blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 20
24 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 blaöið ÍÞRÓTTIR ihrottir@bladid.net Okkur finnst ákaflega leiðinlegt þegar menn missa stjórn á skapi sínu eins og gerðist í hita leiksins í gær. Ég tala nú ekki um þegar starfs- menn okkar eru farnir að láta til sín taka líka. SKEYTIN INN Luís Garcia skrifaði í gær undir samn- ing við spánska liðiðAtletico Madrid.Kaupverð- ið er talið nema 4 milljónum punda eða rúmum 500 milljónum króna. Garcia gekk til liðs við Liverpool árið 2004 frá Barcel- ona, lék 121 leik og skoraði 30 mörk. ins og greint varffáí Blaðinu i gær keypti Arsenal króatíska landsliðsmanninn Eduardo Da Silva frá Dinamo Zagreb. Kaupverðið hefur enn ekki fengist uppgefið, en fjölmiðlar í Króatíu fuUyrða að Arsenal hafi greitt 24 milljónir evra fyrir kappann. Það er nákvæmlega sama upphæð og Barcelona greiddi fyrir Ihierry Henry á dögunum. Liverpool er sagt vera að ganga frá kaupum á argent- ínska bakverðinum Gabriel Heinze frá Manchester United. Heinze er metinn á 5 millj- ónir punda, 630 milljónir króna. Heinze yrði þá fyrsti leikmaður- inn í 43 ár til að fara frá United til Liverpool. Sá síðasti sem það gerði var Phil Chisnall árið 1964. T'\ úrik |-c Gíslason.ung- XVjingalands- liðsmaðurinn sem leikið hefur með Charlton undanfar- in tvö ár, skrifaði í gær undir þriggja ára samning hjá danska úrvalsdeildarliðinu Viborg. Núhefur endanlega verið skorið úr um að West Ham United haldi sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Sheffield United, sem féll úr deild- inni í vor, hafði farið fram á að stig yrðu dregin af West Ham vegna brota á reglum er félagið fékk til sín þá Carlos Tevez og Javier Mascher- ano. West Ham hefur þegar þurft að greiða háa sekt vegna málsins. Blackburn hefúr fest kaup á hollenska framherjanum Maceo Rigters frá NAC Breda. Rigter var eftirsóttur af liðum á borð við Newcastle, Celtic og Rangers eftir að hann varð markahæstur Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri. Blackburn gekk einnig í gær frá kaupum á markverði 21 árs liðs Færeyja, Gunnari Nielsen. Stenst „ Strákurinn// pressuna á Anfield? Femando Torres er á leið til Liverpool og verður dýrasti leikmaður í sögu félagsins Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Fátt getur komið í veg fyrir að Fernando Torres gangi til liðs við Liverpool. Fjölmiðlar í Englandi héldu því fram f gær að hann hafi komið fyrr úr frfinu sínu og haldið til Liverpool, þar sem hann gekkst undir læknisskoðun og ræddi samningsatriði. Verði af kaupunum er Torres lang- dýrasti leikmaðurinn í sögu félags- ins, en talið er að kaupverðið nemi 27 milljónum punda, eða 3,4 millj- örðum króna. Dýrasti leikmaður- inn í sögu Liverpool fram að þessu var Frakkinn Djibrill Cissé sem kost- aði 14 milljónir punda. Það eru þvf miklar byrðar sem hvila á þessum unga leikmanni, enda ekki létt verk að vera dýrasti leikmaður þessa sögufræga félags þar sem krafan um árangur er alltaf til staðar. Sló ungur í gegn Allt frá því Torres var 10 ára gam- all var ljóst að hann myndi ná langt. Þá lék hann með liði sem heitir Rayo 13 og skoraði 55 mörk á sínu fyrsta tímabili. Það var nóg til að sann- færa forráðamenn Atletico Madrid um að þarna væri hugsanleg stór- stjarna á ferð og var honum boðið að ganga í unglingalið félagsins. Þar sló hann aftur í gegn. Fyrst með 14 ára liðinu sem undir hans forystu vann Nike Cup Europe þar sem lið á borð við Real Madrid, Barcelona, Manchester United og Juventus öttu kappi. Á mótinu var hann út- nefndur besti leikmaður Evrópu í sínum aldursflokki. Torres skrifaði undir atvinnu- mannasamning hjá Atletico árið 1999, þá aðeins 15 ára gamall. Eftir að hafa leitt 16 ára landslið Spán- verja til sigurs í Evrópukeppninni, þar sem hann varð markahæstur og skoraði sigurmarkið í úrslita- leiknum, lék hann sinn fyrsta leik FERNANDO TORRES W. Torres heitir fullu nafni Fern- ando José Torres Sanz. Torres er fæddur 20. mars árið 1984 og ólst upp í Fu- enlabrada-hverfinu í Madríd. ► Torres gengur undir nafninu El Nino, sem útleggst á íslensku sem Strákurinn og er það til komið vegna barnslegs útlits hans. fyrir Atletico í lok maí 2001. Viku síðar skoraði hann sitt fyrsta mark í leik gegn Albacete. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Alls hefur hann skorað 91 mark í 243 leikjum fyrir Atletico og hann var valinn i A-landslið Spánar í september 2003, aðeins 19 ára gam- all. Það sama ár varð hann fyrirliði Atletico og varð þar með yngsti fyrir- liðinn í sögu félagsins. Bætist í hóp Spánverja Torres er í guðatölu meðal stuðn- ingsmanna Atletico, ekki síst vegna þeirrar hollustu sem hann hefur sýnt félaginu fram til þessa. Stórlið Evrópu hafa ítrekað reynt að bera víurnar í strákinn, en hann hefur alltaf haldið tryggð við Atletico sem þó hefur ekki náð að blanda sér í hóp bestu liða Spánar. Líklega er það þess vegna sem Torres lætur slag standa og gengur til liðs við Li- verpool. Þrátt fyrir að gengi Atletico hafi batnað á undanförnum árum hefur félagið ekki náð að koma sér á þann stall sem Torres vill sitja á. Liverpool er hentugur ákvörðun- arstaður fyrir Torres. Þjálfarinn Rafael Benítez er spánskur sem og tveir lykilleikmenn félagsins, Xabi Alonso og José Reina. Það ætti ef- laust að hjálpa honum að aðlagast enskum aðstæðum sem margir suðrænir leikmenn hafa átt í erfið- leikum með. Einnig virðist Torres hafa verið stuðningsmaður Li- bandi Torres sem bar áletrunina: verpool í laumi, því í leik með Atlet- „You’ll never walk alone.“ ico í vetur náðist mynd af fyrirliða- Sauð upp úr á Valbjamarvelli í leik Þróttar og Fjölriis Vallarþulur skarst í leikinn Fjölnir vann mikilvægan sigur á Þrótti í toppslag 1. deildar í fyrra- kvöld í miklum markaleik, 4:3. Leik- urinn á þó eftir að draga dilk á eftir sér, því allt fór í háaloft eftir að Sig- mundur Pétur Ástþórsson skoraði sigurmark Fjölnis, þegar fimm mín- útur voru komnar fram yfir venju- legan leiktíma. Leikmenn Þróttar vildu meina að Sigmundur hefði brotið á Jóni Ragnari Jónssyni er hann skoraði markið. Upphófst mikil rekistefna sem endaði með því að þrír Þrótt- arar fengu að líta rauða spjaldið, þeir Jón Ragnar, Arnljótur Ástvalds- son og aðstoðarþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson. Arnljótur hafði þegar verið tekinn af leikvelli er hann fékk að líta rauða spjaldið. Meira að segja vallarþulurinn á Valbjarn- arvelli skarst í leikinn og vandaði öðrum aðstoðardómaranum ekki kveðjurnar, áður en hann tilkynnti í kallkerfi vallarins að mark Fjölnis hefði verið ólöglegt. Finnbogi Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, harmar atvikið og segir að tekið verði á því innan félagsins. „Okkur finnst ákaf- lega leiðinlegt þegar menn missa stjórn á skapi sínu eins og gerðist í hita leiksins í gær. Ég tala nú ekki um þegar starfsmenn okkar eru farnir að láta til sín taka líka.“ Finn- bogi, líkt og aðrir Þróttarar, var þó ekki sáttur við störf dómarans, Val- geirs Valgeirssonar, í leiknum og furðar sig á því að KSl skuli senda svo reynslulítinn dómara á svo mik- ilvægan leik. „Það var öllum ljóst sem þarna voru á vellinum að það hallaði gríðarlega á annað liðið í þessum leik. Ég get svo sem skilið að menn hafi misst stjórn á sér, en það afsakar ekki neitt.“ Birkir Sveinsson, starfsmaður dómaranefndar KSl, hafði ekki fengið leikskýrsluna í sínar hendur og gat því ekki tjáð sig um þetta ein- staka atvik. Aganefnd KSI mun úr- skurða í málinu á þriðjudag. Óvænt úrslit á Wimbledon Óvænt úrslit litu dags- ins ljós á Wim- bledon- mótinu í tennis. Hin tékk- neska Va- idisova sigraði þá meist- arann frá því í fyrra, Ameilie Mauresmo frá Frakklandi, í þremur settum, 7:6,4:6 og 6:1. Þrisvar sinnum varð að gera hlé á leiknum vegna veðurs. Vaidosova, sem er einungis x8 ára gömul, var í skýjunum eftir leikinn sem stóð yfir í fjóra tíma. „Þetta var frábær sigur í dag. Ég finn að leikur minn fer batnandi dag frá degi. Ég er þó ekki farin að setja augun á titilinn. Ég tek bara einn leik fyrir í einu.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.