blaðið - 17.03.2007, Page 37

blaðið - 17.03.2007, Page 37
blaðiö LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 37 asta þætti eiga allir að geta fundið eitthvað fyrir sig. Ég er mjög hrif- inn af því sem ég kalla smámyndir en þær geta verið frá fimmtán sekúndum upp í tveggja mínútna langar. Smámyndir eru kannski eitthvað sem ratar ekki venjulega í fréttir, þær kornast ekki á forsíðu blaðanna en sýna skemmtilega en öðruvísi mynd af daglegu lífi. Ég get tekið sem dæmi um smámynd þar sem fólk er hvatt til að gefa blóð með því að fara og gefa blóð sjálfur. Þetta er það sem við myndum kalla litlu málin en þau fá okkur annað hvort til að hugsa okkur aðeins um, brosa og líða betur eða standa upp og gera eitthvað sem við höfum lengi hugsað um. Mér finnst svona efni lífsnauðsynlegt því þetta er það sem við tölum um og það sem okkur finnst gaman að. Ég vil ekki gera ísland í dag að könnun- arþætti. Það er vel þekkt að menn taka efni, geyma það og þegar það kemur áhorfskönnun þá gusa þeir góða efninu út þannig að það koma fimm æðislegir þættir en í næstu fjóra mánuði er ekkert sérstakt í þáttunum. Það er ekki minn stíll því ég vil gera það besta á hverjum einasta degi. Áhorfendur eiga alltaf að geta gengið að því vísu að í ís- landi í dag leggjum við okkur fram á hverjum degi, ekki bara þegar það er áhorfskönnun." síst skoðuð af fólki í fjölmiðlaheim- inum þar sem Steingrími tekst ansi oft að „skúbba“. „Ég byrjaði að blogga árið 2000 á kerfi sem heitir Blogspot, færði mig þaðan yfir á síðu sem hét Fréttir. com og skemmti mér vel með hana. Síðan fékk ég hálfpartinn leiða á áreitinu sem fylgdi þessu enda var þetta orðið það umfangsmikið. Ef ég var einhvers staðar á manna- mótum þá annað hvort þagnaði fólk þegar ég kom, sagði að það mætti ekki birta það sem þau voru að tala um eða fólk heimtaði að eitt- hvað kæmi á bloggið. Ég fékk bara „Kastljósið hefur ákveðið forskot og þeir eru að gera margt gott. Ég vil bara gera ennþá betur." nóg. Síðan byrjaði ég að blogga aftur í september í fyrra en bloggið er form sem mér finnst mjög þægi- legt. Vélritunarkennslan úr Verzl- unarskólanum kemur að góðum notum og ég er tiltölulega fljótur að forma í huganum það sem ég skrifa sem þýðir að ég er yfirleitt ekki nema 4-6 mínútur að skella inn færslu, frá því ég hugsa hana þangað til ég skelli henni inn. Auk þess sem ég fæ ofboðslega margar ábendingar sem ég er mjög fljótur að vinna úr.“ Ástfanginn upp fyrir haus Þegar Steingrímur er inntur eftir því hvað hann fái út úr því að blogga segist hann ekki vera viss. „Ég hugsa að þetta sé tilfinning blaða- manns að vera fyrstur með eitthvað, þessi skúbbtilfinning sem er svo eft- irsóknarverð. Stundum set ég eitt- hvað sem ég rekst á inn á bloggið einfaldlega vegna þess að mig langar til að segja frá því. Kannski ef ég fæ einhverja fyndna mynd eða lesendabréf þar sem kemur fram skoðun sem mér finnst skemmtileg eða eiga erindi við aðra. Mér finnst mjög gaman að leyfa fólki að nota þennan vettvang minn til að koma einhverju á framfæri,“ segir Stein- grímur sem er ástfanginn. „Ég er trúlofaður, í sambúð og ástfanginn upp fyrir haus. Ég á eina dóttur affc fyrra hjónabandi og konan mín á tvö börn þannig að við erum þessi klassíska samsetta fjölskylda og með hund að auki.“ Afar vönduð borðstofuhúsgögn Pólitík er ekki fyrir mig Steingrímur starfaði sem upp- lýsingafulltrúi forsætisráðuneyt- isins i tíð Halldórs Ásgrímssonar en hann segir að hann hafi viljað kynnast stjórnsýslunni innan frá og sjá hvað gerist í raun og veru. „Ég er öðruvísi blaðamaður eftir þessa reynslu en það á við um allt sem fólk gengur í gegnum. Allir atburðir og öll reynsla sem maður gengur í gegnum hefur áhrif á mann og breytir manni með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er fæðing, dauði, hjónaband, skiln- aður, erfiðleikar eða velgengni. Þegar ég fór í ráðuneytið var mitt markmið frá upphafi eitt, að auð- velda boðleið á milli fréttamanna og ráðuneytisins. Ég gerði allt sem ég taldi mig geta gert til að opna þessar leiðir á milli en svo verða aðrir að meta hvernig til tókst. Ég man í fljótu bragði ekki eftir því að hafa þurft að hafna nema sex við- tölum. Fyrir mig persónulega fékk ég að upplifa athyglisverða tíma og fara í mjög athyglisverðar ferðir eins og útförina hjá páfanum og 60 ára striðslokaafmæli á Rauða torg- inu i Kreml. Eins fékk ég að kynn- ast fólki og stjórnmálamönnum úr öllum flokkum og sjá hvernig kerfið virkar. En ég myndi ekki vilja gera þetta að ævistarfi og hafi einhvern tímann verið möguleiki á því að það blundaði jafnvel ein- hver áhugi á þvi að fara út í pólitík þá slokknaði hann við að kynnast pólitíkinni svona náið. Ég bara áttaði mig á því að pólitík er ekki fyrir mig. Ég hef ekki karakterinn í það því ég hef aldrei skilið hvernig menn geta verið vinir en rifist þegar kveikt er á myndavélum,“ segir Steingrímur sem viðurkennir fúslega að hann sé stimplaður fram- sóknarmaður. „Ég hugsa að ég ætti í mjög miklum erfiðleikum með að segja að ég væri eitthvað annað en framsóknarmaður. Ég er ekki mjög pólitískur í hugsun en er með mjög sterka réttlætiskennd og hef sterkar sannfæringar, ég hef sérstaklega sterka sannfæringu um það sem mér finnst að megi betur fara. Ég er eiginlega þannig að ef ég ætti að taka þau mál sem brenna heitt á mér og ef ég ætla að setja pólitískan stimpil á það allt þá held ég að ég væri utan flokka. Mín pólitík er því eiginlega réttlætiskennd." Fékk leiða á áreitinu Eitt áhugamála Steingríms er að halda úti heimasíðunni Þegar stórt er spurt sem er ansi vinsæl enda allt upp í tíu þúsund manns sem skoða hana daglega. Síðan er ekki núna og gerðu frábær kaup Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 Opið Virka daga kl.10-18 / Laugard. kl.11-16

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.