blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 18
>22 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 blaðið LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@bladid.net Verið er að útbúa lista með svokölluðum jákvæðum heilsufullyrðingum, en það eru fullyrðingar sem matvælafyrirtæki mega setja á matvæli án þess að sækja um það sérstaklega. Internetverslun lítil milli ríkja Verslun á Netinu færist sífellt í aukana í Evrópu, en á síðasta ári verslaði 21 prósent íbúa aðild- arríkja Evrópusambandsins á Netinu. Flestir létu sér þó nægja að versla innanlands, en einungis 6 prósent íbúa sambandsins festu kaup á vörum frá öðrum aðild- ' arríkjum í gegnum Netið. Þetta þýðir að hluti af þeim tækifærum sem innri markaði Evrópu er ætlað að veita er ónýttur. Helsta skýringin á þessu er sú að neytendur eiga erfiðara með að treysta á gæði vörunnar og ábyrgð á henni ef hún er keypt erlendis frá í gegnum Netið, auk þess sem þeir eru oft í vafa um hvort þeir geti fengið nýja vöru eða endurgreiðslu ef varan reyn- ist vera gölluð. Ahyggjur af klónuðu kjöti Meirihluti Bandaríkjamanna vill að kjötafurðir og mjólk frá kión- uðum dýrum verði merkt sérstak- lega, eða um 89 prósent. Þetta kom í Ijós í könnun sem neytenda- samtök í Bandaríkjunum létu gera í júní síðastliðnum. í sömu könnun kom í ljós að 69 prósent kærðu sig lítið eða ekki um að neyta slíkra afurða. Vera má að landbúnaðarafurðir - af klónuðum dýrum komi í verslanir vestanhafs í lok þessa árs og ef til vill verða framleið- endur skyldaðir með lögum til að merkja slíkar afurðir sérstaklega. Rannsókn sem Matvæla- og lyfja- stofnun Bandaríkjanna hefur gert á hollustu slíkra afurða hefur ekki leitt í ljós að nein hætta stafi af neyslu þeirra. Sú rannsókn var þó einungis gerð á afurðum af tiltölulega fáum dýrum og er fleiri rannsókna þörf. íslendingar taka þátt í könnun á viðhorfi til fullyrðinga á matvælum Sterkar skoðanir á heilsufullyrðingum íslendingar taka þátt í umfangsmikilli samnor- rænni könnun á viðhorfi fólks í Evrópu til svokall- aðra heilsufullyrðinga á matvælum. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar í tengslum við nýja reglugerð um slíkar fullyrðingar sem eru að taka gildi innan Evrópu- sambandsins, en þess má vænta að reglugerðin verði tekin inn í EES-samn- inginn á næstu mánuðum. Eftir Hlldi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Það er Matís, Matvælarann- sóknir íslands, sem annast framkvæmd könnunarinnar hér á landi og hefur 2.500 einstak- lingum verið sent bréf þar sem þeir eru beðnir um að taka þátt í könnuninni á Netinu. Markmið könnunarinnar er að kanna hug fólks til heilsufullyrðinga, en það eru fullyrðingar á borð við „hita- einingasnautt", „kólesterólfrítt“ og um áhrif neyslu slíkra matvæla á heilsu neytenda. Að sögn Emilíu Martinsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís, hefur verið ákveðið að framlengja frest til þess að skila svörum fram í miðjan júlí vegna álags sem mynd- ast hefur vegna mikils áhuga fólks í Evrópu á þátttöku í könnuninni. „Þetta er mjög viðamikil, samevr- ópsk könnun sem gerð er á Norð- urlöndunum og nokkrum löndum við Eystrasaltið. Við lentum í smá brasi af þvi að margir fóru inn á vefinn í einu og netþjónninn réð ekki við það þannig að fólk gat ekki klárað að svara, en nú á þetta að vera komið í lag. Margir hafa haft samband við okkur og sýnt þessu málefni mikinn áhuga. Fólk hefur gjarnan sterkar skoðanir á heilsufullyrðingum, bæði hér og í hinum löndunum,“ segir hún. c~Z', Maivuki Fituskert-hitaeiningasnautt- lækkar kólesteról Sjónarmið íslenskra neytenda á heilsufullyrð- ingum eru könnuð. Mcmj Nýkoup . »*iaa j %J ifai ifató' 'Ui - — —• Mismikil trú á fullyrðingum í könnuninni, sem fer fram sam- tímis í öllum löndunum, er athugað hvort heilsufullyrðingar hafi áhrif á innkaup og hvort fólk sé jákvætt eða neikvætt í þeirra garð og hvort það skilur þær yfirhöfuð. „Svo er verið að kanna hvaða trúnað fólk leggur á slíkar fullyrðingar, sem er auðvitað misjafnt eftir einstaklingum, og at- hugað er hvort til dæmis veikindi hafi þarna einhver áhrif. Ný sam- evrópsk reglugerð er í raun komin í framkvæmd í Evrópusambandinu og verður einhvern tímann tekin upp hér. Verið er að útbúa lista með svoköll- uðum jákvæðum heilsufullyrðingum, en það eru fullyrðingar sem matvæla- fyrirtæki mega setja á matvæli án þess að sækja um það sérstaklega. Það þarf hins vegar að fá sérstakt leyfi fyrir öllum öðrum fullyrðingum sem ekki eru á listanum,“ segir Emilía. Listinn ekki tilbúinn Þangað til evrópska reglugerðin kemur í framkvæmd hér á landi gilda íslenskar reglur. „Matvælafyrirtæki þurfa að sækja um svona fullyrð- ingar hjá Umhverfisstofnun, en með þessum jákvæða lista munu þau ekki þurfa að sækja sérstaklega um fullyrð- ingarnar sem á honum eru. Listinn er reyndar ekki tilbúinn og verður )að ekki fyrr en eftir 2009 eða 2010 )annig að enn er tækifæri til að koma athugasemdum að og þetta norræna verkefni mun koma fram með skoð- anir neytenda og ýmsar tillögur, sem sendar verða til Evrópusambandsins sem innlegg til þessa málefnis,“ segir Emilía. Eins og fyrr segir getur fólk sem lenti í úrtaki fyrir þessa könnun skilað sínum svörum fram í miðjan júlí, en niðurstöður verða svo kynntar með haustinu. „Það verða bæði kynntar KÖNNUNIN ► íslenskir neytendurtaka þátt í samnorrænni könnun á viðhorfi fólks til heilsufull- yrðinga á matvælum. ► Skilafrestur hefur verið framlengdur vegna mikils áhuga á málefninu sem or- sakaði álag á tölvukerfið. ► Niðurstöðurnar verða notaðar sem innlegg til mál- efnisins handa Evrópusam- bandinu. niðurstöður frá íslenskum þátttak- endum sem og heildarniðurstöður þátttakenda frá öllum löndunum. Sennilega verður það í október eða nóvember næstkomandi,“ segir Em- ilía að lokum. Auglýsingasíminn er 510 3744 Ólögmætar bankaauglýsingar 1 auglýsingum frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, fyrir rúmum þremur árum, var fullyrt að þjónustugjöld hérlendra banka væru þau lægstu á Norður- löndum. Auglýsingarnar studdust við könnun sem gerð var á þjón- ustugjöldum og miðað var við með- altalstölur og einungis sumir þjón- ustuliðir bankanna teknir með í reikninginn. Neytendasamtökin sendu kvörtun vegna þessa í maí árið 2004, enda töldu samtökin auglýs- ingarnar vera villandi og ósann- gjarnar gagnvart neytendum. Þau töldu könnunina gallaða þar sem aðeins væri kannað verð á broti af þeim þjónustugjöldum sem bank- arnir innheimta, aukþess sem talið var að meðferð meðaltalsútreikn- inga gengi út í öfgar í könnuninni. Jafnframt væru of víðtækar álykt- anir dregnar af þessari könnun enda tæki hún ekki til allra þjón- ustugjalda og því ógerlegt að full- yrða á grundvelli könnunarinnar hvar gjöldin væru lægst. Nýverið sendi Neytendastofa frá sér úrskurð í málinu þar sem fallist var á sjónarmið Neytenda- samtakanna og niðurstaðan var sú að auglýsingarnar hefðu gefið til kynna mun víðtækari verðkönnun á þjónustugjöldum en í raun var framkvæmd. Það varð því niður- staðan að með birtingu auglýsinga SBV hefði verið brotið gegn lögum. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna. Að sögn Hildigunnar Hafsteins- dóttur, yfirmanns kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu Neytenda- samtakanna, hefurþessi niðurstaða fyrst og fremst leiðbeiningargildi. .Auglýsingarnar eru náttúrlega löngu farnar úr birtingu og það verður enginn sektaður eða neitt slíkt. Ákvörðun Neytendastofu er stjórnvaldsálit og ætti að gefa leið beiningar um framtíðina sem von- andi verður farið eftir,“ segir hún.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.