blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLi 2007 blaóió FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Borðin hjá okkur eru kringlótt og bjóða þannig upp á líflegri stemningu en jafnframt öðruvísi nálgun Sigurður gestur á Mön Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, verður sérstakur gestur við þingsetningu Tynwald á eynni Mön í írlandshafi á þjóðhá- tíðardegi Manar á morgun. Sigurður er fyrsti maðurinn úr bankageir- anum sem er sérstaklega boðið á þingsetningu á Mön. Ríkari en Bill Gates Mexíkóski auðjöfurinn Carlos Slim er orðinn ríkari en Bill Gates, stofnandi og stjórnarfor- maður Microsoft, samkvæmt mexíkóska viðskiptavefnum Sent- ido Común. Slim hefur auðgast gríðarlega á fjarskiptamarkaði í Suður- og Mið-Ameríku á und- anförnum árum. Eignir Slims eru nú metnar á 68 milljarða Bandaríkjadala, samanborið við 59 milljarða Gates. Kaupþing í kengúrubréfin? Kaupþing banki hyggst kynna sig fjárfestum í Ástralíu til að meta eftirspurn eftir hugsanlegri útgáfu skuldabréfa bankans þar í landi, svokallaðra „keng- úrubréfa". Fréttavefur Reuters greinir frá þessu. Kynningar eru áformaðar í Sydney, Brisbane og Melbourne og sjá fjárfesting- arbankinn ANZ og RBC Capital Markets um framkvæmdina. Fleiri komi að viðræðum G-io hópurinn innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO) hefur kallað eftir því að fleiri að- ilar komi að Doha-viðræðunum svokölluðu sem sigldu í strand í síðasta mánuði. Viðræður fulltrúa G-4 hópsins hafa gengið brösulega til þessa, en Doha-við- ræðurnar snúast meðal annars um viðskipti með landbúnaðar- vörur. ísland, Japan og Norgur mynda ásamt öðrum ríkjum G-io hópinn. —' I ^ "■ Fljúga til Lúxem- borgar í haust Iceland Express hefur flug til Lúx- emborgar í haust. Áætlað er að fljúga í sex vikur og verður fyrsta flugið 28. september. Flogið verður á þriðjudögum og föstu- dögum og verður farið frá Kefla- vík síðdegis en frá Lúxemborg að kvöldi. Beinar flugsamgöngur milli Keflavíkur og Lúxemborgar hafa legið niðri frá ársbyrjun 2000. Marel sagt íhuga yfirtöku á Stork Marel er að vinna að yfirtökutilboði í hollenska iðnaðarfyrirtækið Stork ásamt ónafngreindu fjárfestingarfélagi. LME eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans, Eyris og Marels á 16,9% hlut í Stork. Hollenska dagblaðið Financieele Dagblad hefur þetta eftir heimildarmanni ná- tengdum málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Marel hins vegar ekki leggja fram yfirtökutilboð í Stork nema félagið ákveði að selja ekki dótturfélagið, Stork Food Systems, til Marels. Marel lagði fram yfirtökutilboð í dótturfélagið á síðasta ári. Evrópska fjárfestingarfélagið Candover lagði fram yfirtökutilboð í Stork í síðustu viku en tilboðið verður tekið fyrir á hluthafafundi Stork í ágúst. Til að tilboðið, sem hljóðar upp á 47 evrur á hlut, nái fram að ganga þurfa 80% hluthafa að samþykkja það. mbl.is Opið hús Frjálsleg stemning umlykur útibúið. Kaffihúsastemning í framtíðarútibúinu ■ Stofnanabragur víkur fyrir frjálslegri áherslum í bankaútibúum ■ Heimsóknum viðskiptavina í bankann fækkar á tækniöld Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net BANKAÚTIBÚ „Um leið og viðskiptavinurinn kemur inn í húsið tekur brosandi andlit á móti honum,“ segir Björn Sveinsson útibússtjóri um framtíð- arútibú Glitnis á Kirkjusandi. „Hugs- unin með þessu nýja útibúi, sem verður innleidd í öll útibú bankans, er að stytta leiðina milli viðskipta- vina og starfsmanna.“ Björn segir tilganginn að minnka formlegheit og umgjörðin sé öll til þess gerð að viðskiptavininum líði sem best. „I stað þess að starfsmaður sitji á bak við skrifborð sem getur verið eins og hálfgerð hindrun þá fær fólk sæti í sófa og ræðir sín fjár- mál við ráðgjafa." Sérstakir básar eru fyrir fyrrnefnda ráðgjafa, þar sem heilu fjölskyldurnar geta sam- einast á fjármálafundum og tekið i leiðinni framtíðarákvarðanir. Bankaheimsóknum fækkar Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri útibúasviðs Glitnis, ► Nýtt útibú Glitnis á Kirkju- sandi var opnað fyrr á árinu. ► Hjá Glitni starfa um 1.000 manns á íslandi og tæplega helmingurinn í höfuðstöðv- unum á Kirkjusandi. segir heildarskipulagið hafa sprottið upp vegna þess að heim- sóknum landsmanna í banka hafi fækkað í kjölfar netvæðingar og aukinnar símaafgreiðslu bankavið- skipta. „Þess vegna er mikilvægt að viðskiptavinir upplifi með meira af- gerandi hætti en áður hvað bankinn stendur fyrir. Við horfðum meðal annars til aðila í almennum versl- unarrekstri og kaffihúsamenningar meðal yngri kynslóða. En borðin hjá okkur eru kringlótt og bjóða þannig upp á líflegri stemningu en jafnframt öðruvísi nálgun.“ „Það er torg í miðju útibúsins þar sem ýmsar uppákomur hafa verið, til dæmis hafa komið hingað rithöf- undar og lesið upp úr verkum sínum sem og tónlistarfólk. Auk þess er hér kaffiaðstaða þar sem fólk getur lesið tímarit eða bækur,“ segir Björn. Bankinn er orðinn hálfgerð af- þreyingaraðstaða og ekki eru allir þar í stórfelldum fjármálahugleið- ingum. „Fólk getur komið hingað ef það hefur bil í stundaskránni eða vill einfaldlega vera í lifandi umhverfi." Frumskógur fjármálanna „Bankarnir hafa verið stórir í umfjöllun fjölmiðla og þess vegna teljum við nauðsynlegt að fólki líði vel innan þeirra og sé leitt í gegnum frumskóg fjármálanna,“ segir Björn. Hann segir að fram- tíðarútibúið hafi notið leiðsagnar erlendra ráðgjafa sem hafa sérhæft sig í hönnun hinna ýmsu verslunar- rýma. „Bankastarfsemi gengur út á að selja þjónustu og vöru rétt eins og mat eða aðra hluti til reksturs heim- ilisins. Við finnum þvi ákveðna sam- svörum með alls kyns fyrirtækjum og lærum af þeim.“ MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá 0MX á íslandi, 3. júlí 2007 Viðskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunariisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjötdi viöskipti Tilboð f lok dags: Félög í úrvalsvísitölu verð breytmg viðsk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala ♦ Actavis Group hf. 89,60 0,00% 3.72007 26 265.866.576 89,60 89,80 ▲ Atorka Group hf. 8,56 2,15% 3.7.2007 8 34.967.600 8,51 8,56 ▲ Bakkavör Group hf. 69,10 0,14% 3.7.2007 29 383.953.485 69,10 69,50 ▲ Exista hf. 34,65 0,87% 3.7.2007 42 175.898.149 34,55 34,70 ▲ FL Group hf. 29,90 1,36% 3.7.2007 26 227.588.011 29,70 29,90 ▼ Glitnir banki hf. 28,90 -0,17% 3.7.2007 65 703.016.944 28,85 28,90 T Hf. Eimskipafólag Islands 40,00 -0,50% 3.7.2007 5 457.320 39,90 40,10 ▲ lcelandair Group hf. 28,05 0,72% 3.7.2007 15 148.939.148 28,05 28,10 ▲ Kaupþing banki hf. 1157,00 2,21% 3.7.2007 102 1.804.237.282 1156,00 1157,00 A Landsbanki íslands hf. 38,65 1,18% 3.7.2007 48 1.137.722.168 38,55 38,80 Mosaic Fashions hf. 17,10 2.7.2007 - - 16,60 17,10 Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 21,85 3.7.2007 100 936.482.193 21,80 21,85 ▲ Teymi hf. 5,25 2,34% 3.7.2007 16 24.463.913 5,23 5,25 ▲ össur hf. 106,50 1,43% 3.7.2007 10 12.498.585 106,00 106,50 Önnur bréf á Aðallista ▲ 365 hf. 3,45 0,58% 3.7.2007 3 1.832.028 3,42 3,45 A Aifesca hf. 5,56 H72% 3.7.2007 4 12.805.000 5,53 5,61 ▼ Atlantic Petroleum P/F 1080,00 ■1,82% 3.7.2007 8 5.218.519 1080,00 1095,00 ♦ Flaga Group hf. 1,90 0,00% 29.6.2007 - 1,90 1,92 A Feroya Bank 237,00 3,04% 3.7.2007 34 24.394.644 234,00 237,00 ♦ lcelandic Group hf. 6,40 0,00% 3.7.2007 2 288.403 6,40 6,49 A Marel hf. 85,00 0,12% 3.7.2007 8 8.953.930 85,00 85,10 ♦ Nýherji hf. 19,20 0,00% 21.6.2007 - - 19,80 ♦ Tryggingamiöstööin hf. 39,30 0,00% 20.6.2007 mm ■ flnhhm 39,30 39,65 ♦ Vinnslustööin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - . First North á íslandi A Century Aluminium Co. 3470,00 1,05% 3.7.2007 7 64.187.400 3470,00 3490,00 ♦ HB Grandi hf. 12,00 0,00% 2.7.2007 - - ♦ Hampiöjan hf. 7,00 0,00% 20.6.2007 - - 7,70 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX voru með bréf Kaupþings, fyrir 1,8 milljarða. Verslað var með bréf Landsbankans fyrir 1,1 milljarð. • Mesta hækkunin var á bréfum Teymis, 2,34%. Næstmest hækk- aði Kaupþing, um 2,21%. • Mesta lækkunin á íslandi i gær var á bréfum Atlantic Petr- oleum. Þau lækkuðu um 1,82% eftir að hafa hækkað um 4,76% á mánudaginn. • Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,08% og stóð í 8.408 í lok dags. • íslenska krónan styrktist um 0,43% í gær. • FTSE-vísitalan í Lundúnum hækkaði um 0,8%, Nikkei-vísi- talan f Japan um 1,3% og DAX-vísi- talan í Þýskalandi um 1,2%.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.