blaðið


blaðið - 21.03.2007, Qupperneq 4

blaðið - 21.03.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaöið INNLENT ÁREKSTUR Einn fluttur á slysadeiid Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu um kaffileytið í gær. Tvær fólksbifreiðar rákust saman, og þurfti að beita klippum til að ná öðrum ökumanninum út, þeim er fluttur var á slysadeild. Hinn var ekki alvarlega slasaður. SMÁRAUND Stúlkur stálu snyrtivörum Fjórar sextán til nítján ára stúlkur stálu snyrtivörum í Smáralind síðdegis í gær. Þær voru handteknar og fluttar á svæðisstöð lögreglunnar í Kópavogi þar sem haft var samband við forráðamenn þeirra sem eru yngri en átján ára. SKÍÐASLYS Hjálmur bjargaði 5 ára dreng 5 ára piltur lenti á tré er hann var á skiðum í Fossvog- inum í gær. Slapp hann með skrámur, en talið er að skíðahjálmur hafi bjargað því að ekki fór verr. Þá fékk sjö ára gömul stúlka slæma byltu í Bláfjöllum og ökkla- brotnaði, en mikið var um skólabörn á svæðinu. Gæslan Fjórða þyrlan Þyrla Landhelgisgæslunnar af gerðinni Dauphin sem kom til landsins í ársbyrjun. Þyrlur Landhelgisgæslunnar: Samstarf við Norðmenn Starfshópur á vegum dóms- málaráðherra leggur til að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum, sérhönnuðum og langdrægum björgunarþyrlum. Jafnframt er stefnt að nánu samstarfi ríkjanna við framtíðarrekstur þyrlnanna. Starfshópurinn skilaði tveimur skýrlsum um þyrlurekstur Land- helgisgæslu Islands í fyrra og voru tillögur hans í þremur liðum. Auk samstarfs við norsk stjórnvöld leggur hópurinn til að í þyrlusveit Gæslunnar verði áfram tiltæk að minnsta kosti ein minni þyrla. Þá er lagt til að áfram verði leigðar þyrlur til leitar- og björg- unarflugs, svipaðar þeim sem Gæslan hefur rekið undanfarna tvo áratugi. Nýjar björgunar- þyrlur munu leysa þær þyrlur af hólmi, væntanlega á árunum 2011 til 2014. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra leggur til að unnið verði að framtíðarlausn á þyrlurekstri Gæslunnar 1 samræmi við þessar tillögur. Hótel Saga Átján ára piltur situr inni grunaður um nauðgun á hótelinu. Nauðgun á Hóteli Sögu: Konan var á árshátíð Átján ára piltur er í gæsluvarð- haldi vegna gruns um að hafa nauðgað konu á salerni Hótels Sögu. Árásin átti sér stað eftir árs- hátíð Subway-keðjunnar á fslandi, og samkvæmt heimildum Blaðsins er konan fyrrverandi starfsmaður skyndibitakeðjunnar. Starfsmenn Hótels Sögu reyndu að halda hinum grunaða þangað til lögregla kom á vettvang, en án árangurs. Eins og greint hefur verið frá var það vitnisburður starfsmann- anna, auk myndskeiða úr eftirlits- Subway myndavélum og lýsing stúlku sem mætti fórnarlambinu skömmu fyrir árásina, sem leiddi til handtöku piltsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars. Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Björgvinssyni, yfirlögreglu- þjóni hjá lögregluembættinu, hafa þónokkrir aðrir verið yfirheyrðir vegna málsins. Hann vildi ekki upp- lýsa hve mörg þau væru, en sagði þau einungis hafa verið yfirheyrð sem vitni. Meira vildi hann ekki segja. Félag dúldagninga- og veggfóðrarameistara LÁTIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóörun - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is d Oro r ■aÞ;íK3nn er gó°ur Með kveðju ,ré Graforvoo Ojí Smekkur og auglýsingar Öll börn sem skíra í Grafarvog- skirkju fá smekk sem VlS kostar. Kirkjan fær styrk í staðinn. Skírnarbörn Grafarvogskirkju fá afhentar gjafir að lokinni athöfn: Skírnarsmekkir í boði VÍS ■ Fyrirkomulaginu vel tekiö ■ Jaðrar við að vera smekklaust, segir Fríkirkjuprestur ■ Hugsað sem styrkur til kirkjunnar Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Að lokinni athöfn hljóta skírnar- börn Grafarvogskirkju smekk að gjöf með fallegri borðbæn ásamt skírnarvottorði, bók með sálmum og bænum. Smekkurinn er kost- aður af tryggingafélaginu VlS en hann er ekki merktur fyrirtækinu á neinn hátt. Með smekknum fylgir hins vegar auglýsing um barnabíl- stóla frá fyrirtækinu. „Þegar ég var að mata dóttur mína datt mér þessi hugmynd í hug til þess að minna á gildi borðbæn- arinnar. Okkur finnst gaman að afhenda þennan smekk og hefðum ekki getað gert það nema fá til þess styrk,“ segir Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogskirkju. Merkt Kristi einum Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, er hissa á því að þessi leið sé farin. Hann segir gjafir sem styrktar eru af fyrirtækjum vekja upp spurningar um siðferði. „Þetta kemur mér á óvart og ég á bágt með að trúa þessu. Skírnin er ein af helgustu athöfnum kirkj- unnar, annað tveggja sakra- menta okkar, og þá á barnið að vera merkt Kristi einum en ekki fyrirtæki,“ segir Hjörtur Magni. „Alla jafna hefur þessi leið ekki verið farin í kirkjum. Þetta vekur upp ýmsar siðferðilegar spurningar og jaðrar við að vera ósmekklegt." Styrkur til kirkjunnar Asgeir Baldurs, forstjóri VfS, leggur áherslu á að smekkurinn hafi verið styrkur til kirkjunnar en ekki úthugsuð auglýsinga- herferð. „Til okkar var leitað og okkur þótti sjálfsagt að styrkja kirkjuna. Við lögðum enga áherslu á að okkar merki yrði beint til skírnarbarna eða að nýbökuðum foreldrum þeirra,“ segir Ásgeir. „Þetta var einfald- lega hugsað sem styrkur fyrst og fremst en ekki útpæld mark- aðsherferð. Við teljum okkur ná að koma okkar nafni vel fram með öðrum leiðum. Gott starf er unnið í Grafarvogskirkju og það vildum við styðja." Á gráu svæði Kristján Valur Ingólfsson, verk- efnastjóri helgisiða hjá Biskups- stofu, telur gjöfina á gráu svæði og kannast ekki við hliðstæður. Hann bendir jafnframt á að um þetta gildi engar ákveðnar reglur, „Engar afgerandi reglur gilda um það hvort einstaka söfnuðir geti þegið styrk fyrir sína starfsemi og ekki fylgst náið með því hvernig það er gert. Fyrir minn part tel ég þetta mjög á gráu svæði,“ segir Kristján Valur. „Að gefa barni fallegan smekk með bæn framan á er lofs- ins vert og vert að minna á gildi bænarinnar. Að gefa smekkinn er ekki nauðsynlegur hluti af skírnarathöfninni og eiginlega ætti sú athöfn að vera í friði fyrir auglýsingum.“ Þessu hefur verið afskaplega vel tekið Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogskirkju Bamið á að vera merkt Kristí einum Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaöarpresturFríkirkj- unnar i Reykjavík Okkur þóttl sjálf- sagt að styrkja kirkjuna Ásgeir Baldurs, forstjóri VlS Ánægja með fyrirkomulagið í Gr afarvogskirkj u er von á nýj u orgeli sem að mestu er kostað af fyrirtækjum og einstaklingum. Aðspurður bendir Bjarni Þór á að fjárhagsstaða kirkjunnar sé bág- borin og því þurfi að leita styrkja. Hann segir smekkinn hafa mælst vel fyrir hjá sóknarbörnum. „Mér finnst þetta allt í lagi. Annað hvort gerum við þetta svona eða þurfum að sleppa því. Við viljum frekar gleðja og allir hafa verið mjög ánægðir með þetta,“ segir Bjarni Þór. „Það er til fyrir- myndar að við skulum gera þetta og þessu hefur verið afskaplega vel tekið.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.