blaðið - 08.05.2007, Page 3
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007
KOSNINGAR 2007 • 19
Tryggjum stöðugleikann
í aðdraganda kosninga keppast
frambjóðendur við að ná hylli kjós-
enda og reyna að telja þeim trú um
eigið ágæti. I hita leiksins hættir
einnig mörgum til að fara í loforða-
kapphlaup og lofa öllu því sem þeir
telja að kjósendur vilji sjá. En hvað
kosta þessi kosningaloforð okkur
kjósendur? Eins og í öllum rekstri þá
þarf að auka tekjur til að geta komið
til móts við aukin útgjöld. 1 okkar
ríkisrekstri þýðir það aukin lántaka
og/eða auknar álögur á íbúana, en
samt er enginn með skattahækkanir
í loforðapakkanum.
Til að reyna að átta sig á því
hverjum skal trúa og hvern skal kjósa,
er mikilvægt að líta á staðreyndir.
Við sjálfstæðismenn erum ekki að
lofa meiru en við getum staðið við.
Fyrir síðustu kosningar fórum við
fram með eitt aðalmarkmið, það að
lækka skatta. Stjórnarandstaðan
taldi þetta blekkingar, en staðreyndir
tala sínu máli. Tekjuskattar hafa
lækkað, eins skattar á fyrirtæki, virð-
isaukaskattur á matvæli lækkaði í 7
prósent og eignarskattur var felldur
niður, en það kemur sérstaklega
eldri íbúum til góða.
Síðastliðin 16 ár hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn verið í ríkisstjórn
og hefur á þeim tíma stuðlað að
mörgum framfaramálum og aukið
hagsæld íbúanna. Stöðugleiki hefur
verið í efnahagsmálum og skuldir
ríkissjóðs hafa lækkað það mikið,
að í fyrsta skipti í sögunni eru vaxta-
tekjur ríkissjóðs núna meiri en
vaxtagjöld. Þessi viðsnúningur hefur
skapað aukið svigrúm, sem hefur
skilað sér ríkulega til þjóðarinnar.
Sú rödd sem gjarnan heyrist þegar
önnur rök duga ekki er að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé búinn að vera svo lengi
við völd og núna sé kominn tími til
að leyfa öðrum að taka við.
Það þætti undarleg stjórnun á
vel reknu fyrirtæki, ef það tæki
þá ákvörðun að segja upp góðum
og afkastamiklum stjórnendum
og starfsmönnum, bara svona til
að leyfa öðrum líka að prófa. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur sýnt það og
Við sjálfstæð-
ismenn lofum
ekki meiru
en við getum
staðið við
Umrœðan
Sigríður Rósa Magnúsdóttir
sannað að honum er vel treystandi
til að fara með umboð kjósenda, hjá
þeim ríkir stöðugleiki og hagsæíd.
Til að tryggja að svo verði áfram,
þurfum við að setja X við D þann
12. maí.
Höfundur situr í lO.sæti
Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi
BlaöiO/Frikki
ismál
ef almenn skilyrði eru fyrir hendi.
VG vill styrkja rannsóknir og nám
á háskólastigi og efla samkeppnis-
sjóði, svo sem Tækniþróunarsjóð og
Nýsköpunarsjóð.
Þó fulltrúar flokkanna séu
sammála um nauðsyn breytinga
á styrkjakerfi landbúnaðarins
eru leiðirnar að því markmiði
mismunandi. Ein hugmynd er að
framleiðslustyrkjum verði breytt í
búsetutengda nýsköpunarstyrki og
grænar greiðslur, enda ljóst að búa
þarf íslenskan landbúnað undir
alþjóðasamninga um verslun með
landbúnaðarafurðir.
Mismunandi áherslur eru á til-
flutning verkefna frá ríki til sveitar-
félaga. Flokkarnir eru þó sammála
um að efla beri nærþjónustu við aldr-
aða og fatlaða en þá þurfi að tryggja
málaflokkunum nægilegt fjármagn.
VG telur að 5 milljarða króna til-
færslu þurfi frá ríki til sveitarfélaga
til að sveitarfélögin geti sinnt lög-
boðinniþjónustu.Framsóknarflokk-
urinn tekur undir að endurskoða
þurfi tekjuskiptinguna en nefnir
ekki tölur. Framsókn nefnir raunar
að skoða megi hvort heilsugæsla og
framhaldsskólar væru betur komin
hjá sveitarfélögum.
Meðal annarra áherslumála sem
fram komu í svörum talsmanna
flokkanna má nefna verndun gam-
alla húsa við Laugaveg, frekari upp-
byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldr-
aða og niðurfellingu komugjalda í
heilsugæslunni. Ennfremur er nefnt
að eyða þurfi biðlistum sem orðnir
séu eitt helsta einkenni núverandi
ríkisstjórnar.
Samhljómur er í málflutningi
talsmanna stjórnarflokkanna ann-
ars vegar og talsmanna stjórnar-
andstöðu hins vegar. Ekki kemur
á óvart að þeir fyrrnefndu mæra
eigin verk og enn minna kemur á
óvart að hinir síðarnefndu telja eitt
brýnasta málið að koma núverandi
ríkisstjórn frá völdum og skapa nýja
framtíðarsýn.
MOSFELL
KERTO LÍMTRÉ
KERTO LÍMTRÉ býður upp á ýmsa möguleika.
KERTO L(MTRÉ erfrá Finnlandi og hefur veriðá markaði á (slandi frá árinu 1981.
KERTO LÍMTRÉ er mikið notað sem burðarbitar,einnig (milligólf og þaksperrur
þar sem venjulegar sperrur duga ekki.
KERTO LtMTRÉ getur sparað verulega fjármuni í burðarvirki þar sem
þaksperrur fara yfir 5 metra í lengd, þá er notað KERTO LfMTRÉ í stað
hefðbundinna þaksperra og losnað við burðarbita og súlur.
KERTO LÍMTRÉ.eitt það besta itré.til nýbygginga og viðhalds.
TM MOSFELL EHF • MIÐHRAUNI 14 • SÍMI 566 6606 • FAX 566 6619 • MOSFELL@MOSFELL.IS