blaðið - 17.03.2007, Síða 48

blaðið - 17.03.2007, Síða 48
mt-- 48 LAUGARDAGUR 17. MARC 2007 blaöiA Metamfetamín Metamfetamín var fyrst búið til af japönskum efnafræðingi árið 1919 og notað af hermönnum í heimsstyrjöldinni siðari í þeim tilgangi að halda sér vakandi og í viðbragðsstöðu. o Y'". Y'", Y'", wr i ml __ Auðvelt í framleiðslu Mikil hætta stafar af heimatiibúnum metafet- aminverksmiðjum. Metamfetamín eða meth er það fíkniefni sem breiðist nú út með hvað mestum hraða í Bandaríkjun- um og eru menn hræddir um að far- aldurinn verði verri heldur en krakk- kókaínplága níunda áratugarins. Mikið hefur verið rætt um farald- urinn í fjölmiðlum ytra og hefur fjöl- miðladrottningin Oprah Winfrey verið dugleg við að vekja athygli á vandamálinu. í Bandaríkjunum hafa nú vaknað » spurningar um það hvort stjórnvöld heyi ranga baráttu en Bush-stjórnin hefur lagt mesta áherslu á stríðið gegn marijúana og hefur veitt meth- vandanum litla sem enga athygli. Gríðarlegur fjöldi meth-fíkla Talið er að um 12 milljónir Banda- ríkjamanna hafið prófað meth og að ein og hálf milljón noti efnið að stað- aldri. Metamfetamín veldur mikilli og sterkri vímu, en þegar efnisins er neytt eykst flæði dópamíns i heilan- um sem veldur mikilli vellíðan. Þeg- < t Undankvöld 19. 20. 21. 22. og 23. mars. Húsið opnar kl. 18 og tónleikar hefjast kl. 19 Miðaverð á undankvöld 700 kr. • Loftkastalanum. Aðgangspassar 2500 kr. - gildlr sem lorkaupsréttur á miðum fyrir úrslitakvöld. TONABÆR ar þetta taugaboðefni losnar í svo miklu magni upplifir fólk einhvers- konar alsælu og er það sú tilfinning sem neytendur meth reyna að upp- lifa aftur og aftur. Flett hefur verið ofan af meth- verksmiðjum í öllum fylkjum Bandaríkjanna og er Missouri þar fremst í flokki með mestan fjölda verksmiðja, en á árunum 2002 til 2004 flettu yfirvöld þar ofan af 8.000 verksmiðjum, stórum og smá- um. Fjöldi meth-fíkla í fangelsum landsins hefur aukist griðarlega og ný kynslóð svokallaðra meth- barna er að gera út af við félagslega kerfið í fjölda fylkja, þar sem efnið hefur tekið sér bólfestu innan heim- ilia hvort sem þau eru í sveitunum, úthverfum borganna eða innan borgarmarkanna. Fámenn bæjarfélög eiga í mestu erfiðleikum með að takast á við vandamálið. Fjölgun fíkla hefur gert það að verkum að mikið álag er bæði á lögreglu og félagsmálayfir- völdum sem geta ekki tekið á öllum þeim vandamálum sem neyslunni fylgja. Ekki aðeins er fjöldi barna í umsjá barnaverndaryfirvalda vegna þess að foreldrar þeirra eru óhæf til að sinna þeim vegna fíknar sinnar heldur fer tíðni ofbeldis og glæpa vaxandi samhliða útbreiðslu efnisins. Auðvelt í framleiðslu Fyrirtæki sem áður seldu ólyf- seðilsskyld lyf eins og Wal-Mart og Rite-Aid hafa brugðið á það ráð að færa slík lyf úr hillum verslana vegna þess að efni sem finnast í sak- lausum flensupillum eru notuð við framleiðslu á metamfetamíni. Efn- ið sem helst er um að ræða kallast pseudoephedrine og er skylt amfet- amíni en því er blandað við önnur efni eins og joð og ammóníak við framleiðslu á meth, sem lítið mál er að framleiða. Við framleiðsluna þarf að nota mikinn hita og eldfim efni og er því ekki óalgengt að verksmiðjurn- ar sem eru oftar en ekki staðsettar í bakgörðum og öðrum skúmaskot- um íbúðahverfa springi í loft upp með tilheyrandi manntjóni. „Það eru örugglega um 30 leiðir til þess að framleiða metamfetamín," segir lögreglumaður í fíkniefnadeild N YPD í viðtali við tímaritið Newswe- ek. „Ýmis tæki og tól eru notuð en svo erum við vanir að finna nánast alltaf ákveðna hluti í húsnæði sem notað er undir meth-framleiðslu. Má til dæmis nefna fjölda flaskna af Mountain Dew-drykknum en meth-fíklar sækja í hann vegna mik- ils sykurinnihalds. Eins er yfirleitt að finna klámefni af einhverju tagi og vopn en meth-fíklar eru haldnir mikilli paranoju.“ Tenging á milli meth- notkunar og HIV Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna tíðni HlV-smita sam- hliða meth-neyslu. Vísindamenn ytra hræðast faraldur. í hópi samkynhneigðra karla í stórborgum Bandaríkjanna hefur notkun á efninu aukist mjög en efn- ið hefur mikil áhrif á kynhvötina sem og gerir þann sem það notar óseðjandi kynferðislega en það skap- ar mikla hættu á því að fólk stundi óvarið kynlíf með ókunnugum. Rannsóknir benda einnig til þess að einn afhverjumþremur HI V-smit- uðum samkynhneigðum mönnum, sem nýlega hafa greinst, hafi notað efnið. Hlutfallið hefur þrefaldast frá árinu 2001, samkvæmt rannsókn á 19.000 mönnum sem gerð var af The Los Angeles Gay Lesbian Cent- er. Ekki aðeins smitast þessi hópur í auknum mæli af HIV heldur virðist vera um sterkari stofn veirunnar að ræða með meira lyfjaþol sem vekur ugg hjá vísindamönnum. Það eru þó ekki aðeins sam- kynhneigðir karlmenn sem neyta metamfetamíns og stunda óvarið kynlíf heldur er aukinn fjöldi gagn- kynhneigðra karla og kvenna farinn að nota efnið. Tíðni notkunar með- al háskólafólks hefur aukist svo um munar og er ekki óalgengt að efnið sé tekið inn á föstudegi í þeim tilgangi að vera óþrjótandi kynferðislega og geta stundað kynlíf með fjölda ein- staklinga yfir helgina. Það sem þeir sem nota efnið vita kannski ekki er sú staðreynd að langtímanotkun getur leitt til getuleysis. Annar þáttur sem gerir meth einnig mjög eftisóknarvert í aug- um kvenna er sú staðreynd að það veldur miklu þyngdartapi og kon- ur grennast allverulega. Ástandið er sums staðar orðið svo slæmt að á meðferðarstofnunum er fjöldi meth-háðra kvenna orðinn meiri en þeirra sem leita sér aðstoðar vegna áfengissýki. Kókaín fátæka mannsins Meth hefur verið kallað kókaín fátæka mannsins þar sem það er ódýrt miðað við önnur fíkniefni. Efnið er mjög ávanabindandi og fólk verður auðveldlega háð því hvort sem um er að ræða banda- rískar fótboltamömmur, háskóla- fólk eða heimilislausa. Jafnvel í mormónafylkinu Utah er neyslan orðin að stóru vandamáli en um helmingur kvenna í kvennafangels- inu í Salt Lake City hefur komist í kast við yfirvöld vegna notkunar á efninu. „Mun fleiri nota þetta eitur en yfirvöld gera sér grein fyrir,“ segir maður sem neytti efnisins í 10 ár og seldi. „Helstu viðskiptavinir mínir voru læknar, lögfræðingar, hönnuð- ir og annað háskólamenntað fólk, bæði fjölskyldufólk og einstæðingar. Ég notaði efnið á hverjum degi í ára- tug, meira að segja þegar ég starfaði sem fjármálastjóri stórrar verslunar- keðju en auðvitað kom að því að upp um mig komst en einn af mínum elstu og bestu viðskiptavinum sagði til mín. Nú hef ég verið bak við lás og slá í nokkurn tíma og það sem stingur mig einna helst er að sjá hversu margir samfanga minna eru illa farnir af neyslunni, tannlausir, merjandi þunglyndislyfin sín, tak- andi þau í gegnum nefið til þess að komast í örlitla vímu. Sjálfur er ég örugglega mun verr farinn en ég geri mér í hugarlund og kannski bara heppinn að vera á lífi.“ hilda@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.