blaðið - 17.03.2007, Side 40
40
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
V Hlaðiö
Árangur fer eftir gæðum
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Solar Duo Blush kinnalitir gefa kinnum
og andliti náttúrulega og sumarlega áferð
í bleikum og gylltum tónum Radiant Pink
kinnalitur. Flottur bleikur með glitrandi áferð
með djúpbleikri miðju fyrir fallegar rósakinnar.
Radiant Bronze. Ríkur og dökkbleikur með
gylltum tónum fyrir sumarnætur.
Shimmer Cubes, fjórir augnskuggakubbar
frá Body Shop Amazon lce Blue er ísblár og silfr-
aður. Carnival Shimmer mjúkur, silfraður og glitr-
andi litur. Rio Golden Sand er ríkur og glæsilega
gylltur, góður til að lýsa upp augun. Sao Paulo
Sunrise, fallegur og fíngerður ferskjubleikur með
silfraðri áferð
tíska
tiska@bladid.net
Tískan í Japan
Tískuvikan í Japan er nýafstaðin og þar mátti sjá
ýmislegt fallegt sem japanskir tískuhönnuðir báru
á borð. Margir hönnuðir sýndu föt sem eru í anda
þess sem sést á tískupöllum í París eða Mílanó á
meðan aðrir sýndu föt sem voru undir sterkum
áhrifum frá japönskum hefðum.
Koichi Kamoshida
Nýr hönnuður hjá Chloé
Nýr hönnuður fyrir Chloé, Melim Anderson, kynnti á dögunum á tískuvikunni í París sína fyrstu fatalínu fyrir tískuhúsið. Melim
tekur við góðu búi úr höndum Phoebe Philo sem er þekkt fyrir kjóla í nostalgiuanda og kvenlega og smarta hönnun. Lína Me-
lim þótti nokkuð góð og sérstaklega vöktu athygli stuttir og skemmtilegir kjólar í appelsínugulum lit. Annars er Ijóst að Melim
mun taka næsta árið í að skapa sinn eigin stíl fyrir tískuhúsið og á eftir að sanna sig sem réttmætur arftaki Philo.
Sumarið kemur
Nýja förðunarlína frá Body Shop er fersk og sumarleg og bíður
upp á spennandi möguleika. Sumarförðunin er jafnan léttari og
inniheldur skærari liti, glans á varir og gyllta tóna á húðina.
Þarft þú að losna
við aukakíló?
- kíktu inn á metasys.is
metasys.is
GottúnxJaf meágöngu
• Vaxamecíjxsr
• Veitaskuckvng
• Soionlaus
• Gottven}
Liplife Gloss eru glansandi og gera varirnar
sumarlegar. Glossin innihalda Marula-olíu
sem nærir varirnar og heldur þeim rökum
Golden Apple er gylltur og glansandi. Lively
Berry er ríkur og berjarauður. Pink Lychee er
hressandi og fallega bleikur með silfraðri áferð
Body and Leg Shine Ótrúlega skemmti-
legt stifti frá Body Shop og nú þurfa hvít-
ir og fölir fætur ekki lengur að fela sig.
Sniðugt þegar sokkabuxur verða óþarfar
og tími kominn á að spranga um í sumar-
kjólum eða stuttbuxum. Húðin fær á sig
fallega og eðlilega bronsáferð þannig að
hún virkar útitekin og hraustlegri. Einkar
auðvelt í notkun og stiftið er hægt að
nota á fætur og herðar og viðbein og
það er eins og þú hafir eytt deginum á
sólarströnd.
Eye Colour Fusion er
nafnið á sumaraugn-
skuggunum frá Body
Shop Litirnir eru lifandi
og litríkir og hver liturýtir
undir og undirstrikar lit
augnanna. Fusion-þlár
sem minnir á hafið bláa á
sólríkri strönd. Fusion-
grænn er fínlegur og
fallegur. Fusion-brúnn
er litur sem minnir á kaffi
og súkkulaði.
29 vítamín og steinefni ■ 1 8 aminósýrur ■ Blaðgræna ■ Omega
■ GLA fitusýrur • SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í likamanum.
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
Súrefnistæmdar umbúöir
vernda næringarefnin.
Lifestream þörungarnir eru ómengaðir,
ræktaöir í ferskvatni eftir ströngum
gæðastaöli. IS09001 • IS014001
Greinilegur árangur eftir
nokkra daga inntöku
Fæst í öllum apótekumog heilsubúðum. www.celsus.is
Tískuspeki
Dagbjört Guðmundsdóttir er fatahönn-
uður og vinnur í versluninni 3
hæðir á Laugavegi. Hún segist
spá hæfilega mikið í tískuna án
þess að tapa sér alveg í henni.
Dagbjört er mikið í kjólum og
pilsum og hún er veik fyrir flottum
hælaskóm. Dagbjört saumar líka
mikið af fötunum sínum og breytir
gömlum fötum á skemmtilegan
hátt. Tískuspeki Dagbjartar er
eitthvað á þessa leið.
Rohn Roca-pils Þetta pils keypti
ég á útsölu í 3 hæðum og mér finnst
það alveg ofsalega fallegt. Það er bæði
hægt að nota það við fin tækifæri og
hversdags og það er mjög fallegt í sniöinu,
aðsniðið en að aftan kemur það örlítið út
eins og lítiö stél.
Háir sokkar Þar sem ég er mikið í pilsum
og kjólum nota ég mikið háa sokka á
veturna sem ég nota yfir sokkabuxur.
Sokkarnir eru annað hvort úr þunnri ull,
kasmír eða silki og síðan hef ég líka keypt
þykkar bómullarsokkabuxur sem ég klippi
og nota bara sokkana. Algjör nauðsyn í
Islenskum vetri.
Gráu rúskinnshælaskórnir minir Þetta
eru mínir uppáhaldsskór þessa dagana en
ég keypti þá í versluninni 38 þrep. Þeir eru
með 15 cm háum hælum en eru ótrúlega
þægilegir. Ég er mjög mikið í hælaskóm
og er mjög veik fyrir allskonar flottum
hælum. Ég hef þó af illri nauðsyn
komið mér upp einu pari af striga-
skóm og góðum gönguskóm
í sem ég nota þegar ég þarf
í eitthvað að hlaupa og vaða
fV' snjó.
Saumavélin Amma mín gaf mér
forláta Husquarna-saumavél sem
hún átti og ég nota hana mjög
mikið. Maðurinn minn gaf mér líka
overlockvél i afmælisgjöf og ég
er því fær í flestan sjó. Ég sauma
mikið af þeim fötum sem ég er í og
kaupi stundum föt gagngert til að
breyta þeim. Um daginn breytti ég til
dæmis einföldum svörtum second hand
kjól og gerði á hann þykkan perlukraga
og þá kom Husquarna-saumavélin sér
mjög vel.
Gullkjóllinn Þetta er það nýjasta í
fataskápnum og þegar ég sá kjólinn varð
ég að eignast hann. Hann er frá Vanessu
Bruno og kom með sendingu hingað I búð-
ina. Þetta er ótrúlega flottur kjóll, stuttur
og víður og ég hlakka til að
nota hann í sumar. Það
er bæöi hægt að vera í
honum við leggings
eða sokkabuxur
eða nota hann
með belti við
buxur.