blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 blaöiö blaöi Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfuiltrúi: Ár og dagurehf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Undarleg einkavæðing Einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hefur tekið undar- lega og óheppilega stefnu. f fyrsta lagi af því að hún virðist ekki ætla að verða nein einkavæðing. f öðru lagi af því að svo virðist sem þróun mála muni sízt þjóna þeim tilgangi að auka samkeppni í orkugeiranum. Allt umhverfi orkufyrirtækjanna hér álandi er brey tt frá því sem áður var. Ný löggjöf hefur tekið gildi, þar sem gengið er út frá samkeppni á raforku- markaðnum. Orkufyrirtækin keppa ekki aðeins um virkjanakosti og við- skipti hér á landi, heldur eru vaxandi möguleikar á erlendum mörkuðum fyrir útflutning á íslenzkri þekkingu og hugviti á sviði orkuvinnslu. í þessu nýja umhverfi er æskilegt að einkaaðilar bætist í hóp eigenda orkufyrirtækja. Það er ekki eðlilegt, þegar reynt er að innleiða samkeppni á tilteknum markaði, að sú samkeppni sé einvörðungu á milli fyrirtækja í opinberri eigu. Einkaaðilar hafa aðra sýn og beita öðrum aðferðum í rekstri, sem veitir opinberu fyrirtækjunum a.m.k. visst aðhald. Og ekkert bendir til að orkuvinnsla og -sala séu verkefni, sem opinberir aðilar ráði einir við. Mál Hitaveitu Suðurnesja virtust í réttum farvegi eftir að einkavæðing- arnefnd bauð út 15% hlut ríkisins í fyrirtækinu. Einkafyrirtækið Geysir Green Energy bauð langbezt í hlutinn og framan af leit ekki út fyrir að HS sjálf eða sveitarfélögin, sem áttu fyrirtækið með ríkinu, hygðust neyta forkaupsréttar síns. Fyrir siðustu helgi kom það hins vegar skyndilega upp að Orkuveita Reykjavíkur sæktist eftir hlut í HS og að einhver sveitarfélag- anna hygðust neyta forkaupsréttar til að geta svo selt OR hlut sinn. Þessi atlaga OR gengur þvert gegn markmiðum ríkisins með sölunni á hlut sínum. Þegar hann var auglýstur, var tekið skýrt fram að orkufyrir- tæki í opinberri eigu mættu ekki bjóða í hlut ríkisins og að eignarhald á fyrirtækinu lyti ákvæðum samkeppnislaga. Hvað gengur OR til með því að reyna að ná yfirráðum í Hitaveitu Suður- nesja? HS er helzti keppinautur Orkuveitunnar. Þolir OR ekki samkeppn- ina? Hvað eru fulltrúar flokks einkaframtaksins, Sjálfstæðisflokksins, í stjórn Orkuveitunnar að hugsa þegar þeir ganga með þessum hætti beint gegn markmiðum flokkssystkina sinna í ríkisstjórn, sem settu hlutinn í sölu með áðurgreindum skilyrðum? Það virðist liggja alveg í augum uppi að yfirráð OR í Hitaveitu Suður- nesja myndu brjóta gegn samkeppnislögum, enda var auglýsing einkavæð- ingarnefndar orðuð eins og raun bar vitni eftir að haft var samráð við Samkeppniseftirlitið. Sú ágæta stofnun verður að láta til sín taka í þessu máli til þess að Orkuveitu Reykjavíkur takist ekki að hola bæði einkavæð- inguna og samkeppni á orkumarkaði að innan. Ólafur Þ. Stephensen Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hédegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á f réttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Norm-X Heimasíðan okkar er Heitir pottar íslensk framleiösla www.normx.is Norm-X hefur frá 1982 sérhæft sig í framleiðslu heitra potta sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd og Ijósabúnað og tvær gerðir af lokum. Samstarfsaðili okkar á Akureyri er Tjalda- og Seglaþjónustan ehf. sími 461-5077 Grettislaug 1500 L Setlaug 2050 L með legubekk Setlaug 1200 L Snorralaug 2000 L Norm-X Auöbrekku 6 Kópavogi Sími 565-8899 www.normx.is normx@normx.is Sir Salman Skáldið Salman Rushdie skrif- aði bókina „Söngvar Satans“ 1989. í bókinni er geðfatlaður maður látinn spyrja spurninga í draumi. Titill bókarinnar visar til þess að Múhameð, spámaður Allah, gaf fylgjendum sínum leyfi til að dýrka heiðin goð. Þegar trúbræður hans mótmæltu og sögðu það andstætt öllu sem hann hefði áður sagt, hélt Múhameð því fram að Satan hlyti að hafa hvíslað þessu að honum dulbúinn sem Gabríel erkiengill. Söguhetja Rushdies spyr hvort fleiri hlutar Kóransins hafi orðið til vegna rangtúlkana. Ekki ný hugsun og umræða í íslamska heim- inum en afar viðkvæm. Hvað er þá frá Gabríel og hvað kann Satan að hafa sagt dulbúinn? Því er neitað í íslam að Satan hafi haft þessi áhrif. f þætti 22.51 í Kóraninum er brugð- ist við þessum þanka og á það bent hvernig vélar Satans séu en Allah sjái við þeim öllum. Miðað við það, er þá goðgá að spyrja um eða fjalla um söngva Satans? Eftir útkomu bókarinnar sagði trúarlegi einræðisherrann í fran, Ayatollah Khomeini, að taka ætti Salman Rushdie af lífi. Milljónir trú- bræðra Khomeini tóku undir þessa sérstæðu bókmenntagagnrýni. Milljónunum sem tóku undir með Khomeini var alvara og Salman varð að fara huldu höfði í meira en áratug. Hann naut þess ekki að sjá son sinn vaxa upp. Hann gat ekki gengið um götur stórborga. Honum var meinað það frelsi sem okkur er svo kært og teljum sjálfsagt. Salman Rushdie var ofsóttur og lifði í stöð- ugum ótta vegna bókarinnar. Enska drottningin veitti Sir Salman Rushdie riddaratign um daginn. Nú er hann „meðlimur breska heimsveldisins“. Hvað sem segja má um titla og orðuveitingar þá er Sir Salman meðal fremstu skálda Bretaveldis. Vegna öfga- fullra viðbragða við bók hans er hann í dag einn helsti talsmaður tjáningarfrelsisins. Tilgangur Salmans með bókinni var að vega að bókstafstrú í íslam og benda á að nauðsynlegt væri að túlka Kóraninn með sjálfstæð- l5 VIÐHORF 1 Jón Magnússon ari hætti en víðast hvar er gert í íslamska heiminum. Undanláts- fólk á Vesturlöndum gagnrýndi Salman. Sagt var að hann hefði kallað yfir sig réttláta reiði músl- íma með grófum svívirðingum. Hann særði trúarskoðanir fólks sagði þingmaður á enska þinginu. Annar sagði að bókin væri guð- last og móðgun við 1800 milljónir múslíma. Lord Ahmed, fyrsti músl- (minn sem gerður var að lávarði, ákærði Salman og sagði að „hendur hans væru blóði drifnar“. Ráðherra í Pakistan sagði að hann hefði átt ráðningu skilið en spurði síðan: í hvað mikilli hættu var hann? Dauðadómurinn var frekar tákn- rænn en raunverulegur. Ólíklegt þegar haft er í huga að Hitoshi Igar- ashi, japanskur túlkur Salmans, var stunginn til bana árið 1991. Aftaka túlksins var ekki táknræn, hún var raunveruleg. Ákvæði í íslenskum hegningarlögum eru þess eðlis að maður sem skrifar með sama hætti og Sir Salman getur átt það á hættu að vera ákærður og dæmdur fyrir að móðga trúarhóp miðað við for- dæmi sem til eru úr íslenskri réttar- sögu. Undanlátssemin á sér marga fylgismenn. Frjálslynd viðhorf tján- ingarfrelsis og mannréttinda eiga oft erfitt uppdráttar. Þess vegna var sú ákvörðun Elísabetar 2. Breta- drottningar að aðla Sir Salman kær- komin viðurkenning á mikilvægi tjáningarfrelsisins. Mér er þó nær að halda að hefðu öfgamennirnir haft það af að taka Sir Salman af lífi í stað túlksins árið 1991 þá væri undanlátsfólk við öfgar, hjátrú og hindurvitni enn að tala um að hann hefði kallað það yfir sig. Við megum aldrei sofa á verðinum þegar frelsið er annars vegar og við megum aldrei játast undir ok bók- stafstrúar eða sýna fordómum lin- kind. Undanlátsfólkið skyldi skoða í hvaða stöðu breska samfélagið er í dag, við hvaða ógn það býr. Staðan væri önnur hefði verið brugðist við 1989 gegn trúarlegu ógnar- veldi eins og Sir Salman gerði. En undanlátsfólkið gerir stöðugt nýja Munchenarsamninga og neitar að læra af sögunni. Höfundur er alþingismaður KLIPPT 0G SK0RIÐ Fyrirtækið 365 Media Group gerði samstarfssamning við breska Sky-fjölmiðla- fyrirtækið British Sky Broadcasting Group plc. í janúar. Þar vinna yfir 250 manns og sér- hæfir fyrirtækið sig í mynd- og hljóðskeiðum, þá sérstaka af íþróttaviðburðum. Einnig leikjum og veðmálum. Fyrirtækið var stofnað árið 2001. Humm, halda einhverjir að hér sé rætt um 365 miðla? Neibb. Svo er ekki því 365 miðlar eru stærsta fjölmiðlafyr- irtæki Islands, sjálfstætt þjón- ustufyrirtæki sem rekur dagblað, sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og aðra fjölmiðla. Það er undirfyr- irtæki 365 hf. og var samkvæmt kennitölu stofnað árið 2002! Ætli Ari viti afþessu? Haft var eftir Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráð- herra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að honum fyndist ekki réttlætanlegt að fyrirtæki séu einkavædd án pólitískrar umræðu. Framganga sveitarfélaganna sem fari þá leið að kaupa til að selja einkafyrir- tækjum orki tvímælis. Klippari undrast að það hafi ekki verið í huga ráðherr- ans þegar ríkið ákvað að selja einkafyrir- tækinu Geysi Green Energy 15 prósenta hlut sinn sem sveitarfélögin ætla nú að nýta forkaupsréttinn að og framselja annað hvort til Geysis eða Orkuveitu Reykjavíkur. Klippari veltir fyrir sér hvort ríkis- stjórnin hafi ekki lagt línurnar? gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.