blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR ÞRIDJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 blaðiö Nýr sáttmáli ESB snertir íslenska hagsmuni á ýmsum sviðum og getur haft áhrif á Evrópuumræður Hvað var samþykkt á fundi ESB í Brussel? Leiðtogar aðildarríkja Evrópu- sambandsins náðu samkomulagi um innihald nýs stjórnskipunar- sáttmála á föstudagskvöld, sem á að koma í stað áður fyrirhugaðrar stjórnarskrár sambandsins. Verði nýr sáttmáli samþykktur kann það að hafa áhrif á umræður um hugsanlega aðild íslands að ESB og jafnframt á núverandi samstarf íslands og ESB. Portúgalar verða í forsæti ESB síðari hluta ársins og kemur það í þeirra hlut að efna til sérstakrar ríkjaráðstefnu þar sem gengið verður frá sáttmálanum, sem aðildarríkin munu svo þurfa að staðfesta á næsta ári. 1 Tvöfalt meirihlutakerfi verður tekið upp í ákvarðanatökuferli ESB, líkt og gert var ráð fyrir í áður fyrirhugaðri stjórnarskrá. Til að tillaga verði samþykkt þarf samþykki að minnsta kosti 55% aðildarríkjanna, sem aukþess standa fyrir 65% íbúa ESB hið minnsta. Til að róa Pólverja var samþykkt að fresta gildistökunni til ársins 2014, en þá verður hún tekin í skrefum á þremur árum. Stjórnskipun ESB verður ein- földuð og þrjár stoðir ESB felldar saman í eina. Þannig munu völd Evrópuþingsins t.d. aukast á sviði lögreglumála, sem áður tilheyrðu þriðju stoðinni. Breytingarnar munu einnig ná inn í Schengen- samstarfið sem íslendingar eru aðilar að. Neitunarvald ríkja verður áfram við lýði á sviði trygginga-, utanríkis-, varnar-, menningar- og efnahagsmála. 2 3 Frá árinu 2014verður meðlimum framkvæmdastjórnar ESB fækkað. Þeir munu koma frá tveimur þriðju hlutum aðildar- ríkjanna, en ekki hverju ríki eins og nú er. Stöðurnar munu ganga á milli ríkja samkvæmt sérstöku kerfi og skipað í þær til fimm ára í senn. Talið var að ekki væri hægt að viðhalda núverandi kerfi til lengdar, nú þegar aðildarríkin eru orðin 27 og gæti enn fjölgað. í nýjum sáttmála verður sér- staklega kveðið á um hvernig hægt sé bæði að auka og minnka valdsvið yfirþjóðlegra stofnana ESB. Einnig verður þar klausa um hvernig aðildarríki getur sagt sig úr sambandinu, sem er nýjung. Oft hefur verið vísað til að Grænlendingar sögðu sig úr sambandinu í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1982. 4 HL/EIDO aii SHISEIDO sólgleraugu með 30% kynningar- afslætti SJONVERND þjónustumiðstöð Þverholti 14 105 Keykjavík S. 5113311 lv Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur - fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavlk Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 $ala®rv.is • www.rv.is Bjarni Ómar Ragnarsson - verslunarstjóri hjá RV 25 Rekstrarvörur ára 1982-2007 Styrkir stöðu smærri ríkja ■ Horfiðfrá hugmyndum um sambandsríki ■ Samkomulagið skiptir íslenska borg- ara jafn miklu máli Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að það sem deilt og samið var um á leiðtoga- fundinum í Brussel snerti íslensk stjórnvöld ekki með beinum hætti, nema að mjög takmörkuðu leyti. „Þetta snertir okkur þó verulega með afleiddum hætti, þar sem við lútum þeim reglum sem þar eru settar í gegnum aðild okkar að EES Leyfi fyrir loð- skinnstöskum Skoska þingið hefur samþykkt lög um að allir þurfi sérstakt leyfi til að bera loðskinnstösku með skota- pilsi sínu. Loðskinnstöskurnar eru yfirleitt búnar til úr loðfeldi greifingja eða otra og þarf nú leyfi til að sanna að dýrið hafi ekki verið drepið með ólöglegum hætti. Verði menn fundnir sekir um að bera ólöglegar töskur geta þeir átt von á um 6oo þúsund króna sekt og allt að hálfs árs fangelsi. og Schengen-samstarfinu. Þarna var verið að setja ramma utan um þær leikreglur og það ætti því að skipta íslenska borgara jafn miklu máli og borgara ESB-ríkjanna. Samkomulagið hefur þó ekki sömu áhrif á íslensk stjórnvöld og stjórnvöld annarra ríkja, þar sem þau hafa kosið að standa utan stofn- ana ESB.“ Stjórnarskráin til hliðar Eiríkur segir að með samkomu- laginu sé búið að leggja allar hug- myndir um stjórnarskrá til hliðar. Þar sé farið af stað með minni sátt- mála þar sem tekist er á við allar þær nauðsynlegu breytingar sem þurfti að fara út í, bæði vegna stækk- unar sambandsins og þróunar á starfsemi þess. „ESB er því ekki sambandsríki heldur ríkjasamband. Stóru skilaboðin með samkomulag- inu eru þau að búið er falla frá öllum hugmyndum um sambandsríki." Andvígir ESB-aðild Rúmlega 48 prósent Norð- manna segjast vera andvígir því að Noregur gerist aðili að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Sentio. Tæplega 42 prósent segjast hins vegar vera jákvæð í garð aðildar. Norðmenn hafa tvívegis kosið um það í þjóðarakvæðagreiðslu hvort að Noregur eigi að gerast aðili að sambandinu, árin 1972 og 1994- Því var hafnað í bæði skiptin. Styrkir stöðu smáríkja Að sögn Eiríks var málamiðlun gerð varðandi ákvarðanatökuferli sambandsins, milli þess að virða hin sjálfstæðu ríki og ákvarðana- tökurétt þeirra og að viðurkenna stærð allra stærstu ríkjanna. „Vægi smáríkja í ákvarðanatökuferlinu hefur nú aukist, vegna ákvæðisins um að 55 prósent aðildarríkja þurfi til að samþykkja reglugerð. Þar er smáríkið Malta jafnt Þýska- landi, stærsta aðildarríki sambands- ins. Hins vegar er líka verið að viðurkenna stærð stærri ríkjanna, þar sem 65 prósent fólksfjölda þarf einnig til. Segja má að millistóru ríkin, svo sem Pólland og Spánn, hafi einna helst misst vægi með sam- komulaginu í Brussel." VILTU VITA MEIRA? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Selir finnast dauðir Tæplega sextíu selskópar hafa fundist dauðir við dönsku eyjuna Anholt í Kattegat milli Danmerkur og Svíþjóðar á und- anförnum dögum. Vísindamenn segja selapest hafa orsakað dauða kópanna og er óttast að þús- undir til viðbótar muni drepast ef pestin breiðist út. Um sextíu prósent sela á svæðinu drápust í pest árið 1988 og þrjátíu prósent árið 2002.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.