blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 04.07.2007, Blaðsíða 19
blaðið MIÐVIKUDAGUR 4. JULI 2007 LÍFSSTÍLLHEIMILI heimili@bladid.net Ég sá þessa flugvél á sínum tíma og það fyrsta sem mér datt í hug var að breyta henni í sumarbústað Dakota-vélin sinnir nú frið- samlegri tilgangi en áður Óvenjulegt afdrep fyrir austan: Breyttu flugvél í bústað Hjónin Helgi Jóhannes Jónsson fasteignasali og Áslaug Skeggjadótt- ir hárgreiðslumeistari eiga heldur óvenjulegan sumarbústað. Líkt og margir íslendingar kjósa þau að eiga afdrep úti á landi í sveitasælu sem þau notast við þegar ys og þys stórborgarinnar verður þeim ofviða. En sumarbústaðurinn er ekki beint hefðbundinn, heldur Douglas Dakota DC-3 flugvél! Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Ég sá þessa flugvél á sínum tíma og það fyrsta sem mér datt í hug var að breyta henni í sumarbústað," segir Helgi stoltur. Flugvélin var áður í eigu Bandaríkjahers sem lét hana lönd og leið eftir að hún skemmdist við flugtak. „Já, hún fór út af brautinni og skemmdist illa. Þetta var árið 1974 minnir mig, þegar kalda stríðið var í hámarki. Þeir hreinsuðu hana þvi af öllum tækjum og tólum og not- uðu í varahluti. Þeir tóku meira að segja vængina af henni og stélið. Þá notuðu þeir hana sem veiðiskúr við eitt vatnið þarna í sveitinni þar sem hún stóð í mörg ár. Þegar ég sá hana var hún í frekar slæmu ásigkomulagi en ég var staðráðinn í að gera hana upp. Ég spurði bóndann sem átti landið sem hún var á hvort ég mætti eiga hana. Hann tók vel í það og sagð- ist gefa mér hana gegn því skilyrði að ég flytti hana sjálfur. Það þurfti síðan tvær hjólaskóflur og einn trailer-vagn til þess að flytja hana þangað sem hún er núna, að Háfelli á Nesjum," segir Helgi sem vann tím- ana tvenna við að dytta að véhnni. „Ég sótti stélið á Sólheimasöndum, þar sem samskonar vél fórst einnig á sínum tíma. Ég skipti um allar rúður og þurfti heilmikið að laga skrokkinn á henni, sem var mikið laskaður. Síðan byggðum við um tíu fermetra garðskála við hana til að auka aðeins innanrýmið, en vélin sjálf er kannski 20-30 fermetrar. Þá máluðum við hana í sínum upp- SUMARBÚSTAÐURINN Óvenjulegur sumarbústaður er að Háfelli á Nesjum. Hann er af gerðinni Dou- glas Dakota DC-3 sem var notuð sem flutningavél í Kóreustríðinu á árunum 1950-1953. runalegu litum, kunnum ekki við að halda þessum hergræna lit, sem væri kannski ekki svo slæmt, þar sem hún hefur fengið mikla athygli! Flugumferð yfir Hornafjörð hefur stóraukist þegar þetta spurðist út, bæði flugvélar og þyrlur hafa sveimað hér yfir og margir komið og skoðað. Vélin á sér auðvitað sögu; hún var notuð sem flutningavél í Kóreustríðinu en það hefur verið erf- itt að nálgast aðrar upplýsingar um hana, þar sem Sámur frændi í Wash- ington segir slíkar upplýsingar vera hernaðarleyndarmál." Aðeins á eftir að innrétta vélina „Það verður ráðist í það verkefni þegar tími og efni gefast. Annars er alveg nóg að gera hjá okkur hjónum í bili þar sem okkur fæddust tví- burar fyrir stuttu. En sem betur fer þarf maður ekki að hafa miklar áhyggjur af viðhaldi á vélinni, þar sem hún er auðvitað úr áli,“ sagði Helgi að lokum. Gátlisti fyrir heimilið Til þess að auðvelda þrifin á heimilinu er gott að gera gátlista. Það þarf að fara vel yfir skipu- lag hússins áður en gátlisti er gerður, setja upp vikuplan og fylgja því eftir. Skipulögð þrif auðvelda heimilishaldið, hægt er að fylgjast með hvað er þrifið, þá gleymist ekkert. Hver einstak- lingur getur haft sínar skyldur og fer það að sjálfsögðu eftir aldri og getu. T.d geta yngri börn haft það hlutverk að fara með ruslið í tunnuna og merkt við það á gátlistanum. Þannig eru allir þátt- - » takendur í verkefnum heimilisins. Kertastjakar frystir Það er mjög vinsælt að hafa kerti í glærum kertaglösum. Það getur verið mjög erfitt að hreinsa vaxið og ná niðurbrenndu kertinu úr glasinu. Margir bregða á það ráð að setja kertaglasið ofan í heitt vatn. Ef það er gert safnast vaxið fyrir í niðurfallinu og getur vaidið stíflu síðar meir, því er þetta ekki góð lausn. Best er að setja glasið inn í frysti í smástund og þegar glasið er tekið út dettur kertavaxið af. Meindýraeyðir: Einfalt að losa sig við geitunga Geitungar og geitungabú eru fylgifiskar sumarsins. Róbert Ól- afsson meindýraeyðir segir að það sé mun meira að gera á sumrin. „Mörg útköll eru þess eðlis að hús- ráðendur geta losað sig við mein- dýrin sjálfir. Til þess þarf að eiga garðúðunarbrúsa og kaupa Parm- asect-eitur sem fæst í öllum helstu garðvöruverslunum. Fólk verður að gæta þess að nota einfaldan hlífðarbúnað eins og gúmmí- hanska, maska fyrir vitunum og hlífðargleraugu. Nota skal sömu blöndu og notuð er til að úða tré, setja þrýsting á kútinn og standa í þriggja metra fjarlægð. Það er best að gera þetta á miðnætti þegar ró er komin á búið, en samt ekki nauðsynlegt. Ef bú er sprautað um miðjan dag þá eru fáir geitungar inni í þeim, en þeir koma seinna um kvöldið, fara í búið og drepast. Þeir ættu allir að vera dauðir innan sólahrings,“ segir Róbert. Hann ráðleggur fólki ekki að taka bú sem eru undir súð eða við aðrar erfiðar aðstæður. „Það er ekki ráðlegt að fara að búum sem erfitt getur verið að forða sér frá með góðu móti. Geitungarnir geta verið skaðlegir. Ef búin eru sýnileg og fólk er með hlífðarbúnað og í hæfilegri fjarlægð, þá er akkúrat ekki nein hætta. Þetta er ofboðs- lega einfalt, það er bara búið að hræða fólk of mikið. Sagan um að geitungar séu árásargjarnir á haustin er þvættingur. Þeir eru að yfirgefa búin sín og þar af leiðandi er meira af þeim í umhverfinu,“ segir Róbert.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.