blaðið

Ulloq

blaðið - 17.03.2007, Qupperneq 36

blaðið - 17.03.2007, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaðiö - Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur komið víða við í starfi sínu sem blaðamaður enferill hans hófst við tíu ára aldur þegar hann gaf út vikublað. Eftir sjö ára hléfrá sjónvarpi hefur hann tekið við umsjón íslands í dag á Stöð 2 þar sem hann hyggst bæta áhorfið svo um munar. Svanhvít Ljós- ' björg Guðmundsdóttir átti samtal við Steingrím Sævarr hvar hann sagði hennifrá svörtu bókinni, sannri ást og forsætisráðuneytinu. Þangað til ég var tíu ára gamall ætlaði ég að verða öskukall en ég ákvað að verða blaða- maður þegar ég var tíu ára. Þá gaf ég út vikublað sem hét Rak- blaðið og var með fréttir úr heima- hverfinu i bland við smásögur og ljóð eftir sjálfan mig. Þetta ljósrit- aði ég og seldi fyrir utan Glæsibæ á föstudögum og keypti mér hjól fyrir peninginn," segir Steingrímur Sævarr en þess má geta að hann er bróðir hins þekkta tónlistar- og < sjónvarpsmanns, Jóns Ólafssonar, sem er með vinsæla þætti í Sjón- vaipinu á laugardagskvöldum. „Eg var í ritnefndinni í gagnfræða- skóla, var ritstjóri Verzlunarskóla- blaðsins og á meðan ég var í Verzló var ég blaðamaður í lausamennsku hjá Morgunblaðinu," heldur hann áfram. „Blaðamennskan hefur því fylgt mér í rúmlega þrjátíu ár. Forvitni er ættareinkennið og það hefur stundum verið sagt um mig að ég þegi fallega því ég þegi sjaldan og þegar ég þegi þá sé það ofboðslega fallegt. Fyrir þann sem er forvitinn og finnst hann alltaf þurfa að tala er örugglega ekki til betri stétt en blaðamannastéttin.“ Hef eitthvað fram að færa Aðspurður hvernig sé að vera kominn aftur í sjónvarp segir Stein- grímur: „Á stundum er eins og ég hafi aldrei farið en á sama tíma sé ég hvað mikið hefur breyst, ekki síst ég sjálfur. Ég var mjög sáttur í því sem ég var að gera, var að fá útrás fyrir skrif á bloggi og hafði nóg að gera í lausamennsku. En ég hefði aldrei farið aftur í sjónvarp nema af því ég teldi mig hafa eitt- hvað fram að færa. Ég þurfti að hugsa mig vel um og velta því fyrir mér hvort ég hefði eitthvert erindi í þetta aftur. Þetta ferli tók dálítinn tíma og það þurfti að sannfæra mig. Svo þurfti ég að sannfæra mig og aðra í kringum mig, fjölskylduna og þá sem ég vann fyrir. Ég er með ákveðnar hugmyndir um hvernig mér finnst að mætti bæta þátt- inn, gera hann öðruvísi og breyta honum. Það er það sem ég er að vinna í núna en þetta er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Ég elska áskoranir Það hefur mikið verið rætt um samkeppni Kastljóss og íslands í dag en Steingrímur segir að sá sam- anburður sé ákveðin einföldun. „Is- land í dag er í raun og veru ekki að keppa við Kastljósið í tíma heldur við fréttir Ríkissjónvarpsins. Þegar við förum í loftið eru fréttir Rík- issjónvarpsins að hefjast og við förum úr loftinu fyrir hálf átta og þá er Kastljósið ekki byrjað. Hins vegar eru þessir þættir alltaf bornir saman, eðli málsins samkvæmt, og það er mjög skiljanlegt,“ segir Eteingrímur og viðurkennir að vitanlega sé heilmikil áskorun að fara í samkeppni við fréttir Rík- issjónvarpsins. „Það er eitt af því sem raunverulega heillaði mig. Ég hafði trú á því að hægt væri að búa til valmöguleika við fréttir Ríkis- sjónvarpsins. Mér sýnist á öllu að ís- land í dag hafi risið hæst í um það bil 18 prósenta áhorf. Ef Island í dag hefur hæst farið í 18 prósenta áhorf og Kastljósið er með yfir 20 eða 30 prósenta áhorf þá verð ég að brjóta blað í sögu þáttarins sem hefur verið í sjónvarpi í þrettán ár. Það er heilmikil áskorun og ég elska áskoranir. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að við gætum rifið þennan þátt upp í hærri hæðir en áður hefur þekkst. Kastljósið hefur ákveðið forskot og þeir eru að gera margt gott. Ég vil bara gera enn þá betur.“ Svarta bókin Steingrímur viðurkennir að hann hafi gefið sjálfum sér ákveð- inn tíma til að bæta áhorf Islands í dag en hve langur tími það sé segir hann vera leyndarmál. „Ég set sjálfum mér alltaf mörk. Þetta er eins og að skrifa ritgerð eða ræðu, ég fer ekki í þetta nema ég viti hvar ég ætla að byrja, um hvað ég ætla að fjalla og hvar ég enda. Ég hef sett mér ákveðin mörk með ákveðnar tölur og hef líka ákveðið hvað ég ætla að vera lengi í þessu. Ég held að menn eigi aldrei að endast of lengi í hlutum því eftir ákveðinn árafjölda eru þeir búnir að setja sér ákveðin mörk. Þegar þeim tak- mörkum er náð þarf að búa til ný takmörk eða nýjan áfangastað. Það geturðu einungis í ákveðinn tíma en eftir það ertu annað hvort að endurtaka þig eða stefna á stað sem þig langar ekkert að fara á.“ Áhorf- endum hefur leikið forvitni á að vita hvað svarta bókin sem Steingrímur heldur á í útsendingu hefur að „Ég er ekki mjög pólitískur í hugsun en er með mjög sterka réttlætiskennd og hef sterkar sannfæringar, ég hef sérstaklega sterka sannfæringu um það sem mérfinnst að megi betur fara." geyma og margar tillögur hafa litið dagsins ljós á bloggsíðum landans. Sjálfur segir hann að hún geymi engin stór leyndarmál. „Svarta bókin er mér jafnnauðsynleg og síminn er mörgum öðrum. Þetta er ósköp einföld svört minnisbók sem ég skrifa í þegar ég fæ hugmyndir, hitti skemmtilegt fólk eða einhver segir mér skemmtilega sögu. Ég hef alltof oft í gegnum tíðina brennt mig á þvi að ætla að muna eftir ein- hverju efni en sjá það síðan hálfu ári síðar í blaði eða sjónvarpsþætti. Nú hef ég ekki við neinn að sakast nema mig ef ég framkvæmi ekki þær góðu hugmyndir sem mér eru gefnar.“ Vill gera það besta á hverjum degi Steingrímur segist hafa margar hugmyndirumhvernigmegibætals- land í dag og lokka fólk að skjánum. „Eitt af því sem mig langar til að gera er að hafa þáttinn fjölbreyttan og margbreytilegan, í hverjum ein-

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.