blaðið


blaðið - 21.03.2007, Qupperneq 14

blaðið - 21.03.2007, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulitrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Fiskur er dýr Fiskneysla ungs fólks hefur minnkað stórlega á undanförnum árum eftir því sem kemur í ljós í nýrri könnun sem framkvæmd var af Matís. Ef eldra fólk hefði verið spurt í könnuninni hefði að öllum líkindum niðurstaðan orðið sú sama. Fiskurinn hefur vikið fyrir ýmsum nýjungum í matargerð og má þar t.d. nefna pastarétti, pitsur og ýmsa framandi, alþjóðlega rétti. Á árum áður borðuðu Islendingar fisk á hverjum virkum degi, enda var hann mjög ódýr. Þá var hann gjarnan hafður soðinn eða steiktur í hádeginu. Á það ber þó að líta að þá voru húsmæður heima og elduðu mat handa fjölskyld- unni. Nú eru breyttir tímar á þessu sviði sem öðru. Aðalmáltíð dagsins er nú venjulega borðuð að kvöldi. Fiskur er dýr og þess vegna er hann kannski síður valinn til neyslu heldur en ýmsar kjöttegundir, pasta eða hrísgrjónaréttir. Þá er fækkun á fiskbúðum augljós ókostur, svo og að fiskur er ekki eins nýr í búðum nú og áður var en þá kom hann gjarnan beint úr fiskibátunum að morgni. Nú fer fiskurinn í gegnum fiskmarkað áður en hann kemur í fiskbúðir. Fiskur er engu að síður mjög góður matur og hann er vinsæll á veitinga- húsum. Þar kunna menn að elda góðan fisk. Soðinn eða steiktur fiskur er ekki lengur í tísku. Það þarf að elda fiskinn með framandi kryddtegundum og bera hann á borð sem sælkeramat. Verð á fiskrétti á matseðli veitingahúsa er líka orðið svipað og á fínustu steikum. Það er í rauninni undarlegt að fisktískan, sem hefur verið á veitingahúsunum, rati ekki inn í eldhús landsmanna. Fyrir nokkrum árum var mikill mataráhugi í gangi. Matarklúbbar voru allsráðandi og uppskriftir gengu manna á milli. Svo virðist sem þessi áhugi hafi dalað eitthvað og líklegast eru skýringar á því sem öðru. I fyrsta lagi þá er mjög dýrt að halda matarboð, í öðru lagi vinna hión langan vinnudag, bæði tvö, og því er kannski minni tími til veisluhalda. I þriðja lagi er ungt fólk ör- ugglega miklu skuldsettara en áður tíðkaðist og hefur því minna fjárhagslegt svigrúm til að gera sér glaðan dag. Og loks má nefna að fjölmiðlar hafa ekki verið nógu duglegir að ýta undir mataráhugann. Matreiðslumeistarinn Siggi Hall hélt lengi vel úti sjónvarpsþáttum á Stöð 2 þar sem hann kenndi fólki ýmsar nýjungar í matargerð, þar á meðal að elda fisk. Þeir þættir ýttu örugglega undir mataráhuga fólks og það að borða hollari mat. I könnun Matís kom fram að margir töldu sig ekki kunna að út- búa góða fiskrétti. Sjónvarpsstöðvarnar ættu að gera miklu meira af því að framleiða innlenda matreiðsluþætti til að kenna ungu fólki að elda. Það er skemmtilegt efni sem margir hafa áhuga á og geta lært af. Þótt sumar verslanir bjóði fiskrétti í borðum sínum þá eru þeir aldrei eins góðir og heimagerðir réttir. Þar fyrir utan er alltaf hætta á að gamall fiskur sé falinn í sósunum. Þá eru slíkir réttir auk þess dýrir. Skötuselur marineraður í chili og engifer kostar 2400 krónur kílóið í fiskbúð í Árbænum. Lúða er á svipuðu verði. Þegar fiskverð er þessu líkt fælir það frá kaupendur og þá sér- staklega unga, skulduga fólkið. Fisksalar hljóta að vilja auka viðskipti sín. íslendingar þurfa að huga að hollustu og það hlýtur því að vera allra hagur að lækka verð á fiski og fisk- réttum. Öðruvísi er hætta á að fiskur hverfi alveg af diskum landsmanna nema á stórhátíðum. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍKI N U UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefur imnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana PENZIM er hrein, taer og litarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið offiæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engarfitur, oílur eða kremblöndursem geta smitað og eyðilagt flíkur eða rúmföt. PENZIM MAJUN-f;.ec2rr«feS Ad.a~.-a Skm ht PENZIM tOTIOK* Vþihl lUtiinii At 1 Morttwizie*! 6t III l' I*: 'llllllllil" PENZ,SÍ roR ÚtöL ] MAINIAININ'LÍ HftAf TffY UíÁtJHY j SKIN. JtTÍNí 1 S SKIN. JOIM • ,\ND M* rM.'í Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is 14 blaöiö j\T Vrf&ftU KpUu-pum vít>>e*ITÍAW FloKK pVlKí m&una9 cs=_ <SSB / Irak Daginn eftir að forseti Bandaríkj- anna sagði að stríðinu í írak mundi ljúka fljótt sagði Donald Rumsfeld, þáverandi ' varnarmálaráðherra, að Bandaríkjamenn yrðu að búa sig undir að stríðið í írak mundi standa í mörg ár. Því miður hafði Rumsfeld rétt fyrir sér. Stríðið í írak kostar gríðarlega fjármuni. Þúsundir mannslífa og það hefur orðið til þess að Banda- ríkin hafa tapað áliti. Margir hafa líkt innrásinni í írak við hernað Bandaríkjamanna í Suður-Víet- nam forðum. Þar var um annað að ræða. I fyrsta lagi var ekki um ólög- mæta innrás inn í Suður-Víetnam að ræða. Þá var háð barátta um allan heim milli frelsis og lýðræðis annars vegar og hins vegar ófrelsis kommúnismans. Ekkert slíkt af- sakar hernað í Irak. Það var aldrei ástæða til að ráðast á írak. Bandaríkjamenn gátu gert Saddam að vini sínum og átt við hann góða samvinnu. Hagsmunum þeirra hefði verið betur borgið með þeim hætti. Þá kynnu einhverjir að segja að það hafi ekki verið mögu- leiki að eiga samstarf við harðstjór- ann Saddam. Heilagir menn geta trútt um talað. Bandaríkjamenn eða Bretar eru það ekki. Þessar jjóðir hafa hingað til ekki látið rað þvælast fyrir sér hvaða harð- stjóri væri við völd svo fremi að sá hinn sami væri tilbúinn að borða úr lófanum á þeim. Þegar Halldór Ásgrímsson afsakaði veru okkar á lista yfir hinar viljugu þjóðir þá sagði hann að nauðsynlegt hafi verið að losna við hinn illa Saddam og það afsakaði stríðsreksturinn í írak. En það var rangt. Ástæða innrásarinnar var ekki hinn illi Saddam heldur meint morðtól í eigu hans sem aldrei voru til ann- ars staðar en i hugarheimi áróð- ursmeistaranna í Washington DC. Þetta hefði maður sem gegnt hafði starfi utanríkisráðherra Islands um árabil átt að vita. Mér datt nú í hug í þessu sambandi gömul saga frá Sovétríkjunum. Maður hljóp um götur og torg og hrópaði Jón Magnússon Brésnev er fífl. Brésnev var þá aðal- ritari Sovéska kommúnistaflokks- ins. Hann var tekinn höndum og dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að móðga opinberan starfsmann og 19 ára fangelsi fyrir að segja frá hernaðarleyndarmáli. I þessu tilgangslausa stríði deyja þúsundir og milljörðum er fórnað og eyðileggingin verður meiri og meiri. I þessu forna landi Súmera, sögðu fæðingarlandi Abrahams, landi heimsvelda Assýríumanna og Babýloníumanna, landi sem er sagnfræðilegur og fornleifafræði- legur fjársjóður er búið að girða fyrir að í bráð geti þróast eðlilegt mannlíf og rannsóknir á ómetan- legum fornminjum. Sagan sýnir að heims- og her- veldi bíða oft mikið tjón í herhlaupi sem skiptir litlu máli, jafnvel svo mikið að þau líða undir lok. Sovét- ríkjunum blæddi illa í Afganistan. Bretum á Indlandi og raunar líka í Afganistan. Rómverska keisara- dæmið leið fyrir óþörf átök við Germani í skóglendum fjarri Róm miðað við þeirra tíma mælikvarða. Herkonungurinn Kýros Persa- konungur féll í bardaga við þjóð í útjaðri ríkis síns sem hann hafði enga ástæðu til að herja á þá stund- ina. Donald Rumsfeld sagði í apríl 2003 þegar Bandaríkjamenn höfðu lagt undir sig Bagdad og farið var um borgina með ránum og grip- deildum: „Freedom is messy” eða frelsið er skítugt. Þrátt fyrir að Rumsfeld hafi látið af störfum þá stjórna vinir hans og skoðana- bræður enn í Bandaríkjunum. Til- vitnuð orð Rumsfeld um frelsið eru rugl sem styðst ekki við annað en upphrópanir og orðhengilshátt. Á sama tíma og ég sem vinur Banda- ríkjanna vona að þeir beri gæfu til að fara sem fyrst með herlið sitt frá írak, þá geri ég þá kröfu sem íslendingur sem vill fá að búa í her- lausu landi, með þjóð sem tekur ekki þátt í hernaði, að ísland verði strax tekið af lista yfir viljugu þjóð- irnar. Sá listi er stuðningslisti við heimskulegar hernaðaraðgerðir og við megum skammast okkar fyrir að hafa nokkru sinni verið á honum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Klippt & skorið Niðurstaða Hæstaréttar að vísa frá máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna vegna samráðs er dap- urlegur endapunktur og mikill áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi. Þrír menn sem aðeins var formsatriði að senda í langa betrunarvist að mati ákæruvalds óku frjálslr burt á jeppum sínum og eftir sitja íslenskir neytendur með sárt ennið og tómari buddu. Hvers vegna eru íslensk lög svona gamaldags? Hvers vegna er þeim ekki breytt til samræmis við nýja tíma? ■jpf||y| Forstjórar Enron, Worldcom, :jp*S>ͧilj]'; Tyco og allir hinir sem sitja þunga dóma af sér annars saWwnÍagrf staðar í heiminum fyrir að klekkja á almenningi í skálkaskjóli fyrirtækja hefðu ásamt þremenn- ingum íslensku keyrt frjálsir burt á jeppum sínum hefði mál þeirra komið upp hér. Björn Bjarnason stærir sig af af- greiðslu frumvarps síns um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegn- ingarlaga frá Alþingi um helgina f Morgunblaðsgrein. Fárast hann þar einnig yfir að fjölmiðlar skuli ekki bera hann á gullstól fyrir vikið heldur gera aðfinnslur um að ekki hafi nóg verið að gert. Kannski sú stað- reynd að fyrstu jákvæðu lagabreytingar sem gerðar eru frá örófi vegna kynferðisbrota hér á landi koma loks fram ÁTJÁN árum eftirað Sjálf- stæðisflokkurinn tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu hafi eitthvað með það að gera. Á þeim tíma hafa allir helstu forkólfar flokksins staðið þar vaktina. Sólveig Péturs- dóttir, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Björn sjálfur síðustu fimm árin. Annað sem Björn hefur ekki náð utan um enn sem yfirmaður lögreglu í landinu er að gera það starf eftirsókn- arvert. Lögregluskólinn hefur nú starfað í all- mörg ár en enn þarf lögregla að gripa til þess ráðs að bjóða ómenntuðu fólki störf við afleysingar í sumar sem áður. Haldin verða sérstök undirbúnings- námskeið og inntökupróf fyrir þá er áhuga hafa en hvorugt mun nýtast síðar til inntöku í Lög- regluskólann. Laun og starfsaðstaða önnur hjá lögreglu gr einnig með þeim hætti hjá embættum víðast hvar að brottfall þeirra sem klára nám við skólann hefur verið hátt undanfarin ár. albert@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.