blaðið - 17.03.2007, Side 46
46
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaðiö
íþróttir
Guðjón Þórðarson sáttur við menn,
skepnur, líf og tilveru á Akranesi:
Undarlega hljótt hefur verið um Guðjón Þórðarson
undanfarin misseri eftir að hann flutti heim aftur
eftir margra ára dvöl í Englandi. Guðjón hefur aldrei
verið þekktur fyrir að fara með veggjum heldur segir
skoðanir sínar umbúðalaust. Hann er mjög ánægður í
sínum gamla heimabæ og er hvergi hættur að tjá skoð-
anir sínar þó þær séu nú meira undir rós en fyrrum.
Ekkert meyrnað Engin eftirsjá Vorkennir Eggerti Magnússyni
Knattspyrna Aston Vilfa - Liverpool 14.00 RÚV
Blak
Úrslitakeppni kverina
15.30 RÚV
15.50 Sýn
Knattspyrna
Real Zaraqoi
15.50 SkjárSport
Knattspyrna
Wm Evcrton - Arsenal
'M
r á 17.50 Sýn
Knaltspyrna
■H Real Marlriti
19.25 SklárSport
Knattspyrna
Fiorentiria - Roma
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Guðjón hefur þann eiginleika að
kalla hlutina réttum nöfnum og
er ekkert að fela að Skagalið það
er hann nú þjálfar á litla sem enga
möguleika að taka þátt í toppslag
Landsbankadeildarinnar í sumar.
„Hópurinn samanstendur af mjög
ungum strákum sem enn eiga
mikið eftir ólært. Þó ég fari í engar
grafgötur með að ég mun koma
liðinu í fremstu röð á tveimur til
þremur árum þá gerist það ekki
á einni nóttu og ég sé okkur ekki
slást alvarlega á toppnum þetta
sumarið. í mínum huga verður
baráttan milli FH og KR um efsta
sætið og Valsmenn taka mögulega
þátt í þeim slag en við hér á Skag-
anum þurfum meiri tíma.“
Draumurinn ekki úti enn
Guðjón hefur um langa hríð
verið viðriðinn fótboltann með
ýmsum hætti og honum telst
til að 42 ár séu liðin síðan hann
[
1
Krúttlegir • Litir: blátt, rautt, glært -Stærðir 24-37
‘VémB
Skóverslun
Kringlunni 8-12
Sími 553 2888
Verð 750.
hóf að sparka bolta sjálfur með
yngri flokkum á Skaganum. Þó
hann eigi merkan feril að baki
hér heima reis stjarna hans einna
íæst á árunum 1997 til 1999
legar íslenska landsliðið undir
rans stjórn náði hæstu hæðum
sem liðið hefur nokkru sinni
náð. Traust til hans var slíkt að
nokkrir athafnamenn tóku sig
saman og keyptu undir hann fót-
boltaliðið Stoke City. Eftir ósætti
nokkru seinna hætti hann þar en
reyndi síðar fyrir sér með Start,
Notts County og Barnsley með
misjöfnum árangri. Ýmsir hafa
talað um uppgjöf varðandi heim-
komu Guðjóns á ný en hann blæs
á slíkar bollaleggingar.
„Ég vildi koma heim og hefði hæg-
lega getað fengið starf úti en þau
sem í boði voru heilluðu mig ekki.
Það var alltaf heimþrá og verður
alltaf enda gott að vera heima.
Meðan ég er ekki lengur á hött-
unum eftir einu né neinu þá liggur
líka fyrir að ef eitthvað spennandi
berst mína leið þá skoða ég það vel.
En eftirsjáin er engin."
Landsliðið í lægð
Mark er sannarlega tekið á Guð-
jóni þegar talið berst að íslenska
landsliðinu en engir hafa náð við-
líka árangri með liðið og Guðjón
á sínum tíma. Landsliðið er nú í
86. sæti styrkleikalista FIFA við
hlið Eþíópíu og Haítí, einum 30
sætum neðar en þegar Guðjón
réð ríkjum. „Við erum miklu
betri en þetta sæti gefur til kynna
og eigum að vera mun ofar að
jafnaði. Nú veit ég ekki hvernig
þjálfarar síðustu ára skipuleggja
sína vinnu en ég man að ég fékk
gagnrýni á sínum tíma fyrir að
nota allar stundir sem gáfust til
æfinga með liðinu. Það er full
vinna að ná árangri í fótbolta eins
og öllu öðru.“
Stál, hnífur og vorkunnsemi
Guðjón hefur um skeið glímt
við bakverki slæma og fór undir
hnífinn í vetur þess vegna. Hann
grínast með að ekki hafi hann
meyrnað við það enda var lausn
lækna að fylla kauða af stáli. „Ég
hef sennilega aldrei verið harðari
en nú með tvær stálplötur og sjö
stálnagla í líkamanum."
Hann meyrnar þó til muna
aðspurður um ævintýri Eggerts
Magnússonar með West Ham
en þeir félagar háðu á stundum
góðar rimmur sín á milli þegar
Guðjón var landsliðsþjálfari.
„Satt best að segja þá þykir mér
afar leiðinlegt hvað gengur illa
hjá þeim. Vorkenni Eggerti
að hluta líka því þetta er hans
draumur en gaman hefði verið
að sjá þetta ganga betur. Hvað
varðar rimmur okkar Eggerts í
fortíðinni þá var það meira blásið
út af fjölmiðlum. Við erum báðir
skeleggir og förum okkar fram
en Eggert má eiga það að á hann
var alltaf hægt að treysta. Það
sem hann sagði stóðst og ég ber
virðingu fyrir slíku fólki.“
Hin mörgu andlit Guðjóns Top-
paöi með landsliöinu, hrökklaöist
frá Stoke og reyndi fyrir sér hjá
Barnsley.
Framtíðin
Eftir 42 ár í fótboltaheimum
er ekki fráleitt að spyrja Guðjón
hvort leiði sæki nokkurn tíma
að honum hvað boltann varðar.
„Aldrei upplifað það. Þegar ég fæ
leiða á fótbolta verð ég dauður.“