blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 blaöiö Harry Potter á íslensku Forsala hefst í dag Forsala á íslenskri útgáfu á sjöundu og síðustu bókinni um Harry Potter hefst í dag. Forsalan fer fram í netbúð Hag- kaupa, hagkaup.is, og í gegnum tölvur í verslunum Hagkaupa í Kringlunni, Smára- lind og Skeifunni. Þeir sem tryggja sér bókina í forsölu fá hana til sín viku fyrir formlegan útgáfudag sem er 15. nóvember. Á föstudaginn klukkan 23:01 verður hafin sala bókar- innaráfrummálinuí þremur bókabúðum, Máli og menn- ingu á Laugavegi og Eymundsson í Austurstræti og Smáralind. Vegna tímamismunar munu íslendingar fá bókina fyrstir Evrópubúa. Dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi Barnaklám finnst hjá fanga Maður á miðjum aldri hlaut á mánudag fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir vörslu barnakláms. Rannsókn máls- ins hófst eftir að barnaklám fannst í tölvu og utanáliggj- andi drifi refsifanga. I ljós kom að hann hafði fengið tölvuna og drifið hjá hinum dæmda áður en afplánun hófst, en við rannsókn á tölvubúnaði dæmda fannst meira barnaklám. Hinn dæmdi sagðist ekki vita hvernig barnaklámið komst í tölvubúnað hans, en sagðist hafa afritað gögn af tölvum sem hann gerði við fyrir kunningja sína og eins af notuðum tölvum sem hann keypti. Rannsókn lögreglunnar leiddi þó í ljós að skrárnar sem innihéldu barnaklám voru settar inn á meðan tölvubúnaðurinn var í vörslu hins dæmda, og sá dómurinn ekki ástæðu til að rengja þá niðurstöðu. Aganefnd KSÍ ÍA réttir Kefla- vík sáttahönd Sættir hafa náðst milli Keflvíkinga og Skagamanna í deilu um umtalaðasta mark ársins, sem Bjarni Guðjónsson skoraði í leik liðanna fyrr í júlí. Aganefnd Knattspyrnusambandsins tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Sendi í A frá sér afsök- unarbeiðni í kjölfarið og bauð Keflavík sáttahönd. KSÍ fagnar sáttum liðanna og fer fram á við leikmenn í A að slíkt endurtaki sig ekki. bm Leikskólar í Hveragerði Biðlistinn tæmdur Möguleikar verða á að bjóða x8 mánaða gömlum börnum vistun á leikskólanum Óska- landi í Hveragerði í haust. Biðlistinn eftir leikskólaplássi í bænum tæmist vegna stækk- unar leikskólans. „Það verða 70 börn á leikskólanum í haust og það er hægt að taka fleiri inn. Þess vegna verður svig- rúm fyrir 18 mánaða börn,“ segir Aldis Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. ibs EES-vísitaian Verðbólga á íslandi 3% Tólf mánaða verðbólga á ís- landi skv. samræmdri vísitölu neysluverðs í EES-ríkjunum mældist 3% í júní og lækkar því um 1 prósent frá fyrri mánuði. Frá janúar í ár hefur tólf mánaða verðbólga farið hratt lækkandi hér á landi eða dregist saman um 3,3 prósentustig, samkvæmt Hálf- fimm-fréttum Kaupþings. Helstu ástæður lækkandi verðbólgu hér á landi má m.a. rekja til áhrifa matarskatts- lækkana, styrkingar króri- unnar og eins verðbólguskots sem var á sama tíma í fyrra í kjölfar gengisveikingar krón- unnar. mbi.is Örlög allra samofin friði í Miðausturlöndum ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð í gær fyrsti erlendi ráðamaðurinn til að hitta nýkjörinn forseta ísraels ■ Utanríkisráðherra mun hitta palestínska ráðamenn á morgun Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Jerúsalem „Mér finnst það skipta máli að maður afli sér þessarar reynslu og þekkingar beint og milli- liðalaust," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra i gær eftir að hafa fundað stíft með ísra- elskum ráðamönnum. Hún hóf daginn á því að hitta Shimon Peres, nýkjörinn forseta ísraels, og varð þar með fyrsti er- lendi ráðamaðurinn til að funda með honum frá því að Peres tók við embættinu síðastliðinn sunnudag. Þau ræddu saman í rúma klukku- stund og Ingibjörg Sólrún sagðist afar ánægð með fundinn. „Það var mjög merkilegt að hitta hann að máli því það er eins og að ganga á vit sögunnar. Hann hefur verið inni á þessu pólitíska sviði í rúm 60 ár, eða jafnlengi og ísraelsríki hefur verið til. Hann er því mjög hertur í eldi pólitískra og hernaðarlegra átaka." Hef lært mikið Ingibjörg Sólrún fundaði svo með Tzipi Livni, utanríkisráðherra ísra- els, eftir hádegið og sagði eftir á að samræðurnar hefðu verið mjög opin- skáar. Aðspurð játti hún því að það hefði gert umræðurnar auðveldari að Livni er líka kona. „Mér fannst það skipta verulegu máli í okkar sam- ræðum. Það gerði þær auðveldari, opinskárri og hreinskiptari en þær SHIMON PERES W Varð á sunnudag níundi forseti ísraels. Verður 84 ára í ágúst og hefur tekið þátt í ísraelsk- um stjórnmálum í yfir 60 ár. ► Hefur þrfvegis gegnt emb- ætti forsætisráðherra og hlaut friðarverðlaun Nobels ásamt Yasser Ara- fat og Yitzhak Rabin. væru ella. Ég held að við höfum báðar sagt það mjög skýrt á fundinum að við fyndum fyrir þessu. Mér finnst ég líka hafa lært mjög mikið, en ég er náttúrlega bara búin að hitta annan helminginn. Það er að segja að ég er búin að hitta fulltrúa ísraelskra stjórnvalda en á eftir að hitta full- trúa Palestínumanna. Þá fæ ég hina hliðina á peningnum. En maður fær miklu skýrari heildarmynd af þeim flóknu úrlausnaratriðum sem að hér er verið að fást við.“ Hún segir það vera skýra stefnu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar að leggja sitt af mörkum til að stuðla að friði og virðingu mannréttinda i Miðaust- urlöndum. „Örlög allra, hvort sem þeir búa á íslandi eða annars staðar eru samofin lausn þessara mála.“ Ferðalag Ingibjargar Sólrúnar og föruneytis hennar um Miðaust- urlönd stendur fram yfir komandi helgi. í dag mun hún heimsækja BtaoíO/bi landamæraborgina Sderot, sem er í um kílómetra fjarlægð frá Gaza- ströndinni. Borgin hefur ítrekað orðið fyrir hryðjuverkaárásum af hendi herskárra Palestínumanna, síðast á mánudaginn þegar þremur eldflaugum var skotið á hana án þess þó að valda slysum á fólki. Hópurinn mun síðan eyða fimmtu- deginum á Vesturbakkanum þar sem stefnt er að því að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Salam Fayyad forsætisráðherra þjóðarinnar. Tildrög þyrluslyssins á mánudagskvöld er TF-SIF lenti í sjónum eru enn ókunn Flugritinn til Bretlands í rannsókn TF-SIF, elstaþyrla Landhelgisgæsl- unnar, er talin ónýt eftir að hafa skollið í sjóinn á mánudagskvöldið. Þy rlan nauðlenti í sjónum skammt fyrir utan Straumsvík þar sem hún var við æfingar ásamt björgunar- bátnum Einari J. Sigurjónssyni. Þeir fjórir sem voru um borð í þyrlunni þurftu því ekki að biða lengi eftir björgun en þeim var strax bjargað um borð í bátinn. í kjölfarið var unnið að því að koma þyrlunni úr sjónum og upp á land. Landhelgisgæslan segir þá vinnu hafa gengið vonum framar enda lauk henni í morgunsárið í gær en þyrlan talin ónýt. Tildrög slyssins eru ekki að fullu kunn en Rannsóknarnefnd flug- slysa fer nú með málið. Þær upplýs- ingar fengust hjá nefndinni í gær að unnið væri að því að ná flugrita úr vélinni og síðan sendur til Bretlands þar sem gögn hans verða lesin. Þyrlan hefur verið verið í þjón- ustu Landhelgisgæslunnar og raunar þjóðarinnar allrar í rúma tvo áratugi. Á þessum tíma hefur hún verið nýtt til þess að bjarga miklum fjölda mannslífa. Þetta var ekki fyrsta óhappið sem hún lenti því að fyrir rúmum sex árum nauð- Íenti hún á Snæfellsnesi eftir að hafa flogið á lágréttan vindstrók. elias@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.