blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaöiö UTAN ÚR HEIMI DANMÖRK Strætóbílstjórar lögðu niður störf Strætisvagnabílstjórar í Kaupmannahöfn lögðu niður störf i gær sem lamaði umferð verulega i höfuðborg- inni. Miklar seinkanir urðu á lestum, auk þess sem erfitt var að fá far með leigubílum. Mikið álag varð á götum Kaupmannahafnar vegna mikils fjölda einkabíla. Þrjátíu farast í átökum Rúmlega 30 hafa látist í átökum uppreisnarmanna hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda og stuðnings- manna talibana í norðvesturhluta Pakistans undan- farna daga. Hundruð talibana flúðu til Isvæðisins eftir innrás Bandaríkjahers í Afganistan árið 2001. ÍSRAEL ísraelsstjórn hunsar Norðmanninn Fyrirhugaður fundur Raymund Johansen, aðstoðarut- anríkisráðherra Noregs, og fulltrúa (sraelsstjórnar var blásinn af í gær. Ástæðan er fundur Johansen og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palesínumanna, á mánudag- inn. Norðmenn viðurkenna þjóðstjórn Palestínumanna. Eurovision: Má ekki miklu muna „Ef Eiríkur rauði mun standa á verðlaunapalli og flytja sigurlag- ið þá þurfum við að bregðast við því. Þá munu líklega víkja fyrstu tölur úr Reykjanesi en við þurfum að spila þetta dálítið eftir eyranu," segir Páll Magnússon, framkvæmdastjóri RÚV ohf. Að kvöldi 12. maí verður mik- ið álag á útsendingarstjórum Ríkissjónvarpsins þegar beinar útsendingar fara fram bæði frá úrslitakvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, og kosningasjón- varpi vegna alþingiskosninga. Útsending frá Eurovision er áætluð til klukkan tíu um kvöld- ið og þá strax taka við fyrstu tölur úr Reykjaneskjördæmi. „Vísustu menn segja mér að þetta eigi allt að takast en það má litlu muna samt,“ segir Páll. Skólarúta fauk út af Suðurlandsvegi sH Suðurlandsvegi lokað ■ Fjögur bílslys við Litlu kaffistofuna ■ Strætó út af á Vesturlandsvegi lynd/Frikki Rúta full af skólakrökkum fauk út af Suðurlandsvegi vestan við Mark- arfljót rétt fyrir hádegi í gær. Sam- kvæmt lögreglunni á Hvolsvelli fór betur en á horfðist og náði bílstjór- inn að stýra rútunni út af veginum án þess að hún ylti. Börnin voru öll í bílbeltum og segir lögreglan það hafa bjargað börnunum frá meiðslum. Suðurlandsvegi var lokað austur við Norðlingaholt frá hádegi til klukkan að verða tvö í gærdag, og þurftu björg- unarsveitir að aðstoða bíla niður af Hellisheiði. Þá höfðu fjögur bílslys orðið í nágrenni Litlu kaffistofunnar og þurfti samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að flytja einn ökumann með minni- háttar meiðsl á slysadeild. Á Kjalarnesi var einnig mjög vindasamt í gær og fuku nokkrir bílar út af Vesturlandsveginum, þar á meðal strætisvagn sem keyrir á milli Reykjavíkur og Akraness. Þá var Fróðárheiði lokuð um hádegis- bilið. Þar sátu bílar víða fastir, en samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Ólafsvíkurðu engin slys. Ann- ars staðar á landinu voru víða hálku- blettir og skafrenningur, en þó opið fyrir umferð á helstu leiðum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.