blaðið

Ulloq

blaðið - 17.03.2007, Qupperneq 55

blaðið - 17.03.2007, Qupperneq 55
blaöið LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 55 Stöð 2 kl. 19.15 Svona kynntist ég móður ykkar Önnur sería hinna bráðskemmti- legu og rómantísku gaman- þátta How I met Your Mother hefst í kvöld. Þættirnir hafa notið mikillar hylli í Bandaríkj- unum. Þættirnir fjalla um ungt fólk á þrítugsaldri sem nýtur tilhuga- lífsins til hins ýtrasta en er samt farið að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að finna lífsföru- nautinn. Höfundar þáttanna skrifuðu American Dad og voru meðal aðalhöfunda David Letterman-þáttanna. Marshall er enn í sárum eftir Lily en vinir hans reyna sitt besta til að hjálpa honum að komast yfir það. Skjár einn kl. 22.00 Hryllingshátíð Scream Awards er ný verðlauna- hátíð þar sem þeir sem hafa skarað fram úr í hrollvekjum, sci-fi- og fantasíumyndum eru heiðraðir. Þetta er iðnaður sem veltir milljörðum dollara og margar af frægustu stjörnum Hollywood mættu á hátíðina. Þetta er í fyrsta sinn sem Scream-verðlaunahátíðin er haldin og hún verður árlegur viðburður hér eftir, enda mikill áhugi fyrir hrollvekjum og öðrum fantasíumyndum í heiminum. Kynnar hátíðarinnar eru Rosario Dawson, Rose McGowan og Marley Shelton en þær leika saman í Grind House, væntanlegri hrollvekju frá Quentin Tarantino. Stöð 2 Bíó kl. 20.00 Mögnuð verðlaunamynd Ray er einstaklega vönduð og vel leikin verðlaunamynd um líf og starf tónlistargoðsagnar- innar Ray Charles. Þessi blindi snillingur, sem féll frá sama ár og kvikmyndin var frumsýnd, átti stormasama ævi. Hann átti í erfiðleikum í einkalífi sínu á meðan vel gekk í tónlistinni. Á ferlinum vann hann hvern sigurinn á fætur öðrum og varð fyrsti svarti tónlistarmaðurinn til að koma lögum í toppsæti almennra vinsældarlista. Jamie Foxx hlaut öll þau verðlaun sem leikari getur hlotið í hreint magnaðri túlkun sinni á Ray; þar á meðal Óskars- og Golden Globe-verðlaun. Mistök á Wikipedia: Sinbad enn í fullu fjöri Það kom eflaust hinum fáu aðdá- endum grínistans og leikarans Sinb- ad á óvart í vikunni að hann væri dáinn en fréttir þess efnis að leikar- inn góðkunni hefði látist fimmtugur að aldri vegna hjartaáfalls sveimuðu um Netið í vikunni. Andlát leikarans var hins vegar verulega ýkt því hann er enn í fullu fjöri, þó svo að ferill hans sé vissulega í andarslitrunum. Uppruna þessara frétta er hægt að rekja til Wikipedia-alfræðivefsins þar sem almenningur getur skrifað færslur um allt milli himins og jarð- ar og einnig bætt við færslur sem aðr- ir hafa gert. Svo virðist sem einhver illa upplýstur einstaklingur, eða illa innrættur, hafi bætt því inn í færslu Sinbads að hann væri látinn og þann- ig komust sögusagnirnar af stað. Leikarinn sjálfur heyrði fýrst af andláti sínu fýrir um viku en það var ekki fyrr en um miðja vikuna sem fólk fór fyrst að meðtaka þessar sorg- arfréttir. Þá streymdu inn símtöl, textaskilaboð og tölvupóstar í hundr- aðatali til leikarans sem hélt þó ró sinni yfir mistökunum. Aðstandend- ur Wikipedia hafa beðið Sinbad af- sökunar á þessum skelfilegu mistök- um. Eflaust mun leikarinn hagnast á ótímabærum fréttum af andláti sínu því í gegnum tíðina hafa listamenn fengið uppreisn æru við andlát sitt. David Adkins, öðru nafni Sinbad Alls ekki dauður þótt ferillinn sé það. AIR FRANCE KLM umhverfis jörðina, allan sólarhringinn bókaðu á . . x% °4' hong kong Frá 84400KR str \ *<* bangkok Frá 82300 KR tSJc OOtcfi k miceland.is Leita aö fleiri tilboöum The Reliable Airline KLM ^ Roy.il Dutch Airtinos Einn smellur á klmiceland.is til aö finna hagstæðasta miðaverðið, bóka á Netinu, fá upplýsingar um flug, safna flugpunktum og svo framvegis. Skilmálar: Verö tram og til baka frá Reykjavík meö öllum sköttum og gjöldum. Nánari upplýsingar um skilmála ma finna á www.klmiceland.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.