blaðið - 26.06.2007, Síða 18

blaðið - 26.06.2007, Síða 18
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 blaöíö ÍÞRÓTTIR ihrottir@bladid.net 1|; Á árunum 1999 til 2003 voru greiddir rúmir þrír milljarðar króna fyrir fimm leikmenn. Á þeim fjórum árum sem síðan eru liðin hefur aðeins einn leikmaðurfariðfyrir meira en þrjá milljarða; Andriy Shevchenko hjá Chelsea. jr ■0 SKEYTIN INN Einn er sá bakvörður sem eftirsótt- ari er en aðrir í heiminum í dag en það er hinn litríki og stórfurðulegi Daniel Alves hjá Sevilla. Alves hefur nú í fyrsta skipti lýst áhuga á að spila með Real Madrid en slíkar yfirlýsingar eru jafnan lognið á und- an storminum. Alves opnar engar slíkar dyr nema Real hafi þegar haft samband og lofað gulli og grænum... Franska stórlið- ið Marseille hefur áhuga á að fá Jon Dahl To- masson til liðs við sig en samningur Tomasson við Stuttg- art er að renna út. Franska liðið er talið liklegt til að heilla peyjann sem enn sem komið er hefur aðeins eitt tilboð upp á vasann frá Grikklandi. A Italska dagblaðið II Sole 24 Ore greinir frá því að knattspyrnu- lið í efstu deild í landinu séu afar skuldsett.Reiknast blaðinu til að heildarskuldirnar nemi tæpum 33 milljörðum króna og eru meistarar Inter Milan verst settir með helming af þeirri skuld. Udinese og AC Milan eru einu félög- in réttum megin við bóhaldsstrikið. Eiður Smári Guðjohnsen ítrekaði þá ósk sína að vera áfram í herbúðum Barca í dagblöðum Börsunga eftir að ljóst varð að Thierry Henry bættist í vaskan hóp leikmanna Uðsins. Sagðist hann ekkert annað vita en að hann yrði áfram en miklar vangavelt- ur eru uppi um að hann verði seldur. Ljóst er að hann þykir ekki hafa staðið undir væntingum í vetur og hjá Barcelona eru engin tvö tækifæri. Stjómarmeð- limirArsenal eruekkiá eitt sáttir um þá hugmynd Arsene Wenger þjálfara að fá Nicholas Anelka aftur til liðsins til að fýlla 1' skarð Thierry Henry. Aukast enn líkurnar á að Wenger fylgi í fótspor Henry og láti sig hverfa frá liðinu fýrr en síðar. Henry er sem fýrr segir á leið til Eiðs Smára og félaga í Barcelona og ætlar að enda ferilinn þar. Fyrstu stórkaup sumarsins Markaðurinn líflaus að öðru leyti Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Loksins kom að því! Stórstjarnan Thierry Henry er farinn frá Arsenal til Barcelona eftir átta stórkostleg ár fyrir rúma tvo milljarða og ætlar að enda ferilinn suður með sjó. Ekki aðeins er hitastigið hærra heldur er stutt á ströndina og vasapeningarnir ekki skornir við nögl; Henry fær 17 milljónir króna á viku eftir skatta. Steindauður markaður Kaup Barca á Frakkanum eru í raun fyrstu stórkaup sumarsins á leikmannamarkaðnum í Evrópu en sá hefur verið með daufasta móti hingað til þegar aðeins er rúm vika þangað til leikmannaskiptaglugg- inn opnast á ný eftir langt hlé. Ef frá eru talin snilldarkaup Alex Ferguson hjá Manchester United á Hargreaves og ungstirnunum And- erson og Nani sem hvor um sig voru jafndýrir Henry mætti halda að um- boðsmenn leikmanna í álfunni færu líka í frí að leiktíðinni lokinni. Engin óvænt tíðindi hafa litið dagsins ljós og jafnvel þeir tveir milljarðar króna sem Spánverjarnir greiða fyrir Henry eru hálfgert stöðumælaklink samanborið við upphæðir sem fyrir nokkrum árum þóttu eðlilegar upp- ► Hjá Mónakó: 21 mark í 113 leikjum ► Hjá Juventus: 3 mörk í 16 leikjum ► Hjá Arsenal: 226 mörk í 370 leikjum ► Með Frakklandi: 35 mörk í 82 leikjum hæðir fyrir stjörnur leiksins. Á árunum 1999 til 2003 voru greiddir rúmir þrír millj- arðar króna fyrir fimm leikmenn. Á þeim fjórum árum sem síðan eru liðin hefur að- eins einn leik- maður farið fyrir meira en þrjá millj- arða;Andriy Shevchenko hjá Chelsea. Erlendis velta spek- ingar fyrir sér hvað valdi og tína tvennt til; ann- ars vegar hafa fjöl- mörg félög komist í einkaeigu auð- kýfinga á þessum tíma. Auðkýfinga sem gera kröfur um arð og hagnað. Ríkir og fátækir Það hangir saman við hitt að bilið almennt milli ríku félaganna og millistéttarfélaganna fer vaxandi. Það skýrir að stórum hluta hreyfing- arleysi á markaðnum því færri og færri félög hafa efni á að kaupa fallnar stjörnur af stórliðunum og meðan þau geta ekki losað sig við smærri spámenn er fyr- irséð að þau kaupa heldur enga nýja leikmenn á meðan. Ein lausnin er að fara leið þá er forsvarsmenn Barca og Real M a d r i d eru að fara; að halda brunaút- sölu á fimm til sjö leik- mönnum sínum að lokinni leiktíð. Thierry Henry Kom til Arsenal haustið 1999 en nú á leið til Barcelona HENRYí HNOTSKURN Gleði í GR Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur voru sigursælir á þriðja móti Kaupþingsmóta- raðarinnar sem fram fór á Hólmsvelli á Suðurnesjum. Ragnhildur Sigurðardóttir vann nauman sigur á Nínu Björk Geirsdóttur eftir að hafa spilað síðustu holurnar illa. Karlamegin bar Haraldur Heimisson sigurorð af Davíð Má Vilhjálmssyni. Frábært mót Alþjóðlega ungmennamótið sem fram fór í Reykjavík um helgina tókst vonum framar og geta aðstandendur verið stoltir af sínum verkum. Aldrei hefur stærra mót með fleiri keppendum verið haldið hérlendis. Heimasigur Fyrrum heimamaðurinn Sig- urpáll Geir Sveinsson sigraði á Arctic Open-mótinu á Ak- ureyri um helgina. Sigurpáll hefur áður unnið þetta fræg- asta mót íslands en 220 manns voru skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri. Út með Hreiðar Landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Guðmundsson hefur gert samning við sænska handknattleiksliðið Savehof. Er þetta vatn á myllu Hreiðars enda sænska deildin afar sterk. Málaferli og lúxuslíf tóku sirtn toll Jones gjaldþrota Margfaldur Ólympíumethafi í frjálsum íþróttum, Marion Jones, er gjaldþrota en aðeins örfá ár eru síðan hún var tekjuhæsta íþrótta- kona heimsins. Gögn um gjaldþrot Jones birt- ust í Los Angeles Times. Ástæða þessa eru langvinn málaferli við fyrrverandi þjálfara og lúxuslíferni. Þykir það tíðindum sæta enda var hún um tíma milljarðamæringur vegna afreka sinna í hlaupagreinum. Vann hún meðal annars fimm verð- laun, þar af þrenn gullverðlaun, á Ólympíuleiknunum í Sidney um aldamótin.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.