blaðið - 26.06.2007, Page 22

blaðið - 26.06.2007, Page 22
ShHIKÖK.' ‘“THÍKD iCedric thc Enteruiner lucy Uu ‘tóNNÍtfdiJfl JKÓLABÍÓ PREMONITION FANTASTIC FOUR 2 H0STEL2 THEINVISIBLE 28WEEKS LATER LIVES OF OTHERS M. 5.30 og 8 PREMONITION FANTASTIC FOUR 2 THE LASTMIMZY áaafltífilll /ÁLFABAKKA SHREK3 kl. 4-6-8-10:10 SHREK3VIP M. 8 -10:10 SHREK 3 W- ÍSL TAL M.4-6 OCEAN'S 13 M. 5:30-8-10:30 7 OCEAN'S 13 VIP M. 5:30 PIRATES CARRIBEAN 3 M. 6-8-10 10 ZODIAC kl. 6 - 9 16 R0BINS0N... M/-fSLTAL kl.4 L SáVMfik. / KRINGLUNNI SHREK3 kl. 8:15-10:20 SHREK 3 .' ÍSLTAL kl. 4:15-6:15 CODENAME CLEANER kl. 4-6-8-10:10 10 0CEANS13 kl. 8-10:30 7 PIRATES 3 kl.5 10 ÍHmÆ*. / AKUREYRI SHREK3 BauTA' W.6-8 SHREK 3M/-ÍSLTAL M.6-8 áiMBÍálb! / KEFLAVÍK SHREK THETHIRD kl.8 FANTASTIC F0UR kl.8 t C0DE NAME... kl. 10 H0STEL2 M. 10 16 f PREMONITION W. 5.45,8 og 10.15 FANTASTIC FOUR 2 M. 6,8.20 og 10.30 L THEH0AX M. 530,8 og 1030 28 WEEKS LATER W. 5.50,8 og 10.10 16 SmHRH^BÍÚ SHREK 3 enskt tal M. 3,5,7,9:10 og 11:10 L SHREK 3 LLJXUS M. 3.5,7,9:100011:10 L | SHREK 3 íslenskt tal W.C ,5,7,9:10 og 11:10 L FANTASTIC FOUR 2 kL 3.40,5.50,8 og 10.10 L H0STEL2 W.8og10.10 18 | THE LASTMIMZY W.3 L SPIDERMAN 3 ld.5 10 SHREK 3 enskt tal M. 4,6,8og10 L SHREK 3 felenskt tal W.4,6og8 L FANTASTIC FOUR 2 VU ,6,8og10 L H0STEL2 W.10 18 ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI 2007 blaóiö ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Ég held að með því fáum við fullt affólki í bíó sem hefur annars engan áhuga á því að fara í bíó Madonna í fasteignabransanum Á villur vítt um heiminn Söngkonan Madonna festi nýlega kaup á sjöttu íbúð sinni í Lundúnum en fyrir á hún glæsivillur víðs vegar um heiminn. Stjarnan hefur eytt tveimur milljörðum í fasteignir í borginni á undanförnum árum en tvær af byggingunum sex tilheyra Kabbalah-söfnuði Madonnu. Nýja eignin hefur tíu svefnherbergi og ætti því að vera nóg pláss fyrir fjölskylduna sem mun ekki þurfa að flytja langt þar sem umrædd íbúð er við hliðina á núverandi heimili fjölskyldunnar. Ibúðina keypti Madonna af hönnuðinum Paul Davies og borgaði hún tæpar 400 milljónir króna fyrir og hafði þar betur en ljósmyndarinn Mario Testino og leikkonan Jennifer Saunders sem einnig gerðu tilboð í íbúðina. Fasteignaumsvif Madonnu hafa verið umtalsverð á undanförnum árum en hún á einnig eignir í sveitum Bretlands, Frakklandi og í Bandaríkjunum og nú er spurning hvort hún snúi sér alfarið að fasteigna- viðskiptum þar sem hún hefur verið nokkuð róleg í tíðinni ef miða má við afköst hennar undanfarin ár í tónlistarbransanum. Sveitasetur Madonna og Guy Höllin í L.A. Hjónin eiga Ritchie eiga sveitasetur í Wilts- staerðarinnar eign í Los hire-skíri í Bretlandi en setrið Angeles. Alþjóðleg kvikmyndahátíð Fjölbreytt og viðamikil dagskrá Taka því létt Leikkonan Angelina Jolie viðurkenndi nýlega í viðtali við tímaritið Marie Claire að þau Brad Pitt hefðu aldrei sagt „ég elska þig“ hvort við annað, að minnsta kosti ekki á alvarlegu nótunum. „Ég er viss um að við höfum sagt það einhvern tímann en við höfum ábyggilega ekki gert það nema kýla hvort annað í öxlina fyrst og gantast eitthvað með það.“ Parið ætlar einnig að taka sér góðan tíma áður en þau ákveða að ganga í hjónaband og hefur Brad Pitt lýst því yfir að hann muni ekki ganga aftur inn kirkjugólfið fyrr en samkyn- hneigð pör geta gert slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Fæst í heilsubúðum og helstu matvörumörkuðum landsins Dreifing: Yggdrasill, S 544 4270, Suðurhrauni 12b, Garðabæ Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í fjórða sinn í lok septembermánaðar en á siðasta ári sóttu um 15.000 íslendingar sýn- ingar hátíðarinnar. Því er óhætt að segja að hátíðin skipi stóran sess í lífi margra með haustinu. Alþjóð- leg kvikmyndahátíð hefur vakið mikla athygli á erlendri grund en dagblaðið Boston Pheonix sagði dag- skrána eina þá „bestu á jörðinni" og vefsíðan Stylus Magazine kallaði há- tíðina „best geymda leyndarmálið á hátíðarúntinum". Að sögn Atla Bollasonar, eins af skipuleggjendum Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar, verður hátíðin í ár með svipuðu sniði og í fyrra. „Við erum búin að vera að byggja upp markhóp fyrir alvöru kvik- myndahátíðir sem hefur tekist mjög vel og erum bara að halda áfram að byggja á þeim grunni. Hugmyndin með hátíðinni er að vera með mjög fjölbreytta og viðamikla dagskrá þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, en á sama tíma erum við að reyna að kynna eitthvað sem er nýtt og ferskt og kannski öðruvísi, eitthvað annað en týpískar formúlu- myndir frá Hollywood. Það er verið að sýna allar hliðar á kvikmynda- gerð og ég held að með því fáum við fullt af fólki í bíó sem hefur annars engan áhuga á því að fara í bíó.“ Atli vildi þó ekki staðfesta neina titla enn sem komið er en sagði kvik- myndaunnendur eiga von á góðu í haust líkt og áður. Kidman fyrir Nintendo Leikkonan Nicole Kidman sem fagnaði fertugsafmæli sínu í síðustu viku hefur gert samning við tölvufyrirtækið Nintendo. Stjarnan mun verða andlit fyrirtækisins út á við í markaðsherferð en fyrirtækið er að kynna nýtt forrit sem ætlað er eldra fólki og kallast More Brain Training. Með þessu vonast fyrirtækið til þess að vekja athygli eldri kynslóð- arinnar en hingað til hafa vörur Nintendo einkum verið ætlaðar ungum karlmönnum. Kvikmynd um Hefner Playboy-kóngurinn Hugh Hefner verður áttræður á árinu og hefur nú fallist á að gerð verði kvikmynd um líf hans, en leikstjórinn Brett Ratner hefur sótt hart að Hefner vegna þessa undanfarin ár. Ekki fylgir þó sögunni hver kemur til með að fara með hlutverk Hefners en sjálfur vil hann að Hugh Jack- man taki hlutverkið að sér. hilda@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.