blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 26
30 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 blaðió FÓLK folk@bladid.net ,Nei, með góðum vilja og skipulagi ætti þetta að ganga upp" Þurfa verðandi brúðhjón að taka númer þann sjöunda? Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaöarprestur Fríkirkj- unnar, hefur í nógu að snúast þann sjöunda júlí næstkomandi. Ku sú dagsetning vera ansi vinsæl hjá verðandi brúðhjónum og voru fyrstu pantanir skráðar fyrir um tveimur árum. HEYRST HEFUR Athafnakonan og ofurblogg- arinn Jónína Benediktsdóttir hefur tekið upp fyrri iðju. Hún er nú byrjuð að blogga aftur eftir stutt „hlé“ en hún hafði lýst því yfir með pomp og prakt að þeirri iðju væri hún hætt á Mogga- blogginu og kysi frekar að viðra skoðanir sínar ann- ars staðar. Orðið á götunni segir að henni hafi verið boðið á eyju Péturs Gunnarssonar og Andrésar Jóns- sonar en það boð síðan gengið til baka. Harður heimur, blogg- bransinn... Samkvæmt spá greiningar- deildar Landsbankans má gera ráð fyrir viðsnúningi á rekstri 365 miðla í kjölfar hagræðingar í rekstri. Orðrómur hefur verið uppi undanfarið um að til standi að leggja niður fréttastofu Stöðvar 2 sökum óvin- sælda og óhagkvæmni, en í ljósi óvænts hagnaðar upp á 170 milljónir verður það að teljast ólíklegt... eða hvað...? Leikarinn Stefán Karl Stef- ánsson, sem þarf að leggja heilu handritin á minnið, virðist ekki vera jafnminnugur á afmælis- daga konunnar sinnar, Stein- unnar Ólínu Þorsteinsdóttur, ef marka má bloggið hennar. Þar kvartar Steinunn undan því að Stefán hafi gleymt afmælisdeg- inum hennar, 2. júlí. Og hann hafi heldur ekki lagt saman tvo og tvo þegar honum bárust heillaóskir til frúarinnar i gegnum sima! Að gefnu tilefni óskar Blaðið Steinunni hjartan- lega til hamingju með dag- inn... Löið/Brynjar Gauti E)jasstónleikar á laugardögum Snafs og bjór vinsælustu drykkirnir Jakob Jakobsson rekur veitingastaðinn Jómfrúna ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Guðjónssyni. Þar eru haldnir djasstón- leikar hvern einasta laug- ardag yfir sumartímann Eftir Lovísu Hilmarsdóttur lovisa@bladid.net MAÐURINN ► Jakob Jakobsson rekur Jómfrúna ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Guðjóns- syni. ► ► Jómfrúin sérhæfir sig í skandinavískum réttum. Staðurinn var opnaður árið 1996. Jakob og Guðmundur hafa rekið veitingahúsið Jómfrúna síðan 1996. Veitingastaðurinn er einn af vin- sælustu stöðum borgarinnar og þá einna helst vegna sérstöðu sinnar sem smurbrauðsstaður. Á sumrin eru haldnir hinir margrómuðu Jómfrúartónleikar á hverjum Iaug- ardegi kl. 15.00. Að sögn Jakobs hafa þessir tónleikar verið haldnir frá því að staðurinn var opnaður. „Það er fallegt torg á bak við húsið og þegar staðurinn var opnaður vildum við reyna að nýta það. Við erum veitingahús með danskan matseðil og Danmörk var nú lengi vel djassborg Norðurlandanna og því kom ekkert annað til greina en að halda djasstónleika ár hvert,“ segir Jakob. Að sögn Jakobs eru snafs og bjór langvinsælustu drykkirnir meðan á tónleikunum stendur. „Það er aldrei neitt vesen, fólk kemur hingað á laugardagseftirmiðdegi, fær sér snafs og bjór og hlustar á góða tónlist. Tónleikarnir eru búnir klukkan fimm og húsinu er lokað klukkan sex,“ segir Jakob. Metnaðarfullir tónleikar „Við gerðum Sigurð Flosason saxó- fónleikara að listrænum stjórn- anda tónleikaraðanna. Hann er sérstakur ráðgjafi okkar í þessum efnum. Þetta væri varla í gangi ef hans nyti ekki við. Við leggjum mikið upp úr því að halda metnað- arfulla djasstónleika og það hefur spurst út. Eftir þessi ár hefur verið mikið um fyrirspurnir, jafnvel erlendis frá. Tónlistarmenn vilja koma og spila á þessum Jómfrúar- tónleikum. Við erum með tvenna til þrenna tónleika á sumrin þar sem erlendir gestir spila sína tón- list,“ segir Jakob og bætir við að það séu ákveðnir fastagestir sem hafa sótt tóneikana frá upphafi. „Það eru svona 10 manns sem hafa komið á hverja einustu tónleika frá því að við byrjuðum á þessu. Svo er ákveðinn kjarni fólks sem kemur nokkrum sinnum yfir sumarið.“ Rauðsprettan vinsælust Að sögn Jakobs er enginn veit- ingastaður á íslandi með sömu sér- stöðu og Jómfrúin. „Við erum fyrst og fremst hádegisveitingahús og sérhæfum okkur í skandinavískum réttum. Það er alltaf fullt hjá okkur. Jómfrúin hefur fest sig í sessi sem fundarstaður í hádeginu. Fólk er farið að panta borð í miklu meira mæli til þess að geta gengið að sínum stað vísum. Það sem er vin- sælast á matseðlinum hjá okkur er nýsteikt rauðspretta á brauði. BL0GGARINN... Kolefnisbull „Kolefnisjafna bíla með því að gróð- ursetja tré ... þetta hlýturað vera eitt mesta bull sem heyrst hefur ílangan tima. Menga bílarnir eitthvað minna ef fleiri tré verða gróðursett? Mér þykir auglýsinga- bransinn ganga býsna langt íað reyna að laða að sér kaupendur efþeir ætla að nota svona rökieysu." Kolbrún Baldursdóttir koibrunb.blog.is Stóryrt Jónína „Ef Framsóknarflokkurinn á að lifa þá þarf að reka Valgerði Sverrisdóttur úr flokknum. Hún er spilltur stjórnmálamaður eins og við sáum affundi Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga; ræningjabandalagi Búnaðarbankans og Kaupfélaga lands- byggðarinnar. Hvernig vogarhún sérað mæta þará fundi? Konan er ekki í sam- bandi við strauma hugsandi alþjóðar. Hvað þá sem stjórnmálamaður. Hún þekkir ekki þolþröskuld almennings. Hún er spillt og einföld íafstöðu sinni til eigna almennings. Henni er slétt sama um spillingu og tygar forsprakka viðskiptalífsins. Þetta ersukk- bandalag Finns Ingólfssonar og fleirí. “ Jónína Benediktsdóttir joninaben.blog.is Gúrkutíð „Sumarþreyta er í bloggi. Pólitíkusar voru skæðir fyrír kosningar, en liggja nú í leti. Pólitíkin sefur fram á haust. Gúrkutíð hefur þetta lengi verið kallað. Fátt geríst nema rífríidið um minni veiði. Bloggarar eru að skipa séríhópa á borð við Eyjuna, sem keppir við Mbl.is og Visir.is. Senn má bú- ast við hópi á vegum Manntifs. Tíðarandinn sérum að safna fréttalista afbloggi. Fyrir þá, sem ekki búa til eigin krækjur til að safna því. Þar voru um 130 nafngreind blogg igær. Við sumarsól og gúrkutið er þvigerjun á vettvanginum, sem tekið hefur við af kjöliurum í prentmiðlum. “ Jónas Kristjánsson www.jonas.is © JEPPADEKK.is Sendum frítt um land allt! Alorka • Vagnhöfðaó • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 12.900 (31xl0.50R15) 33" kr. 15.900 s (33xl2.50R15) f , > Úrval annarra stærða upp í 38". r' Felgustærð 15", 16* 17" og 18". 1 Nánar á jeppadekk.is BQBS9 Su doku 2 6 3 4 6 1 5 2 5 9 1 7 1 3 8 6 2 9 8 9 3 1 7 9 8 7 6 5 4 2 1 8 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 8-30 O LaughingStock International IncÁdist. by HERMAN eftir Jim Unger Hvernig á maður að geta lesið á miðann þegar hann er öfugur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.