blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 2
FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JULI 2007 blaðiö Urvalsvísitalan hækkar mikið . Ekki innistæða fyrir hækkuninni Úrvalsvísitalan hækkaði um 29,5% á fyrri helmingi þessa árs og er hækkunin mjög mikil sam- anborið við flestar hlutabréfa- vísitölur heims. Sandra Fairbairn hjá greiningar- deild Landsbankans segir verð íslenskra hlutabréfa vera orðið mjög hátt og telur að ekki sé innistæða fyrir hækkun undan- farinna mánaða. „I upphafi árs gáfum við það út að við teldum verðlag á hlutabréfamarkaðnum vera sanngjarnt. Nú eru hækk- anir hins vegar komnar vel fram úr því sem við teljum vera inni- stæðu fyrir. Það sem er að keyra úrvalsvísitöluna upp eru bank- arnir og fjárfestingarfélögin. Hækkanir þar eru miklu meiri Sveiflur úrvalsvísitölunnar á tyrri helmingi árs 39,7% -17,2% en í framleiðslufyrirtækjum,“ segir Sandra. Sem dæmi hækkaði Kaupþing um 35,6%, Exista um 58,5% og Landsbankinn um 45,6% á fyrri helmingi þessa árs. hso Menntun í stað niðurskurðar þorsks Ljóst er að verulegur niðurskurður verður á aflaheimildum. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær. „Ríkisstjórnin hefur mikinn skilning á þeirri stöðu sem myndast í mörgum sjárvarbyggðum þegar þorskveiðiheimildirnar skerðast á næsta ári. í fyrsta lagi þarf að huga að tímabundnum aðgerðum í ljósi þess að við lítum svo á að um tímabundið ástand sé að ræða. í öðru lagi þarf að huga að uppbyggingu innviða þessara bæjarfélaga. Hið síð- arnefnda er það sem skiptir mestu máli, og þarf þá að huga að bættri menntun, betri samgöngum og öflugri fjarskiptum til að hægt sé að efla atvinnuvegi bæjarfélaganna." Einar ætlar að gefa sér tíma fram að miðjum mánuði til að ákveða aflamark helstu nytjastofna og mun nota næstu daga til að ræða við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að þorskveiðiheimildir verði skornar niður úr 193 þúsund tonnum í 130 þúsund tonn, eða um rúm 30 prósent. hos Fimmti hlýjasti júní Síðastliðinn júnímánuður var sá 5. hlýjasti samkvæmt mælingum síðustu 130 ára. Hlýjast var þó á Vestfjörðum þar sem hiti var meira en þremur stigum yfir - meðallagi áranna 1961 til 2000. Meðalhiti í Reykjavík var 10,7 stig og er það 1,7 stigum yfir með- allagi. Júní var yfirhöfuð mjög þurr, einkum á Akureyri þar sem aldrei hefur mælst jafnlítii úrkoma. Sólsskinsstundir höfuð- borgarinnar voru 195 talsins og er það langt yfir meðallagi. Hæsti hiti mánaðarins mældist á Eg- ilsstöðum og fór upp í 23 gráður. Upplýsingarnar tók Trausti Jóns- son veðurfræðingur saman. Lánshlutfall lækkaö í 80% Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að hámarkslánshlutfall f búðalána- sjóðs skuli lækkað úr 90% í 80% frá og með 4. júlí. Lánshlutfallið var hækkað úr 80 prósentum í 90 prósent í febrúar með reglugerð sem Magnús Stef- ánsson, þáverandi félagsmálaráð- herra, gaf út og hámarksfjárhæð almennra lána var jafnframt hækkuð úr 17 milljónum króna í 18 milljónir. í tilkynningu frá félagsmálaráðu- neytinu segir að undanfarið hafi fasteignaverð farið hækkandi á nýjan leik. Þetta hafi stuðlað að meiri verðbólgu og hærra vaxta- stigi en ella sem mikilvægt hafi verið að bregðast við. í hálffimmfréttum Kaupþings segir að greiningardeild bankans meti það svo að aðgerðirnar ættu að sporna við frekari þenslu á fast- eignamarkaði og þar með draga úr þeim verðbólguþrýstingi sem enn sé til staðar í hagkerfinu. mbl.is Þverbrjóta reglur um merkingar ■ Stöndum nágrönnum langt að baki hvað vegamerkingar varðar Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Merkingum vegna vegafram- kvæmda hér á landi er stórlega ábótavant og stöndum við ná- grannaríkjum okkar langt að baki. Vankantar eru á að reglum sé fylgt í þeim efnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá þær malbikunarfram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru í austurhluta borgarinnar í sumar, en sambærilegt kort fyrir vesturhluta Reykjavíkur birtist í Blaðinu í gær. Eins og merkingum er háttað í dag skapa framkvæmdirnar bæði hættu á umferðarteppu og slysum, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FlB). Stað- og tímasetning slæm „Vegamerkingar hér á landi eru í algjöru lágmarki miðað við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Hér er lenska að ökumaður sé kominn alveg að framkvæmdasvæði þegar hann verður merkinga var, meðan í nágrannalöndunum eru merkingar yfirleitt staðsettar þannig að menn vita af framkvæmdasvæði löngu áður en komið er að því,“ segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur gagnrýnir einnig að fólk skuli ekki látið vita í tæka tíð. „Auð- vitað er veður ekki alltaf jafngott og verið hefur undanfarna daga. En menn vita með nokkuð góðum fyrir- vara hvernig veðurlag er framundan. Því ætti að vera hægt að setja upp skilti og jafnvel birta auglýsingar VINNUSVÆÐAMERKINGAR ► Á heimasíðu Vegagerðarinn ar má finna 20 bls. reglu- gerð um hvernig vegafram- kvæmdir skulu merktar. ► Veghaldarar, sem eru ann- ars vegar Vegagerðin og hins vegar sveitarfélögin og lögregla, eiga að sjá til þess að reglunum sé fylgt. með ábendingum um hjáleiðir með nokkurra daga fyrirvara." Ekki farið að reglum Runólfur segir vandamálið ekki vera skort á reglum um vegamerk- ingar, heldur það að ekki sé farið eftir þeim. „Ef reglunum væri fylgt værum við í svipaðri stöðu og ná- grannalöndin. Til eru tugir síðna með reglum um merkingar vegafram- kvæmda. Og það eru útboðsskyld gögn, þannig að sá sem gerir tilboð í verk á að gera ráð fyrir þessum kostn- aði. En það vantar verulega á að verk- takar fari að reglunum og einnig að eftirlitsaðilar, sem eru annars vegar lögregla og hins vegar veghaldarar, sinni sínu hlutverki.“ Gunnar Helgi Guðmundsson, forstöðurmaður árangurs- og eftir- litsdeildar Vegagerðarinnar, tekur undir orð Runólfs. „Það verður því miður að segjast eins og er að þessi mál eru ekki í lagi. Bæði er verk- tökum um að kenna og eins hefur eftirlit Vegagerðarinnar með því hvort reglunum sé fylgt ekki verið nógu gott.“ Akvæði í umræddum reglum kveður á um að útiloka megi verk- taka frá vegaframkvæmdum fari hann ekki eftir þeim. „Mér vitandi hefur þessu ákvæði ekki verið beitt til þessa. Rætt hefur verið um að taka upp fésektir fari menn ekki að reglunum, eins og til dæmis er gert I Danmörku. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um það enn sem komið er,“ segir Gunnar Helgi. VEÐRIÐ í DAG Þurrt og bjart syðra Eindregin væta norðaustan- og austan- lands en sunnanlands og vestan verður þurrt og sæmilega bjart. Hiti 11 til 19 stig, en 7 til 10 norðaustantil. ÁMORGUN Rigning fyrir austan Norðaustan 5-10 m/s og skýjað og dálitil rigning með köflum austantil, en bjart með köflum og þurrt að kalla vestantil. Hiti 11 til 18 stig, en heldur svalara við norður- og austurströndina. Sólveig Þorvalds- dóttir til Pakistans Sólveig Þorvaldsdóttir jarð- skjálftaverkfræðingur hélt til Pakistans í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða kross í slands vegna flóða í suðurhluta landsins. Er Sólveig í níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem mun aðstoða pakistanska Rauða hálfmánann við neyð- araðstoðina. Rauði krossinn segir að gífurlegt úrfelli hafi verið á þessum slóðum frá því í síðustu viku og sé óttast að um 250 manns hafi farist í héraðinu Baluchistan og í hafnarborginni Karachi. Þá er talið að allt að 250 þúsund manns í Baluchistan hafi misst heimili sín í flóðunum. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐAUM HEIM Algarve 27 Amsterdam 16 Ankara 24 Barcelona 27 Berlín 22 Chicago 30 Dublin 15 Frankfurt 16 Glasgow 16 Halifax 19 Hamborg 17 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 20 London 19 Madrid 32 Mílanó 24 Montreal 16 Miinchen 14 New York 21 Nuuk 2 Orlando 24 Osló 15 Palma 25 París 17 Prag 17 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 10

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.