blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 4
FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 blaöiö Vitl leigja út byggðakvóta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, vill að að hægt verði að leigja út byggðakvóta og nota andvirðið til að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu- líf í byggðum landsins. RÚV greindi frá. Verið er að skoða hvaða mótvægisaðgerðir koma til greina vegna niðurskurðar aflaheimilda. Ingibjörg Sólrún segir að finna þurfi ný störf fyrir þá sem missa vinnuna í kjölfar niðurskurðarins. Ennfremur þurfi að bæta aðstöðu víða svo fyrirtæki geti hugsað sér að flytja þangað. Loks vill Ingibjörg Sólrún end- urskoða reglur sem gilda um byggðakvóta. Nýtt sölufélag Samherja Stofnað hefur verið félag um sölustarfsemi Samherja. Fé- lagið heitir Ice Fresh Seafood og er að fullu í eigu Samherja. Segir Samherji að með stofnun nýja félagsins sé verið að skerpa á áherslum í sölu- málum og auka þjónustu bæði við birgja sem og viðskiptavini. Ice Fresh Seafood mun ein- beita sér að sölu afurða fyrir- tækisins Samherja og dótturfé- laga þess. Ennfremur mun nýja félagið halda áfram og auka sölu fyrir aðra framleiðendur, að því er segir á heimasíðu Samherja. mbl.is Norræna hús- iö hlýtur styrk Ríkisstjórnin ákvað í gær að styrkja Norræna húsið um tvær milljónir króna til að halda hátíð í ágúst. Norræna húsið er nú lokað vegna breyt- inga en verður opnað aftur á menningarnótt. Verður opnun- inni fagnað með níu daga hátíð en þar koma fram listamenn frá ýmsum löndum. Ekið á lömb og kindur Átta óhöpp þar sem ekið var á búfé voru tilkynnt lögreglunni á Vestfjörðum í síðustu viku. Ekið var á níu lömb og þrjár kindur í þessum tilfellum. Að meðaltali er ekið á 20 til 25 kindur á ári í þessum lands- hluta, miðað við tilkynnt óhöpp til lögreglunnar á ísafirði undanfarin ár. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjar- ins besta. Alcoa Fjarðaál gerir vel við nýja starfsmenn Pakka, flytja og taka upp Alcoa gerir þeim sem ráða sig til starfa í álveri fyrirtækisins í Fjarðabyggð og þurfa að flytja úr meira en 100 km fjarlægð gott til- boð í auglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Fyrirtækið býðst til að greiða kostnað vegna kaupa og sölu fast- eigna, til dæmis sölulaun, lántöku- gjald og stimpilgjöld. Þá býðst fyrirtækið einnig til þess að pakka búslóð, flytja hana og koma henni fyrir á nýju heimili auk þess að greiða starfsmanninum 200 þús- und krónur svo hann geti komið sér fyrir. „Þessi pakki hefur verið í boði frá upphafi. Þetta er bara í fyrsta skipti sem hefur verið ákveðið að auglýsa hann sérstaklega,“ segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir hjá Capa- cent ráðningum, sem sjá um að ráða fólk til starfa í álverinu. Hún segir ekki hafa verið mikil viðbrögð við auglýsingunni. Aðspurð hvort tilboðið sé háð ein- hverjum skilyrðum segir Sigurlaug að fólk verði að hafa samband við sig til að komast að því. ejg Álver Alcoa Þaö er gott að vinna í álveri Blaðið/ÞÖK Ríkið vildi ekki selja orkufyrirtækjum Ekki eiginleg einkavæðing ef viðskiptin er milli opinberra aðila I Enginn vafi að við megum þetta, segir Orkuveita Reykjavíkur Þjónustumiðstöð HS í Svartsengi Þeg- ar hlutur ríkisins var seldur var ákveöið að meina orkufyrirtækjum að kaupa hann, meðal annars vegna ótta um að slíkt sam- ræmdist ekki samkeppnissjónarmiðum. Mynd/Gísli Slgurðsson Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net „Það var ákvörðun af hálfu ríkis- ins að setja skilmálana þannig fram að önnur orkufyrirtæki í opinberri eigu gætu ekki boðið,“ segir Baldur Guðlaugsson, formaður einkavæð- ingarnefndar, um sölu á hlut ríkis- ins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). I auglýsingu vegna sölu á eignar- hlutnum kom fram að íslensk orku- fyrirtæki í opinberri eigu mættu ekki bjóða í hlutinn. Sú takmörkun nær yfir tvö fyrirtæki, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Landsvirkjun. OR tilkynnti á mánudag að fyrir- tækið ætlaði sér að kaupa hlut Hafn- arfjarðar og Grindavíkur í HS auk þess hlutar sem fellur sveitarfélög- unum í skaut vegna nýtingar á for- kaupsrétti þeirra. Baldur segir að fyrir þessu hafi verið tvær meginástæður. „Annars vegar var talið að það gæti leikið vafi á að það samræmdist sam- keppnissjónarmiðum að orkufyr- irtæki í opinberri eigu sem voru fyrirferðarmikil á markaðnum eignuðust slíkan hlut. Við höfðum ekki neitt bréf upp á að slíkt stæð- ist ekki samkeppnislög heldur var talið að á því væru talsverðar líkur, enda höfðu farið fram viðræður við samkeppnisyfirvöld til að fara yfir þá stöðu. Það var svo niðurstaða ríkisins að það léki það mikill vafi á þessu að ekki væri hægt að tefla söl- unni í tvísýnu með því að opna á til- boð þessara aðila sem síðan myndu enda í hnút gagnvart samkeppnisyf- irvöldum. Hin ástæðan er sú að það þykir ekki vera eiginleg einkavæð- ing ef annað orkufyrirtæki í opin- berri eigu kaupir hlutinn. Að einn opinber aðili selji öðrum.“ Risaríkisfyrirtæki í fæðingu Hjörleifur Kvaran, aðstoðarfor- stjóri OR, segist ekki í vafa um að fyrirtækið geti keypt sig inn í HS. ,Það getur enginn staðið gegn þvl eða bannað það. Ríkið getur stjórnað því sem ríkisfyrirtæki gera en við erum ekki að kaupa þennan hlut af ríkinu. Ef ríkið vildi ekki selja orkufyrir- tækjum þá er það þeirra ákvörðun. En ég veit ekki betur en ríkið sé að sameina Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða í eitthvert stærsta orkufyrirtæki landsins. Það verður miklu stærra fyrirtæki en Orku- veitan og Hitaveita Suðurnesja og rík- inu finnst það allt i lagi.“ Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segist ekki telja að neitt hafi breyst frá þvi að hlutur ríkisins var boðinn til sölu. ,Það er viðbúið að einhver muni til- kynna þetta til Samkeppniseftirlits- ins. Ég sé ekki endilega fyrir mér að við gerum það en líklega mun ein- hver annar samkeppnisaðili gera það.“ Grindavíkurbær hafði þegar tekið tilboði Geysis þegar bænum snerist hugur og hann seldi hlut sinn í HS til Orkuveitunnar. Að sögn Ásgeirs er Geysir að skoða lagalega stöðu sína. „Við erum með samning sem er undirritaður án fyrirvara af for- manni bæjarráðs Grindavíkur. Við skiljum ekki hvers konar vinnu- brögð það eru ef samningur sem er undirritaður af honum er gerður í plati. Það er algjörlega nýtt fyrir okkur. Auk þess var þetta gert í samstarfi við fjölda annarra sveit- arfélaga sem voru að taka sameigin- lega ákvörðun um ákveðna leið. En þá hleypur allt í einu einn út undan sér. Við skiljum þetta ekki og ísland hefur ekki virkað svona hingað til.“ Persónuvemd úrskurðar um ábyrgð á söfnun upplýsinga Alcan ber ábyrgðina Alcan á íslandi telst, samkvæmt úrskurði Persónuverndar, ábyrgð- araðili þeirra persónuupplýsinga sem söfnuðust í gegnum kosninga- vef fyrirtækisins í aðdraganda kosninga um stækkun álversins í Straumsvík. Forsaga málsins er sú að Persónu- vernd barst símtal í mars síðast- liðnum frá mönnum sem kváðust vera starfsmenn Alcan. Þeir sögðust hafa fengið tilmæli um að safna upplýsingum um að minnsta kosti tíu nágranna sína eða vini og skoð- anir þeirra á fyrirhugaðri stækkun álversins. Fyrst og fremst hafi verið um að ræða meðlimi samtakanna Sólar í Straumi. Upplýsingarnar voru vistaðar inni á sérstökum kosn- ingavef Alcan, http://kosningavelin. net/Alcan, sem allir starfsmenn fyrirtækisins höfðu aðgang að. Þar var hægt að leita að og setja inn upplýsingar um alla kosningabæra íbúa Hafnaríjarðar. Vefurinn var kynntur á innra neti Alcan og starfs- mönnum boðin kennsla í notkun hans. Persónuvernd hafði í kjölfarið samband við Alcan og fékk þau svör frá Gunnari Guðlaugssyni framkvæmdastjóra að fyrirtækið hefði keypt aðgang að kerfinu fyrir milligöngu GPS almannatengsla hf. Alcan bar fyrir sig að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á að þeir sem selja fyrirtækinu þjónustu uppfylli skilyrði laga. Úrskurðurinn í síð- ustu viku snerist því um hver bæri ábyrgð á þeirri söfnun persónuupp- lýsinga sem átti sér stað í gegnum vefinn. Hann sagði Alcan ótvírætt Alcan á fslandl Fyrirtækið hefur verið úrskurðað ábyrgt fyrir þeirri söfnun persónuupplýsinga sem átti sér stað fyrir stækkunarkosningarnar. Blaöið/Oolli bera þá ábyrgð. í kjölfarið mun Per- og meðferð persónuupplýsinganna sónuvernd úrskurða hvort söfnun var lögmæt eða ekki. þsj

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.