blaðið - 21.03.2007, Page 16

blaðið - 21.03.2007, Page 16
Meðalmaðurinn sem veit ekki hvað hann á að aera við líf sitt vill annað líf sem endist að eilífu. mf Anatole France Afmælisborn dagsins JOHANN SEBASTIAN BACH TÓNSKÁLD, 1685 MODEST MUSSORGSKY TÓNSKÁLD, 1839 PETER BROOK LEIKSTJÓRI, 1925 blaöiö MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 kolbrun@bladid.net Myndir ársins Hjá Máli og menningu er komin út bókin Myndir ársins 2006. Bókin er gefin út í samstarfi við Blaðaljósmyndarafélag íslands og geymir Ijósmyndir af samnefndri sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi. Blaðaljós- myndarafélag íslands hefur um langa hríð skipað hvert ár sérstaka dóm- nefnd sem velur athyglisverðustu fréttaljós- myndir ársins og hafa sýningar með myndunum vakið mikla athygli og fengið metaðsókn. Þetta er í annað sinn sem Blaða- Ijósmyndarafélagið gengur til samstarfs við Eddu-útgáfu um útgáfu á bókinni í stóru og veg- legu broti. Einstæð veröld Hjá Máli og menningu er komin út í kilju Sendiherrann eftir Braga Ólafsson. Bragi Ólafsson er einn þeirra fágætu höfunda sem skapa seiðmagnað andrúmsloft með því einu að raða upp á nýtt orðunum sem við öll notum og þekkjum. í Sendiherr- anum skapar hann ein- stæða en um leið kunnuglega veröld þar sem hárfínn húmor helst í hendur við tragísk örlög. Sagan af íslenska Ijóðskáldinu Sturlu Jóni Jónssyni lýsir glímu hans við hinn miður Ijóðræna raunveruleika, en einnig baráttu hans við glæpamanninn sem býr í okkur öllum. Bragi hefur lengi verið í fremstu röð rithöfunda og skálda. Skáldsögur hans Hvíldardagar, Gæludýrin og Samkvæmisleikir eru einhverjar frumlegustu og eftirtektarverðustu skáld- sögur seinni ára og fyrir þær hefur hann verið tilnefndur til (slensku bókmenntaverðlaun- anna og Menningarverðlauna DV. Bragi hlaut síðarnefndu verðlaunin árið 2005 fyrir Sam- kvæmisleiki. Fyrir Sendiherrann var Bragi svo einnig tilnefndur til Islensku bókmenntaverðlaun- anna 2006. Hvernig ertu að utan og innan? Hjá Máli og menningu er komin út fræðslubókin Mannslíkaminn. Fjölmargir sérfræðingar komu að gerð bókarinnar en hún kom upphaflega út hjá Dorling Kind- ersley-forlag- l _ inu í Englandi. Guðrún Bjarkadóttir B Þýddi. Mannslik- i aminn er alfræðibók um manns- líkamann fyrir börn frá 7 ára aldri. Bókin er í sama bókaflokki og metsölubækurnar Atlas barnanna og Dýraríkið. Fjallað er ítarlega um alla hluta mannslíkamans og hvernig þeir vinna saman. Á Ijósmyndum teknum með nýjustu tækni er sýnt hvernig við lítum út að utan og innan, og með skýringar- myndum er sýnt nákvæmlega hvaða hlutverki hver líkamshluti gegnir. Arthúr Björgvin Bollason „Þáttur Halldórs Laxness er veigamikill i verk- inu þvi segja má að hann hafi netlagt allt landið með sögum sínum." Mynd/þþór Arthúr B. BoXlason vinnur að ferðabók um ísland fyrir þýi Þýsk bók um íslenskar sagnaslóðir rthúr Björgvin Bollason vinnur að ferðabók um ísland sem kemur út í Þýskalandi á næsta ári hjá Insel Suhrkamp. Su- hrkamp-forlagið er eitt það virtasta í Þýskalandi. „Forlagið hefur gefið út ritröð ferðabóka þar sem einn höfundur fer á slóðir skálda og sagna í ein- hverri borg. Þannig hafa komið út bækur um London, Róm og fleiri borgir. Einn af ritstjórum þessa forlags hafði samband við mig og spurði mig hvort ég væri tilbúinn að koma Islandi á blað í þessum flokki og ég sló til,“ segir Arthúr Björgvin. Leit að stórskáldum „Segja má að bókin sé tvíþætt. Annars vegar er fjallað um sagna- slóðir og þá er miðað við þau verk sem hafa verið þýdd á þýsku. Þetta eru slóðir íslendingasagna og síðan slóðir höfunda eins og Halldórs Laxness, Gunnars Gunn- arssonar og annarra höfunda sem hafa orðið þekktir fyrir utan landsteinana. Jón Trausti kemur til dæmis við sögu þar sem verk hans hafa verið þýdd á þýsku. Þáttur Halldórs Laxness er veiga- mikill í verkinu því segja má að hann hafi netlagt allt landið með sögum sínum. Annar þátturinn í verkinu er að segja frá þekktum erlendum skáld- um og höfundum sem hafa komið til íslands. Þar er því miður ójöfn staða okkar og til dæmis Rómar því höfundur ferðabókarinnar um Róm þurfti ekki að gera annað en að flétta saman öll heimsskáldin, öll höfðu þau verið í Róm og skrif- uðu um borgina. Sama gildir um bókina um London því gegnum tíðina hafa öll heimsins skáld verið að þvælast í London og alltaf dottið eitthvað snjallt í hug sem tengist þeirri borg. Fá stórskáld hafa ram- bað til íslands i aldanna rás þannig að mér hefur gengið nokkuð erfið- lega með þann þátt. W. H. Auden kom að vísu hingað og skrifaði um landið. Einnig kom hingað Max Frisch, heimsþekkt leikskáld, og ég fann í bók eftir hann áhugaverða grein um ísland en þessi hluti bók- arinnar er nokkuð þungur róður og öfund mín í garð mannsins sem skrifaði bókina um Róm er tak- markalaus.“ Þýsk útgáfa af íslendingasögum Arthúr Björgvin segir þýska forlag- ið íhuga útgáfu á íslenskum fornbók- menntum. „Það hefur verið ámálgað að taka valda þýdda kafla úr íslend- ingasögum og setja í sérbók. Draum- urinn er sá að einhvern tímann tak- ist að koma íslendingasögunum út í almennilegum þýskum útgáfum. Þær voru gefnar út á fyrri hluta síð- ustu aldar en það var að mörgu leyti mjög slæm útgáfa. Einstaka sögur hafa komið út aftur en draumurinn er sá að fá þessar sögur í góðum þýsk- um þýðingum í einum pakka. Mikill áhugi er á þvi í Þýskalandi en það er hins vegar ekki arðbært fyrirtæki og verður aldrei gert nema með stuðn- ingi yfirvalda og menningarstyrkja. Ég tel sjálfur að slík útgáfa sé löngu tímabær." menningarmolinn Stanley leitar að Livingstone Á þessum degi árið 1871 hóf blaða- maðurinn Henry Morton Stanley leit sína að David Livingstone, hin- um þekkta breska landkönnuði. Li- vingstone hafði árið 1865 haldið í leiðangur til að finna upptök Nílar. Ferðin átti að taka tvö ár en að sex árum liðnum hafði lítið sem ekkert frést af Livingstone. Ritstjóri New York Herald taldi að lesendur blaðs- ins vildu ólmir frétta af örlögum hetjunnar og sendi Stanley í leiðang- ur til Afríku. Eftir átta mánaða erf- iða ferð kom Stanley í þorpið Ujiiji og sá í hópi innfæddra hvítan mann með grátt skegg. Stanley gekk til hans, rétti út höndina og sagði orð- in frægu: „Dr. Livingstone, geri ég ráð fyrir?" (Dr. Livingstone, I pre- sume?“). Livingstone vildi ekki fara með Stanley til Bretlands og lést átj- án mánuðum seinna í Afríku.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.