blaðið - 21.03.2007, Side 22

blaðið - 21.03.2007, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaöiö Anna Soffía er fatahönnunarnemi á fyrsta ári í Listaháskólanum. Hún er nýkomin heim frá tískuborginni París þar sem hún vann hjá fata- hönnuðinum Gaspard Yurkievich. Eðli málsins samkvæmt finnst fatahönnunarnemanum ekkert eins gaman og að fylgjast með tískunni og Anna skoðar tískusýningar og les tískublöð sér til mikillar ánægju. Henni finnst samt áhugaverðast það sem er að gerast í götutískunni og hvernig unglingar klæða sig enda er þar oft að finna hughrif sem rata á tískupalla í háborgum tískunnar. Anna segir sinn persónu- \ lega stíl vera mjög breytilegan, einn | daginn er hún undir goth-áhrifum á meðan hún klæðir sig aðra daga í dúllulegan blúndukjól. og blundukjólar '3L Mesti fundurinn Svórt Cape eða slá. Ég keypti hana á markaði I New York fyrir um ári siðan og er búin að nota hana mikið. Mest notað Svartur skokkur með blöðru- sniði, ég man ekki hvað búðin sem ég keypti hann I hét en það var í Orlando. Uppahalds flikin Svartar Amer- ican Apparel-leggings sem ég er alltaf í þessa dagana. Þær eru svo þægilegar og mikið æði. Anna Soffia Arnadottir 25 ára Nemí á 1. ári i fatahönnun i Listaháskólanum heima eru Glamur, Kron, Friða frænka og Hjálpræðisherinn mínar uppáhaldsbúðir. Eg nota mest svartar leggings, svarta síða nærbolinn minn sem er ómissandi og kannski svörtu herðaslána mína. Kjolum, það er aldrei hægt að fa nog af þeim Það er pottþett ekki flik en blai Blistex varasalvinn er alltaf með í för. Þegar eg er í utlöndum finnst mer mjög gaman aö fara á markaði og þræða second hand verslanir. Ég hef farið á mjög góða markaði í New York og í Kaupmannahöfn er mjög gaman að versla second hand föt. H&M stendur lika alltaf fyrir sinu. Hér Það er alltaf eitthvað sem mig langar i og erfitt að velja hvað það ætti helst aö vera Núna er það samt Vivienne Westwood taska sem ég sá úti i París. Þetta er risastór köflótt taska, nánast sekkur og mjög flott. K)olum, allskonar kjolum, nyjum og gomlum Suma hef ég bara notað einu sinni, aðra nota ég mjög mikið, þarna er að finna tryllta kokteilkjóla og einfaldari kjóla sem ég nota hversdags. Eg hugsa vel um húðina og reyni að sofa nóg. Náttúruleg förðun I vor og sumar veröa náttúrulegir litir og Ijósir tónar í tísku í förðun eins og Ijósbrúnir og ferskjulitaöir. Aðalmálið er að vera fallega farðaður án þess að það sjáist meö góöan léttan farða, smá kinnalit og gloss. paðsKP^'" ; ferrrúfl9ar^° ' 30000 og 5 0 Oreg'ö veröur WaCBoo\cíar' wwu' w.eðamr'ra,n dsMoVawmj 00W.tiW,»^ nW J Landsbankinn Ljóðrænar limlestingar Undirritaður fór með töluverð- ar væntingar á myndina 300 enda myndin auglýst sem stórvirki sem enginn mætti láta fram hjá sér fara. Gagnrýnandi ákvað fyrirfram að horfa á myndina sem sjálfstæða sögu, án tengsla við sögulegar stað- reyndir, því líkt og kom í ljós er Hollywood ekki best til þess fallið að gera sögulegum atburðum skil. (Skoskur hreimur Leonídasar er til dæmis einkennilegur í ljósi þess að hann var Grikki.) Útlit myndarinnar er mjög flott í alla staði og ber notkun tölvuvinnslu þar helst að þakka sem gerir mynd- ina meira að teiknimyndasögu en kvikmynd, enda markmið teikni- myndahöfundarins Franks Millers, sem skrifaði söguna sem myndin er byggð á. Goðsagnalegt og draum- kennt útlitið eykur dramatíkina sem er þó nóg fyrir með frekar kli- sjulegri tónlist á tíðum. Söguþráður- inn er einfaldur. Leonídas konungur berst fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar, Spörtu, sem er ógnað af illum pers- neskum einræðisherra, Xerxes, sem hefur guðlegt orðspor og óteljandi hermenn. Leonídas hefur aðeins úr 300 stríðsmönnum að moða, sem og hernaðarlega betri staðsetningu, sem skilar sér i meiri blóðsúthelling- um en undirritaður hefur áður séð í kvikmynd. Með hjálp ofur dram- atískrar tónlistar, „slow-motion“- tækni og hröðum klippingum á víxl, verður ofbeldið þó, eins sjúklega ein- kennilega og það hljómar, furðulega fallegt á köflum; vitandi að þeir sem stráfelldir eru eiga það allir skilið, ef það er einhver réttlæting. Leikarar standa sig allir með prýði þó svo enginn eigi skilið Óskarstil- nefningar. Þó verður frammistaða aðalleikara að teljast góð ef miðað er 300 Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. . Leikstjóri: Zack Snyder. • Aftelleikarar: Gerard Butler, David Wenham, Vincent Regan, Lena Heady, ■ Roarigo Santoro Traustl Salvar Kristjánsson traustis@bladiit.net Kvikmyndir ★ ★ ★ við að sviðsmyndin var engin og inn- blásturinn því lítill, aðeins bláir og grænir veggir sem í tölvuvinnslu eru gerðir að dölum, ökrum og fjöllum. Myndin 300 getur talist fyrirsjáan- leg og klisjukennd sögufölsun. Hún er hinsvegar sjónrænt listaverk einn- ig, sem segir „sanna“ og merkilega sögu forfeðra okkar sem nauðsyn- legt er að segja. Hún er vissulega þess verð að sjá en skilja þarf sögulega réttsýnu gleraugun eftir heima. Kvik- myndin er.jú bara listræn túlkun höfundar á stríði Persa og Spartverja og má setja í flokk með Kingdom of Heaven, Lord of the Rings, Alexand- er, Gladiator og Attila.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.