blaðið - 21.03.2007, Síða 6

blaðið - 21.03.2007, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaöi6 Töluvert um slys Tvær konur á níræðisaldri duttu í hálkunni i Reykja- vík í gær, og voru þær báðar fluttar á slysadeildina. Þá urðu tvö vinnuslys sem tengja má hálkunni beint eða óbeint, en maður slasaðist við að hreinsa sand- dreifara og annar féll af vinnupalli vegna hálku. Fjögur úr Vestmannaeyjum dæmd Fjögur voru í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmd fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Tveir voru dæmdir í þriggja og fjögurra mánaða fangelsi fyrir sölu á kannabisefnum, en hin tvö til að greiða sekt vegna vörslu kannabiss og amfetamíns. Lögreglan i Vestmannaeyjum handtók þau eftir ábendingar bæjarbúa. Stefnir í metár í mjólkurframleiðslu Kúabú á landinu skiluðu 2.514.583 lítrum af sér í síðustu viku, sem er mesta innvigtun á einni viku síðastliðin fjögur ár að því er fram kemur í tilkynningu frá Landssambandi kúabænda. Þar stendur einnig að ef fram fer sem horfir verði mjólkurframleiðslan á árinu 2007 sú mesta í sögunni. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur um þinglokin: Vinnubrögðin eru ekki boðleg ■ Þingstörf ætíð í uppnám fyrir þinghlé ■ Jón Bjarnason talaði lengst Gæsluvarðhald: Tveir menn áfram inni mbl.is Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir menn, sem grunaðir eru um að hafa átt aðild að innflutn- ingi á tæpum 4 kílóum af kókaíni og 36 grömmum af amfetamíni, sæti áframhald- andi gæsluvarðhaldi til u. maí. Fíkniefnin fundust við leit tollgæslu í bíl á hafnarsvæði Samskipa í Reykjavík í haust en bíllinn hafði þá nýlega verið fluttur til landsins frá Þýska- landi og hafði fíkniefnunum verið komið fyrir í honum. Hagfræðistofnun: Vanmeti tekjur af álverinu mbl.is Samtök atvinnulífsins segja Hagfræðistofnun Há- skóla Islands horfa fram hjá veigamiklum þáttum í mati sínu á tekjuauka Hafnfirðinga af stækkun álvers Alcan. Segja samtökin að í skýrslu stofnunarinnar, sem birt var í gær, sé gert ráð fyrir að íbúum og störfúm fjölgi jafn mikið með stækkun og án hennar. Þetta fái ekki staðist. Eftir Heiöu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Þegar hlé var gert á þingstörfum á Al- þingi síðastliðinn laugardag voru 94 mál ekki útrædd. Þingmenn stjórn- arflokkanna hafa sumir hverjir gagnrýnt þingmenn flokka stjórn- arandstöðunnar fyrir of langar um- ræður og hótanir um málþóf. Segja þeir að þetta hafi átt þátt í því að ekki komust fleiri mál í gegn og vísa þeir þá meðal annars til frumvarps um sölu léttvíns og bjórs í búðum og nýtingu auðlinda í jörðu. „Það er náttúrlega mjög sérkenni- legt að ætíð í lok þings fyrir þinghlé fyrir jól og á vorin fari þingstörf öll í uppnám vegna þess að það á eftir að afgreiða svo mörg mál,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands. „Þessi vinnubrögð þingsins sem tíðkast og hafa tíðkast þurfa að koma til end- urskoðunar. Þau eru ekki boðleg löggjafarsamkomu sem vill njóta virðingar og trausts." Vinnubrögð sérkennileg Baldur segir að það uppnám sem verði á Alþingi fyrir þinghlé komi til af tvennu. I fyrsta lagi að það komi of oft stór og mörg ríkisstjórn- armál seint til þingsins vegna þess hve langan tíma tekur að undirbúa þau hjá framkvæmdarvaldinu. I öðru lagi reyni stjórnarandstaðan að hafa áhrif á mál meðal annars með því að tefja, ræða þau ítarlega og tefja framkvæmd þeirra í þing- inu til þess að þrýsta á breytingar á tilteknum frumvörpum. „Það má segja að það sé að ákveðnu leyti eðlilegt að stjórnarandstaðan krefjist þess og fái að ræða málið ít- arlega og reyni að gera sitt ítrasta til þess bæði að koma í veg fyrir að þau frumvörp verði samþykkt sem hún er á móti eða þeim verði þá breytt þannig að henni líki frumvörpin betur. En á sama tíma verður að segja að það sé nokkuð sérkennilegt að vinnubrögð Alþingis séu með þeim hætti að frumvörp sem klár- lega er meirihluti fyrir í þinginu nái ekki fram að ganga; frumvörp sem ríkisstjórnin er að leggja fram.“ Hefði átt að halda áfram fram að páskum „Varðandi þingið núna þá skil ég ekki af hverju lá svona óskaplega mikið á að ljúka störfum þingsins um síðustu helgi,“ segir Baldur. „Af hverju gat þingið ekki haldið áfram að starfa fram að páskum þó það væru að koma kosningar? Það er ekkert sáluhjálparatriði að þingið þurfi að hætta þetta mörgum vikum fyrir kosningar. Ég hefði nú haldið að það væri mikilvægara að ljúka ákveðnum málum og sérstak- lega fyrir ríkisstjórnina.“ Töluðu í 13 daga Þingfundir 133. löggjafarþings, sem var frestað frá 18. mars til loka kjörtímabils 12. maí næstkomandi, voru samtals 96. Þessir fundir stóðu yfir í alls 544 klukkustundir og 32 mínútur. Lengsti þingfundurinn var í rúmlega 16 klukkustundir. Lengsta umræðan var um frumvarp um Rík- isútvarpið ohf. sem stóð í tæpar 70 klukkustundir. Þingmennflokkastjórnarandstöð- unnar voru rúmlega 18.800 mínútur íræðustólsemjafngildirrúmlega 13 dögum. Ekki voru þingmenn stjórn- arflokkanna jafnduglegir en þeir voru rúmlega 4.800 mínútur sem jafngildir rúmum þremur dögum. Sá sem átti lengstan tíma í ræðustól er Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, en hann var þar í 1.509 mín- útur eða rúmar 25 klukkustundir. LESBLIIMDUSETRIÐ Hraðlestur fyrir krakka Gefðu barninu þínu tækifæri til að skara fram úr með því að tvöfalda - jafnvel margfalda lestrarhraða sinn. Upplýsíngar veitir Kolbeinn Sigurjónsson, Davis ráðgjafi hjá Lesblindusetrinu í Mosfellsbæ. kolbeinn@lesblindusetrid.is, Sími 5666664 www.lesblindusetrid.is 1DR.GILUAN g /l'MCKEITHl g' vCS' i'mun Svpcf00*. JjJk' ,rrdt Itannlfd aí tí* »/ enmyntf aetirit)' frábært fyrir meltinguna Eykur orku, úthald og einbeitingu. Lífrænt ræktuð spíruð súperfæða Fæstí apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Fjarðarkaup Össur Skarphéðinsson: Aldrei upplifað annað eins slugs „Það hefur ekkert málþóf verið I gangi og engu málþófi hótað. Við vorum reiðu- búin til að lengja þingið eins og þyrfti ef ríkisstjórnin vildi það. Ríkisstjórn sem er í vandræðum eins og þessi samkvæmt skoðankönnunum vill losna við þingið sem fyrst til að svipta stjórnarandstöð- una þeim ræðustóli sem öll þjóðin hlustar á. Ýmis mál sem ríkisstjórnin kvartar yfir að náðu ekki fram að ganga, eins og frumvarp um Alcan, fóru ekki gegn einfaldlega vegna slugs og hyskni viðkomandi ráðherra sem lögðu þessi mál ekki fram fyrr en í síðustu viku. Á mínum sextán ára ferli hef ég aldrei uþplifað annað eins slugs eins og hjá nokkrum ráðherrum í þessari ríkisstjórn. Ég á ekki von á því að þjóðin þurfi að þola svona mikið slugs aftur því það verður örugglega ný ríkisstjórn." Steingrímur J. Sigfússon: Hótaöi aldrei málþófi „Veruleikinn er sá að ég held að það hafi ekki hvarflað að neinum að áfengis- frumvarpið yrði afgreitt. Ég veit ekki betur en að það hafi verið andstaða við þetta mál i öllum flokkum,'1 segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Ég hótaði aldrei neinu málþófi í þessu. En það eru ýmsir sem hafa mjög gaman af því að skálda það upp auðvitað. Staðreyndin er sú að að- standendur málsins gerðu enga tilraun til þess að taka það á dagskrá. Það bar aldrei á góma. Ríkisstjórnin ákvað sjálf að Ijúka þinginu og þar með náttúrlega var algjörlega Ijóst að fjöldinn allur af svona málum sem voru mjög umdeild og hefðu kostað mikla umræðu komst ekki á dagskrá." Jón Sigurðsson: Tækifæri í þingsköpum „Það er elnfaldlega staðreynd að þeir tóku mjög mikinn tíma í ýmis mál. Þegar búið var að gera samkomulag um þinglokin þá fóru málin að ganga miklu hraðar," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins. „Það er Ijóst að þetta ertækifæri sem lítill minnihluti hefur í þingsköþum og getur bókstaflega sett öll störf þingsins í algjört uþþnám. Þau gerðu þetta í vetur í sambandi við laga- frumvarþ um RÚV og runnu á rassinn með það. Svo gerðist þetta aftur núna. Voru fjöldamörg mál felld út sem mál- efnalega hefði verið eðlilegt að afgreiða á tiltölulega skjótum tíma. “ Sigurður Kári Kristjánsson: Settu allt í hæga gírinn „Það voru í sumum málum settar á of lang- ar ræður og maður skildi nú ekki alveg hver tilgangurinn var," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. „Menn voru nokkuð samstiga um það að klára þingið á þessum tíma og stjórnarandstaðan eins og venjulega gekk á lagið og setti allt í hæga gírinn. Auðvitað kom það niður á fjölda þeirra mála sem hægt var að afgreiða. Svo voru þeir náttúrlega með hótanir um að gríþa til málþófs ef ákveðin mál myndu komast á dagskrá. Vinstri grænir voru búnir að boða það að þeir myndu láta mjög að sér kveða í ræðustól ef frumvarpið okkar um að heimila sölu á léttvíni og bjór í búðum yrði tekið á dagskrá." Guöjón A. Kristjánsson: Vinnulag fyrir neðan allar hellur „Sjá má á málafjöldanum sem þingið afgreiddi síðustu dagana að mikill vilji var til að klára þau. Hins vegar vilja menn ræða mörg málanna betur sem koma inn á þingið," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Menn eru ekkert sammála því að mál eins og auðlindamáliö rúlli bara í gegn órædd og án þess að menn fái að taka til máls. Þetta er alveg gjör- samlega óþolandi vinnulag. Ef eitthvað er að afgreiðslu þingsins þá er það að ríkisstjórnin kemur rosalega seint með öll sín mál. Þetta vinnulag ríkisstjórnar- innar við að koma með mál fyrir þingið er fyrir neðan allar hellur."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.