blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaöiö
Þýðing, endurritun, ritstuldur
Á fimmtudaginn ætlar Jón Karl Helgason, aðjúnkt I íslensku fyrir
erlenda stúdenta við Hl, að halda fyrirlestur um hugtakið ritstuld,
samheiti þess á erlendum tungumálum og lög um höfundarrétt á
Amtsbókasafninu á Akureyri. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.15
Málgagn UVG
Vinstri, málgagn Ungra vinstri-grænna, er komið út, en forsíðu
blaðsins prýðir teikning sem táknar draumkennda framtíðarsýn:
Yfirgefið álver, fagran dal, sólarupprás og kapítalistasvín þrætt upp
á grilltein. Blaðið má nálgast á slóðinni hi.is/~erlendj/vinstri.pdf.
menning@bladid.net
Afrísk list
Afrísk menning verður í háveg-
um höfð í Þjóðminjasafninu um
helgina en í dag verður þar opnuð
sýning sem ber yfirskriftina Hvi
ekki Afríka? Á sýningunni getur
að líta Ijósmyndir sem franski ljós-
myndarinn Dominique Darbois
tók í álfunni á árunum 1950-1980.
Jafnframt verða til sýnis afrískir
skúlptúrar og myndir af 30 afrísk-
um munum svo sem grímum og
styttum. í tengslum við sýninguna
verður síðan blásið til málþings í
fyrirlestrarsal safnsins á morgun
klúkkan 14-16.
Dominique Darbois ferðaðist til
í öndvegi
Afríku á tímabilinu 1950-1980 og
tók myndir af afrískum konum við
ýmis tækifæri. Myndirnar eru tekn-
ar í meira en tíu löndum álfunnar
sunnan Sahara-eyðimerkurinnar.
Sýningunni í Þjóðminjasafninu
er ætlað að kynna ólíka þætti afr-
ískrar listsköpunar, allt frá Sahara
og Malí til Angóla, með viðkomu
á Filabeinsströndinni, Nígeríu, Ga-
bon og Lýðveldinu Kongó.
Samhliða opnun sýningarinnar
Hví ekki Afríka? í Myndasal Þjóð-
minjasafnsins verður opnuð sýn-
ing á ljósmyndum Katrínar Elvars-
dóttur á Veggnum.
„þarna er rokk, diskó og pönk ásamt ýmsu öðru
' Þetta er í raun tónlist sem höfðar til allra aldurshópa og sameinar
þannig áhorfendur með allskonar tónlistaráhuga og -þarfir...
...sex ára fylgdarmaður minn tilkynnti í hléinu að hann hefði
hug á því að sjá þessa sýningu þúsund sinnum...”
Þorgerður E Sigurðardóttir, Víðsjá
með einkasýxtingu
GaUen
Myndlist sem sýnir
fagurfræði ofbeldis
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hildur@bladid.net
„Fyrsti hluti sýningarinnar er
myndband frá síðasta ári sem heit-
ir Material Dust en um er að ræða
upptöku af því sem gerðist á bak
við tjöldin við gerð kvikmyndar
í Hong Kong. Þar blanda ég einn-
ig inn minum eigin skáldskap. Á
þann hátt sýni ég mörkin á milli
þess sem er raunverulegt og þess
sem er uppspunnið i samhengi við
ástandið í borginni í sinni ýktustu
mynd,“ segir Alejandros Vidal sem
í dag klukkan 17 opnar sýningu
í Gallerí Kling & Bang. Þetta er
fyrsta einkasýning þessa spænska
listamanns hér á landi. Sýningin
stendur yfir til 15. apríl og saman-
stendur af myndbandsverkum og
ljósmyndum í afgirtu rými.
„1 svona stórum borgum eins og
Hong Kong geta verið miklar öfgar
í ofbeldi, spillingu og ítökum mafí-
unnar svo dæmi séu tekin,“ segir
Alejandro. Hann bendir þó á að
ekki sé þar með sagt að Hong Kong
sé hættulegri borg en aðrar. „Það
eru varla til margar borgir sem
eru lausar við vandamál af þessu
tagi, og ástandið í Hong Kong er
sennilega ekki verra en í öðrum
borgum af svipaðri stærðargráðu.
Ég hafði fyrst og fremst áhuga á
Hong Kong vegna sérstöðu hennar
í kvikmyndagerð en á sjöunda og
áttunda áratugnum var hún nokk-
urs konar Hollywood austursins
og mekka kvikmyndagerðar í Asíu.
Nú er borgin hins vegar í hálfgerðri
hnignun."
Eftir myndbandið tekur við ljós-
myndasería sem heitir Negotiating
a New Economical Lethal Paradise
og er sömuleiðis frá árinu 2006. í
henni eru vaktar upp dýrslegar sög-
ur sem fóstraðar eru á klassískum,
asískum neðanjarðarkvikmyndum
þar sem gangsterar eru stríðsmenn
nútímans; ofbeldisfullur dauðdagi
verður að helgiathöfn og gildismat
er keypt dýru verði. „Þessi litla
myndasaga er að mörgu leyti dæmi-
gerð fyrir mitt helsta hugðarefni í
listinni, sem er fagurfræði ofbeld-
isins," segir Alejandro og bætir því
við að það sé ekki þar með sagt að
myndunum sé ætlað að hvetja til
NÁMSKEIÐ
ofbeldis eða vekja óhug. „Þær eru
vissulega ekki ætlaðar mjög ung-
um börnum. En þær eru þó ekki
þannig að þær ættu að særa við-
kvæma.“
Þriðji og síðasti hluti sýningar-
innar er annað myndband sem heit-
ir Tactical Disorder. „Það er mjög
pólitískt verk og ádeila á samband-
ið milli aukinna aðgerða ríkisvalds-
ins til þess að auka öryggi borgar-
anna annars vegar og minnkandi
athafnafrelsi fólks hins vegar," út-
skýrir Alejandro Vidal að lokum.
Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í
7. rannsóknaáætlun ESB
Þriðjudaginn 3. apríl kl. 9:00-15:30 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 101
Námskeið fyrir væntanlego þátttakendur í
7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins 2007-2013
SEVENTH FRAMEWORK
PROGRAMME
Dagskrá:
• Yfirlityfir 7. rannsóknaáætlun ESB
• Markmið áætlunarinnar og bakgrunnur
• Undirsvið 7. rannsóknaáætlunar E5B
• Tegundir verkefnastyrkja
• Hlutverk evrópskra tæknivettvanga (Technology Platforms)
• Grunnrannsóknirí 7. rannsóknaáætlun E5B
• Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun E5B
• Þín stefnumörkun fyrir 7. rannsóknaáætlun E5B
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd., eftirsóttur ráðgjafi sem unnið hefur fyrir marga
af helstu háskólum Evrópu, rannsóknastofnanir og fyrirtæki á sviði rannsókna.
Fjöldi þátttakenda ertakmarkaður. Þátttökugjald er kr. 25.000. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar.
Frestur til að skrá sig er 29. mars 2007. Skráning fer fram hjá rannis@rannis.is og f síma 515 5800.
MAPO
POUVtKMl
9
❖
ÍPR^MPT impra nýsköpunarmiðstöð HÁSKÓLINN I REYKJAVlK
^ Iðntasknistofnun nmM»u ummmi
RANIUIS
Rannsóknamiöstöö íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is