blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 10
10 FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLI 2007 blaðið Ummæli um Hiroshima Ráðherra sagði af sér Fumio Kyama, varnarmála- ráðherra Japans, sagði af sér ráðherraembætti í gær eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sem hann lét falla um að kjarnorkusprengj- urnar sem Bandaríkjaher lét varpa á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefðu verið nauðsynlegar til að binda enda á síðari heims- styrjöldina. Forsætisráðherra Japans hefur skipað Yuriko Koike í embættið og er hún fyrsta konan til að gegna þvi. aí jr iflheilsa Mu -htföu þaö gott MUITI-VIT Náttúruleg fjölvítamín með steinefnum Vslin bsrtisfni tyrir þsrlir Itlsndings 180 töflur Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. im Hryðjuverkamenn á heilbrigðisstofnunum ■ Átta manns handteknir vegna hryðjuverka ■ Flugstöðvarbygging á Heathrow rýmd Eftir Atla Isleifsson atlii@bladid.net Átta manns eru nú í haldi löreglu, grunaðir um tengsl við misheppn- aðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum á föstudaginn og í Glasgow á laugar- daginn. Allir hinna handteknu hafa starfað á sjúkrahúsum í Englandi, sjö sem læknar eða læknanemar og einn sem tæknimaður á rannsókn- arstofu. Tveir til viðbótar voru hand- teknir á grundvelli hryðjuverkalaga í Blackburn í gær, en ekki fékkst staðfest hvort það tengdist atburð- unum i Lundúnum og Glasgow með beinum hætti. Mennirnir voru hand- teknir á iðnaðarsvæði í borginni eftir að hafa reynt að ná í mikið magn af gaskútum af sömu gerð og þeir sem notaðir voru í bílsprengjunum í Lund- únum og Glasgow. Meirihluta þeirra sem eru í haldi eru vistaðir á Paddington Green-lög- reglustöðinni í Lundúnum. Lögregla í Ástralíu handtók Mohammed Haneef, 27 ára indverskan lækni sem áður starfaði á sjúkrahúsi í Cheshire í Eng- landi, á flugvellinum í Brisbane þegar hann reyndi að komast um borð í vél á leið til Indlands. Á fréttavef BBC segir enn fremur að verið sé að yfir- heyra annan lækni í Brisbane. Flugstöð rýmd Flugstöðvarbygging númer fjögur á Heathrow-flugvelli var rýmd í gær eftir að grunsamleg taska fannst, og neyddust rúmlega þrjú þúsund manns, bæði flugfarþegar og starfs- fólk, til að yfirgefa bygginguna. Jacqui Smith, innanríkisráðherra Bretlands, hefur enn ekki aflétt hæsta viðbúnaðarstigi í landinu og í samræmi við það hefur lögregla sprengt nokkra grunsamlega bíla, gaskúta og slökkvitæki undir eftirliti sem hafa fundist á götum í Glasgow og Lundúnum síðustu daga. Hæsta viðbúnaðarstig Lögregla hefur sprengt nokkra grunsamlega bíla, gas- kúta og slökkvitæki undir eftirliti. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net - þegar þú kaupir parket! ———IJI___ Þú getur fengið að vita allt um Quick • Step parket H ARÐVIÐ ARVAL hjá Harðviðarvaliehf• Krókhálsi4• Sími567 1010 Er listamaður í fjölskyldunni? Engar áhyggjur Einn besti eiginleiki Quick • Step (laminat/plast) gólfefnisins er ad þad heldur náttúrulegu og fallegu yfirbragdi sínu í fjölda ára. Yfirbord þess er svo sterkt ad vid veitum 25 ára ábyrgd á endingu gólfefnisíns við eðlileg heimilisnot. Quick • Step er þar að auki búið Uniclic smellukerfinu, sem hefur lífstídarábyrgð. Farið á heimasiðu okkar, parket.is eða hrinyið i síma 567 1010 til að fá upplýsinga- bækling. QUICK STEP floori with onduring bcauty ouick STEP UNICLIC Hjólandi á bílþaki Lögreglumenn í hollenska bænum Alkmaar stöðvuðu bíl á þjóðvegi skammt utan við bæinn í gær, þar sem ölvaður maður hafði komið sér fyrir á hnakki reiðhjóls sem var uppi á þaki bíls- ins. Okumaður bílsins og kona hans voru grunlaus um laumu- farþegann, en sögðust hafa heyrt einhver hljóð á þaki bílsins þcgar þau stöðvuðu bílinn á rauðu ljósi nokkru fyrr. Lögregla sektaði hinn 26 ára laumufarþega fyrir ölvun á al- mannafæri og fyrir að hafa ekki verið með persónuskilríki á sér auk þess að veita lögreglu rangar persónuupplýsingar. aí Skothríð við mosku Níu manns létust og tugir særð- ust í bardögum pakistanskra öryggissveita og öfgasinnaðra ís- lamskra stúdenta i og við Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Skotbardag- inn stóð yfir í nokkrar klukku- stundir áður en tókst að semja um vopnahlé. fslamistarnir hafa mótmælt stefnu Pervez Musharraf, forseta landsins, kröftuglega að und- anförnu með mannránum og öðrum mótmælaaðgerðum og hvatt til þess að sharía-Iög verði tekin upp í Pakistan. ai STUTT • Stríðsglæpadómstóll Charles Taylor, fyrrum Líberiuforseti, mætti fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í fyrsta sinn í gær, frá því að réttarhöld yfir honum hófust fyrir um mánuði. • Reiði Þingmenn úr röðum demókrata hafa lýst yfir mikilli reiði vegna þeirrar ákvörðunar Bush Bandaríkjaforseta að milda dóminn yflr Lewis Libby, fyrrum starfsmanni Hvíta hússins. • Jarðarför Átta sovéskir her- menn sem létust í síðari heimsstyrj- öldinni hafa verið jarðaðir á ný í öðrum kirkjugarði í eistnesku höf- uðborginni Tallinn. Hermennirnir voru grafnir upp vegna umdeilds flutnings á sovéskum stríðsminnis- varðaívor. • Hýðing íranskur dómstóll hefur dæmt konu í þriggja ára fangelsi og til hýðingar fyrir þátttöku í mótmælaaðgerðum í Teheran gegn landslögum sem mismuna konum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.