blaðið - 21.03.2007, Page 19

blaðið - 21.03.2007, Page 19
blaðið MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 31 íþróttir Skeytin j Margir af stóru nöfn- unum í boltan- um undanfarin tíu ár eru smátt og smátt að hverfa af sjónarsviðinu og hyggjast njóta ávaxta erfiðisins í sólstól og sandölum með kókos í hönd. Roberto Carlos fer líklega heim til Brasilíu effir leiktiðina og nú bætast við þeir Filippo Inzaghi hjá Milan og Alvaro Recoba hjá Inter. Báðir íhuga að setja punktinn á komandi mánuðum. ][ ohn Terry og Frank Lampard I geta farið standi eirra vilji til þess. Þessiyfirlýsing Jose Mourinho, stjóraChelsea,þykir undarleg í ljósi þess að þar fara tveir af máttar- stólpum liðsins fyrr og nú en báðir heimta nú hærri laun og betri sporslur fyrir að endurnýja samninga sína. Hvaða líkur eru á svipuðum ummælum Wengers til að mynda um Henry og Toure? H; 1 JLi "vorki Pina Colada, fánar né .lúðrablástur verða á boðstólum fyrir leikmenn Inter Milan fyrr en fullvíst er að félagið vinni ítalska titilinn að sögn Roberto Mancini þjálfara. Inter hefúr átján stiga forystu á næsta lið og tveir td þrír sigurleikir í viðbót klára dæmið. Eltingaleikur Berlus- conisogACMilan við Ronaldinho er farsi að mati for- seta og eiganda Inter Milan. Ronaldinho sé ekki þess virði en það sé Leo Messi aftur á móti. T~\ afa Benítez segir l~^ unglingastarf X Vfélaganna engan ávöxt bera ogvillað varaliðum félaganna verði leyft að keppa í alvöru deildum. Það fyrir- komulag hefur lengi tíðkast á Spáni án þess þó að þaðan komi reglulega stórstirni. Er það þó betri hugmynd en að varaliðin spili innbyrðis sín á milli án þess að hafa að nokkru að keppa eins og nú er í Englandi. Vika í landsleik Spánverja og íslendinga í Evrópukeppninni: Eiður ekki bjartsýnn Reynsluleysi leikmanna Stíf vörn og skyndisóknir Krossleggja fingur Persónulegar nótur Heiðar Helguson mun líklega ekki taka þátt í leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins. Segir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari persónulegar aðstæður ráða því hjá Heiðari en fram kom á þlaða- mannafundi vegna landsleiks Spánverja og íslendinga í næstu viku að þeir hefðu átt langt spjall saman vegna þessa. Upp a dekk Michelin-dekkjarisinn hefur lögsótt Alþjóða akstursíþrótta- sambandið fyrir þá ákvörðun að einskorða notkun dekkja í heims- meistarakeppninni í ralli við eina tegund frá einum og sama framleiðanda. Er það sama fyrirkomulag og forsvarsmenn Formúlu 1 ákváðu fyrir stuttu. íþróttafólk ársins Fríða Rún Þórðardóttir og Jón H. Magnússon voru kjörin iþróttafólk ársins í öldungaflokki í frjálsum íþróttum af svoköll- uðu öldungaráði Frjálsíþrótta- sambands íslands. Bæði eiga langan feril að baki hér á landi og bæði koma þau frá IR. ithrottir@bladid.net Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Islenska landsliðið vantar snerpu og reynslu og eina leiðin til að ná hag- stæðum úrslitum gegn Spánverjum er að Iiggja aftarlega og beita skyndi- sóknum. Þetta er mat Eiðs Guðjohn- sen, fyrirliða íslenska landsliðsins ( knattspyrnu sem leikur sinn fimmta leik í F-riðli Evrópukeppninnar á miðvikudaginn við Spán ytra. Segir hann ennfremur f viðtali sem íþróttablaðið Marca átti við hann að slæmt gengi Spánverja hafi komið honum nokkuð á óvart en Spánn var fyrirfram talið meðal sigurstranglegri liða eftir spræka frammistöðu á síðasta heimsmeist- aramóti. Liðið situr hins vegar að- eins sæti ofar Islandi í riðlinum eftir þrjá leiki með einn sigur og tvö töp. Dagskipun Luis Aragonés, þjálf- ara Spánar, bæði fyrir leik liðsins gegn Dönum á laugardaginn og Islendingum eftir viku er eins einföld og hægt er að fara fram á: Spánn Iker Casillas (R.Madrid) Pepe Reina (Uverpool) Juanito Guitérrez (Betis) Joan Capdevila (Deportivo) Angel Lopez (Celta) Javi Navarro (Sevilla) Antonio Lopez (Ati.Madrid) Carlos Marchena (Valencia) David Villa (Valencia) Fernando Torres (Atl.Madrid) Carlos Puyol (Barcelona) Sergio Ramos (R.Madrid) David Albelda (Valencia) Xabi Alonso (Uverpooi) Cesc Fabregas (Arsenai) David Silva (Valencia) Xavi Flemandez (Barcelona) Andres Iniesta (Barcelona) Miguel Angel Angulo (Valencia) Fernando Morientes (Valencia) sigur hvað sem það kostar. Fátt kemur á óvart hvað hópinn varðar sem Aragonés valdi fyrir leik- ina tvo. Eru þetta að mestu sömu leikmenn og skipuðu liðið í síðustu heimsmeistarakeppni nema reynsl- ££ ísland Árni Gautur Arason (Valerenga) Daöi Lárusson (FH) Brynjar Björn Gunnarsson (Reading) Arnar Þór Viðarsson (Twente) Atli Jóhannsson (KR) Stefán Gíslason (Lyn) Eiður Smári Guðjohnsen (Barcelona) Jóhannes Karl Guðjónsson (Bumley) Ólafur Örn Bjarnason (Brann) (var Ingimarsson (Reading) Kristján Örn Sigurðsson (Brann) Grétar Rafn Steinsson (Alkmaar) Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk) Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Hannover) Hannes Sigurðsson (Bröndby) Emil Hallfreðsson (Tottenham) Gunnar Þór Gunnarsson (Hammarby) Hermann Hreiðarsson (Chariton) unni ríkari. Ætti Eyjólfur Sverr- isson landsliðsþjálfari að fá góða mynd af spænska liðinu á laugardag- inn kemur þegar það mætir Dönum í Madrid. Koma verður svo í ljós hvort það dugar eftir viku. Þúsund og eitt mark 998 mörk og tvær þrennur í röð í brasilísku deildinni. Hvað er annað hægt en taka hattinn ofan... ítrekað. Romário, fæddur í júní 1966, sem gerir hann 41 árs gamlan og mögulegt viðtals- efni í bókaflokknum Aldnir hafa orðið er hvergi að láta á sjá. ?• - SBKk Fjáður Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur náði sínum besta árangri á Evrópu- mótaröðinni um helgina þar sem hann endaði í 25. sæti. Hækkaði hann sig um allmörg sæti á peningalistanum en aðeins 125 tekjuhæstu kylfingarnir tryggja sér keppnisrétt á mótaröðinni á næsta ári.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.