blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 15
blaðiö folk@bladid.net BLOGGARINN... Hafnar-Jakinn... „Guðmundur jaki var öllum ógleym- anlegur. Stór, röddin djúp og rám, tóbaksklúturinn íhendinni, mikilúð- legt fas með óvenju sterkri nær- veru. Guðmundur var og er jafnvel enn holdgervingur verkalýðsbarátt- unnar að öllum öðrum ólöstuðum. Ég vil benda á að nú þegar er viðeig- andi minnisvarði um Guðmund við athafnasvæði Eimskipafélagsins við Sundahöfn þar sem risastór gámakr- ani var nefndur Jakinn til heiðurs honum. Ef menn vilja endilega reisa af honum styttu þá ætti hún betur heima við Reykjavíkurhöfn en þar var hans heimavöllur um áratugaskeið og hafnarverkamennirn- ir voru hans lið. Sú stytta myndi sóma sér vel á kajanum neð- an við Hafnarhúsið.“ Sveinn Ingi Lýðsson HERMAN HVAÐ Mun klámumræðan hafa ^NNST áhrif á frjósemi kvenna í ár? |3 i”i r ..Hvað sem umræðu af þessu tagi líður mun mannfólkið ■ • fara sínu fram og haga sér eftir sínu eðli." Frjósemi kvenna virðist fara vaxandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Bamsfæðingum fjölgaði og mældist frjósemin 2,07 í fyrra en 2,05 árið 2005. blog.is Breiðholts-Jakinn.. „Stytta afJakanum í Breiðholti væri flott framtak hjá borgaryfirvöldum. Kallinn átti stóran þátt íað Breiðholt- ið var byggt. Maður man eftir kallin- um þrumandi yfir verkalýðnum að standa saman og þerjast fyrirsín- um hag. Ég held að flestir sem muna eftir kallinum hafi borið ákveðna virðingu fyrir honum. Hans persóna og sá þungi sem var íhans orðum verður lengi í minni hafður. Mér fyndist kall- inum mikill sómi sýndur með því að reisa styttu af honum, og hvar annars staðar en í Breiðholtinu." Ólafur Ingi Ingimundarson hlerinn.blog.is Enginxt Jaki... „Eitt hvimieiðasta form persónudýrk- unar er sú árátta að reisa styttur af gengnu fólki. Styttuáráttan er sérlega áþerandi í einræðis- og alræðisríkjum. Flest mál eru þrýnni en að fjölga styttum. Ekki er það samt mat félaga í Samfylkingarfé- lagi Breiðholts. Nú á hug þelrra allra þetta sérkennilega baráttu- mál: Að reist verði stytta af Gvendi Jaka. Manninum sem ítrekað sveik umbjóðendur sína, verkamennina, á ögurstundu, kippti fótunum und- an baráttu farandverkafólks á sínum tíma og lagði Jón Þorleifsson, verka- mann og síðar rithöfund, í einelti. Hvert verður næsta baráttumál- ið? Að reist verði stytta af steraboltan- um Jóni Páli?“ Jens Kr. Guðmundsson jensgud.blog.is Fyrsta giggið í hálft ár Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Þorgrímur Haraldsson er með efni- legri tónlistarmönnum landsins. Hanner betur þekktur undir nafninu Toggi en hann gafút plötuna Puppy í fyrra við góðar undirtektir. Toggi heldur tónleika í kvöld, þá fyrstu í hálft ár. En hvaðan kemur þetta Togganafn? „Eg var fyrst kallaður Grímur í leikskóla en líkaði það illa. Síðan var tekið upp á því að kalla mig Togga sem festist bara við mig og hef ég ekki verið kallaður neitt annað síðan.“ Hvað atti þér út í tónlistina? „Þegar maðurinn á neðri hæðinni í Breiðholtinu var kominn með nóg af glamri mínu á gamlan og úr sér genginn eins strengs gítar þá bank- aði hann upp á hjá mér og fór með mig í gítarbúð þar sem hann lét mig kaupa nýjan gítar. Ég var fljótur að ná tökum á honum og hef bara verið að glamra síðan!“ Toggi segir tónlistina taka sinn tíma. „Ég kláraði Fjölbraut í Breiðholti. Síðan byrjaði ég i bókmennta- og list- fræði við Háskóla Islands samhliða vinnu á geðdeild Landspítalans. Þar að auki var ég stöðugt að vinna að Puppy-plötunni og hafði einfaldlega eftirJim Unger Su doku ekki tíma í þetta allt. Ég ákvað því að geyma námið og einbeita mér að tónlistinni. Svo gaf ég út plötuna í fyrra eftir um þriggja ára undirbún- ing, má segja. En maður verður að eiga fyrir salti á grautinn þannig að ég er enn á geðdeildinni." „Þaö blundar alltafí mér þessi rólegheitapervert og því erþetta frábært tækifæri til þess að hleypa honum út“ Er Toggi meðfleiri járn t eldinum? „Já, ég fékk símtal frá Einari Má rithöfundi. Honum hafði litist vel á Puppy-plötuna og vildi fá mig til þess að gera lög við nokkur ijóð sem hann hafði samið. Síðan hittumst við og spjölluðum saman og loks milli jóla og nýárs vorum við með smá uppákomu á Sogni þar sem ég spilaði lög af Puppy og hann las upp ljóð. Ég tók einnig nokkur ný lög með hans ljóðum og það tókst bara frekar vel. Það er engin dag- setning komin á þá útgáfu, enda allt í vinnslu enn þá. En þetta er samt það erfiðasta sem ég hef gert. Ljóðin eru ekki í þessu hefðbundna söngtextaformi og því þarf ég að endurvinna þau svolítið til þess að 6 9 2 6 8 5 8 1 7 4 3 3 6 5 4 9 9 4 2 6 8 1 3 2 7 4 7 8 5 4 1 þau falli betur að lögunum sem eru í svona ambient stíl, eða lágstemmt popp. Persónulega hafði ég ætlað mér að breyta til og minnka rólegu tónana aðeins en það blundar alltaf í mér þessi rólegheitapervert og því er þetta frábært tækifæri til þess að hleypa honum út. Annars erum við Bjarki, sem vann með mér að Puppy- plötunni, að vinna nýtt efni. Þar er aðeins meira farið út í tölvutónlist. En það er allt í vinnslu einnig og engin tímasetning komin á hreint þar heldur.“ Toggi nýtur aðstoðar drengjakórs Breiðholts á tónleikunum. „Já, mikið rétt. Vinur minn var kosinn fjórði kynþokkafyllsti maður landsins um árið og heimtaði lag um sig í Hey Jude-stíl, með svona la la la la la-kafla. Ég varð við óskinni sem átti að vera grínlag, en endaði svo á Puppy-plötunni. Mér fannst vanta eitthvern meiri hávaða í lagið og hóaði í nokkra félaga, helst sem falskasta og bað þá um að redda mér. Síðan hellti ég bara í þá bjór og út- koman er síðan orðin söguleg! Þetta eru hressir piltar og mæta gjarnan í glysgöllum og öðrum eins múnder- ingum. Þeir eru því ágætis gógópíur líka!“ sagði Toggi í lokin. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 á Domo, Þingholtsstræti 5. Upplifðu HEYRST HEFUR KARLJ. STEIN- GRÍMSS0N (Kalli í Pelsinum) hélt upp á sextugsaf- mæli sitt síðastlið- inn mánudag. Af- mælið var haldið á glæsilegu heimili Karls og eigin- konu hans, Esterar Ólafsdóttur. Þangað mætti fjölmenni og kátt var í höllinni. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson fór á kostum í veislustjórn og Ari Edwald leiddi afmælissönginn af skörungsskap. Meðal gesta í afmælinu, sem þótti sérlega vel heppnað, voru Vlgdís Finnbogadóttir, Dagur B. Eggertsson, Jónína Bjartmarz og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. ÞAÐ ER ALLTAF hægt að hlæja góðlátlega að mistökum annarra. Gott dæmi um það eru mismæli íþróttafréttamanna. Á sunnudagsmorguninn klukkan níu voru lesnar íþróttafréttir að vanda. Þar var fjallað um ýmis tíðindi úr íþrótta- heiminum og minnst á afrek Birgis Leifs Hafþórssonar á Evrópumótaröðinni. Sagði íþróttafréttakonan að hann hefði farið lokahringinn á 68 höggum undir pari... SÍMINN hefur stofnað nýtt fyrirtæki sem mun halda utan um rekstur og viðhald fjarskiptakerfis Símans. Nafn fyrirtækisins var samþykkt á aðalfundi Símans í síðustu viku og kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir, enda Frónbúar vanir metrakerfinu. Fyrirtækið heitir Míla. Eflaust þótti þeim Kílómetri ekki nógu þjált...? www.europcar.is aBílaleigubílar um allan heim Þetta er nýja aðferðin... ofurnálastunga Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. M'M Pantaðu bílinn hjá Europcar fb * áður en þú leggur af stað Við erum í 170 löndum. ■*’■•** Upplýsingar og bókanir i sima: 565 3800 europcar@europcar.is Europcar ÞÚ LEIGIR MEIRA EN BARA BIL.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.