blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 9
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 FRÉTTIR 9 Bergþóra Guðmimdsdóttir hefur setið irrni í 7 ár Eg ætla að standa mig úti í þjóðfélaginu Bergþóra Guðmundsdóttir segist hafa verið komin alveg í klessu af neyslu amfetamíns og allra mögu- legra annarra efna, eins og hún orðar það, þegar hún varð manni að bana árið 2000. Hún hefur nú af- plánað 7 ár af 12 ára fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir glæpinn. Þessi 7 ár hefur hún setið í fangelsinu að Kópavogsbraut 17. „Það þyrfti að vera til stærra fangelsi og deildaskipt fyrir konur sem afplána langa fangelsisdóma. Maður gæti þá farið inn á opnari deild eftir 2 til 3 ár og kannski farið út að ganga með fangaverði í nokkrar klukkustundir á dag. Þannig yrði maður leiddur út í sam- félagið hægt og rólega,“ segir Berg- þóra sem vonast til að afplánun hennar ljúki næsta sumar. „Þá verð ég búin að afplána tvo þriðju dómsins. Ég vonast til að komast út þá en ég er búin að sækja um að komast inn á Vernd strax í haust. Ég hef verið hér í 7 ár og það er dágóður tími í þessu litla húsi. Ég vona það besta.“ Bergþóra kveðst bæði kvíða fyrir og hlakka til að komast út. Tilhlökk- unin er samt meiri en kvíðinn. Og hana dreymir um að eignast sitt eigið heimili. „Ég ætla að reyna að komast í félagslega íbúð og eign- ast mitt eigið heimili. Ég ætla að standa mig úti í þjóðfélaginu." Hún getur vel hugsað sér að starfa á hóteli eða í verslun eða eitt- hvað annað sem til fellur. „Ég vann áður á hóteli, bæði sem þjónn og við að búa um rúm og svoleiðis.“ 1 fangelsinu hefur hún starfað við ræstingar. „Ég horfi svo aðal- lega á sjónvarp og geri handavinnu þegar ég nenni því. Ég er líka í úti- vist,“ tekur hún fram og hún hefur vissulega nýtt góða veðrið að und- anförnu. Við handavinnuna situr hún inni á klefa þar sem hún hefur sjónvarp og tölvu. Starfsfólkið er mjög gott, að sögn Bergþóru, og samkomulagið í hús- inu hefur verið fínt í langan tíma. „Það hafa stundum orðið vandræði. Þá hefur kannski einhver fangi verið með stæla við fangaverði. Þetta er annars mjög gott miðað við hvað húsið er lítið. Það þolir ekki læti.“ Bergþóra kveðst vera í meðferð hjá sálfræðingi. Hún fékk hins vegar enga meðferð við fíkniefna- neyslunni. „Ég fór beint í fangelsið Fangelsisgarðurinn I garðinum eru sóistólar og grill, svipað og í görðum nágrannanna. og fékk enga meðferð. Það var al- deildir fyrir fólk sem er í óreglu og veg rosalegt. Það vantar meðferðar- lendir í svona eins og ég.“ Hliðinu lokið upp Guðbjartur Kjartansson varðstjóri er með lyklavöldin. Guðmundur Gíslason fangelsisvörður stendur hjá. f eldhúsinu Fangaverðirnir Jóhanna Dagbjartsdóttir og Brynja Rós Bjarnadóttir. ■ — ' Matsalur og setustofa Börn dvelja stundum I fangelsinu með mæðrum sínum eða koma í heimsókn. Heimsóknarherbergi Hámarksfjöldi gesta hverju sinni er 3. BfJ ivi m , Skoðunarherbergið í kjallaranum Læknar og hjúkrunarfræðingar sinna vitjunum. Landiö er fallegra á löglegum hraða Umferðahstofa Feröamátastofa www.ferdalag.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.