blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLl' 2007 blaöiö KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Ef Guð er ekki til þá er allt leyfilegt. Fjodor Dostojevskí Stefnumót við Egil Hádegisstefnumót við Egil Kalevi Karlsson vöruhönnuð verður á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 19. júlí kl. 12.00. Á sýningunni Magma/Kvika kemur vöruhönnuðurinn og listamaðurinn Egill Kalevi Karlsson fram með skemmti- legar vangaveltur um hlutverk húðar og beinagrindar. Hið fullkomna samstarf sérhæfðra líkamshluta hefur skrýtna og nýstárlega útkomu í skóskel annarsvegar og sokk hinsvegar sem þó eru óaðskiljanleg því hvorugt er nýtanlegt eitt og sér. Stefnumótið við Egil hefst kl. 12.00 og varir í tuttugu mínútur. Sigfús og Bjarni á ensku Uppheimar hafa gefið út tvær kiljur á ensku, Raptorhood (Vargatal) eftir Sigfús Bjartmars- son og The Return of the Divine Mary (Endur- koma Maríu) eftir Bjarna Bjarnason en það eru fyrstu bækurnar í nýjum bókaflokki sem nefnist Modern Icelandic Literature. Sarah M. Brownsberger þýðir Vargatal og David Mcduff þýðir Endurkomu Maríu. Vargatali var mjög vel tekið þegar bókin kom út árið 1998 og hlaut verkið bókmenntaverð- laun DV það ár. Endurkoma Maríu kom út 1996 og var tilnefnd tU íslensku bókmennta- verðlaunanna. Bjarni tekst á við ögrandi söguefni sem er María mey sem „venjuleg stúlka“ í nútímanum. Ný skáldsaga eftir Bjarna Bjarnason kemur út hjá Uppheimum í haust. DIVINEMARY AFMÆLI í DAG Nelson Mandela, forseti og bar- áttumaður, 1918 John Glenn geimfari, 1921 Yevgeny Yevtushenko skáld, 1933 Auglýsingasíminn er 510 3744 Blaðií/G.Rúnar Harpa Þórsdóttir Hún er hér að virða fyrir sér verk Katrínar Sigurð- ardóttur, High Plane. Ó-náttúra í Listasafni íslands Framandi sýn Ó-náttúra er heiti á sum- arsýningu Listasafns íslands. Harpa Þórsdótt- ir sýningarstjóri segir sýninguna bera með sér að náttúran sé lifandi í íslenskri myndlist. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Sumarsýning Listasafns Islands, Ó-náttúra, verður opnuð næst- komandi fimmtudagskvöld. Á sýn- ingunni eru áttatíu listaverk eftir fimmtíu og einn listamann og eru þau öll eign safnsins. „Náttúran hefur oft verið umfjöllunarefni á sumarsýningum okkar. Að þessu sinni er ekki verið að beina sjónum að einstaka listamönnum eða tíma- bilum heldur er megináherslan á þá náttúrusýn sem endurspeglast í verkunum. Heitið Ó-náttúra vísar í upphafningu á náttúrunni en líka til ónáttúru, það er að segja náttúru sem oft er búin til af mönnum eða hefur verið raskað af þeim,“ segir Harpa Þórsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar. Upphafning og pólitík Stærsta verkið á sýningunni er innsetningin High Plane eftir Katrínu Sigurðardóttur en þar er landslagið lagt lárétt á borð fyrir áhorfendur. Gestir ganga upp stiga, líta upp um op og sjá lárétt, þrívítt svæði með hafi, eyjum og fjöllum. Safnið keypti þetta verk Katrínar árið 2005 og það er sett upp í fyrsta sinn á þessari sýn- ingu. I sama sal og verk Katrínar eru meðal annars sýnd verk eftir Georg Guðna, Karl Kvaran, Hrein Friðfinnsson og Hring Jóhannes- son. „I þeim sal má segja að sé ríkj- andi ákveðin upphafning á náttúr- unni og verkin eru draumkennd, melódísk, fagurfræðileg en einnig pólitísk og á ég þar sérstaklega við verk Gylfa Gíslasonar frá árinu 1971 sem heitir Fjallasúrmjólk en álverið í Straumsvík verður Gylfa þar að yrkisefni svo og eitt þekkt- asta landslagsverk Kjarvals, Fjalla- mjólkin sem er til sýnis í Lista- safni ASl um þessar mundir. Það er gaman að sýna þá teikningu sem við sýnum ekki oft því hún er viðkvæm fyrir ljósi,“ segir Harpa. „Verk eftir yngstu listamennina raðast saman í einn sal þar sem MENNINGARMOLINN Mein Kampf kemur út Á þessum degi árið 1925 kom út fyrsta bindið af Mein Kampf eftir Adolf Hitler. Hitler skrifaði bókina meðan hann sat í fangelsi í Bæjara- landi fyrir aðild að samsæri um að steypa ríkisstjórn landsins. Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi en afplánaði einungis niu mánuði. Verkið er að hluta sjálfsævisögulegt en dágóður hluti þess snýst um hina alræmdu hugmyndafræði Hitlers. Fyrra bindið seldist í 9.473 ein- tökum fyrsta árið. Seinna bindið kom út árið 1927. Heildarsala bind- anna tveggja var ekki nema í með- allagi á þriðja áratugnum. Það var ekki fyrr en árið 1933, á fyrsta kansl- araári Hitlers, sem salan tók kipp og náði rúmlega milljón eintökum. Vin- sældirnar á valdatíma Hitlers urðu slíkar að það varð viðtekinn siður að gefa verkið í brúðkaupsgjöf. á umhverfið er meðal annars verið að fjalla um liftækni og hvernig maðurinn hættir sér alltaf lengra og lengra inn á svið erfðavísindanna. Meðal þeirra listamanna sem þar eru má nefna Olgu Bergmann, Ólöfu Nor- dal, Gabríelu Friðriksdóttur og Söru Björnsdóttur. I stóra salnum, Sal 1, eru stórar og kraftmiklar myndir, þar á meðal Óboðnir gestir eftir Sigurð Örlygsson og Hjartað eftir Jón Gunnar Árnason, en hann gerði þann skúlptúr eftir að fyrsta hjartaígræðslan var gerð í heiminum. Einnig eru þarna myndir eftir Jón Óskar, Magnús Kjartansson, Erró, Sigrid Valt- ingojer og fleiri. I salnum fyrir ofan stóra sal erum við kannski komin að þeirri náttúru sem er hefðbundnust og þó ekki. Þar eru nokkur verk eftir Kjarval, abstraktverk eftir Karl Kvaran og Nínu Tryggvadóttur en einnig verk eftir Helga Þorgils sem hefur í verkum sínum mikið fjallað um samspil manns og náttúru. Þarna er lika skemmti- legt textaverk eftir Roni Horn þar sem hún skrifar upp nöfn á öllum hraunum sem hafa runnið á söguöld." SÝNINGIN ► Hádegisleiðsagnir eru alla þriðjudaga (á íslensku) og föstudaga (á ensku) kl. 12.10 -12.40 ífylgd sérfræð- inga safnsins. ► Sunnudagsleiðsagnir eru kl. 14.00 í fylgd ýmissa fræði- manna. ► Sýningin stendur til 21. okt- óber. Lifandi náttúra „Sýning eins og þessi ber með sér að náttúran er lifandi í íslenskri myndlist," segir Harpa. „Ýmsar spurningar varðandi hana kvikna i huga listamanna, jafnvel pólitískar. Ég hef hingað til haldið því fram að íslenskir myndlistarmenn séu fæstir að fást við brennandi póli- tískar spurningar úr samtímanum. En þegar ég fór að tína myndir inn á þessa sýningu úr safneigninni þá áttaði ég mig á því að þetta er rangt. I myndlist eru margar túlkunar- leiðir og maður sér þær stundum ekki fyrr en maður hefur raðað myndum saman. Þá kemur fram ný merking og það gæti ekki verið skemmtilegra.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.