboðann og gabbaði því
slökkviliðið þangað en slökkvilið-
ið hafði þegar nóg að gera vegna
stórbrunans í netagerðinni.
Þegar Guðmundur hafði brot-
ið brunaboðann flýtti hann sér
HH
\ N,
1 AQl
i -**■ — ■■ ."*'•***
105 milljarðar I vegf
M iirtii i aswHMdN
ÍSrW
V
Ff1
W
5«.
*Frá1. marser Blaöið
borið út á fleiri heimili
en nokkuð annað
dagblað á fslandi