blaðið - 17.03.2007, Síða 42

blaðið - 17.03.2007, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaöið V ••»*ww,.,.... - > .,■,, \ * •% »4 ,'W, ■v w V6, í'.r" »• ■ « ,■ % >81 - | iS&kí'tí&Sik$3é*ú Ipfii •• - • » - •• . ;;■ ’ ’• . $*•< / . . ' ■ r». V-:' *nL • • *T ' .'w • " ~,*t ■■■■._ Nýliðinn vetur á norðurhveli jarðar var sá heitasti frá upphafi mæl- inga árið 1880, samkvæmt talsmanni Bandarísku haf- og lofthjúpsstofnun- arinnar (NOAA). A heimasíðu stofn- unarinnar segir að óvenjulega mikill hiti í janúarmánuði hafi orsakað háan samanlagðan vetrarhita á norð- urhveli. Stofnunin telur að veðurfyr- irbrigðið El Nino útskýri að ákveðnu leyti þessa hlýnun, en það orsakar sérstaka hlýnun sjávar í Kyrrahafi á nokkurra ára fresti. Jay Lawrimore, talsmaður NOAA, segir að næstheitasti veturinn hafi mælst árið 2004 og þriðji heitasti árið 1998. Þá hafa tíu heitustu árin mælst eftir árið 1995. „Við höldum því þó ekki fram að hár hiti nýliðins vetrar orsakist endilega af losun gróð- urhúsalofttegunda." Niðurstöður stofnunarinnar benda til þess að samanlagður hiti í sjó og á landi frá desember til febrúar hafi verið 0,72 gráður hærri en á meðaltalsári. Hitastig mældist yfir meðaltali í Evrópu, Asíu, vesturhluta Afríku, suðausturhluta Brasilíu og norðaust- urhluta Bandaríkjanna, en undir meðaltali í ýmsum hlutum Sádi-Ar- abíu og miðríkjum Bandaríkjanna. Veðurfræðingar NOAA spá því að árið 2007 muni mælast það heitasta frá upphafi mælinga og að hitastig muni haldi áfram að hækka um einn fimmta úr gráðu á áratuga fresti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands, segir ekkert í kortunum sem gefi ástæðu til að rengja þessar niðurstöður. Hann bendir á að undanfarið hafi nokkrar niðurstöður verið birtar sem bera ekki alveg nákvæmlega saman. „Ég held að þetta hljóti að stand- ast en ekki þarf að muna miklu til að einhver annar vetur geti hlotið heiðurinn," segir Trausti. „Líkur á hlýjum vetrum fara almennt vax- andi en getur þó verið nokkuð til- viljanakennt að öðru leyti. Þessi niðurstaða segir hins vegar hvorki um það hvernig næsti vetur verður né að árin fari jafnt og þétt hlýnandi héðan í frá.“ VísindanefndSameinuðuþjóðanna um loftslagsbreytingar birti skýrslu sína í París í síðasta mánuði þar sem „meira en níutíu prósenta“ líkur væru á því að að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Nefndin spáði því að yfirborð sjávar myndi hækka á næstu áratugum og að hitastig jarðar hækka um 1,1 til 6,4 gráður fram að næstu aldamótum. |v... i , 4<1 v;. ÍHC - VtKlWI* '7- 'í-; ■ ' ; 'M * V___ ■ ' V ' V* ■ ' ■: . . . - • 1 V . . f. - •* /.' '■■ . ýíftfÍttrX.. ,. tó & •f» í'r,''- . 'V ' . f s2s V

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.